Fréttablaðið - 07.02.2013, Page 32
FÓLK|
Tímamót urðu hjá Malene Birger í síðustu viku þegar hönnuðurinn hélt sína
tíundu tískusýningu á tískuviku í
Kaupmannahöfn á dögunum.
Gestir sýningarinnar voru ekki
af verri endanum. Þær Mary,
krónprinsessa Danmerkur, og
Marie, prinsessa af Danmörku,
sátu saman í stúku og fylgdust
spenntar með í gegnum leikhús-
kíki.
Fyrirsætan Caroline Brasch
gekk fyrst á svið í svörtu og hvítu
dressi sem undirstrikar yndi
Birger á andstæðum. Innblástur-
inn fyrir þessa nýjustu línu fékk
Birger annars frá marokkóskum
teppum, arabískum flísum og
brönugrösum.
KONUNGLEGIR GESTIR
TÍSKUVIKAN Í KÖBEN Tvær prinsessur fylgdust spenntar með tískusýningu
Malene Birger á tískuvikunni í Kaupmannahöfn í síðustu viku.
PRINSESSUR Prinsessurnar Mary og Marie fylgdust með tískusýningu Malene Birger
sem fram fór í konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn. NORDICPHOTOS/GETTY
Krem sem bætir líðan, krem sem yngir, viðheldur rakastigi, nærir húðina, færir æskunni nýjan
ljóma, hindrar öldrun, kemur í veg fyrir
hrukkur. Svona fullyrðingar eru oft
hafðar frammi um virkni hinna ýmsu
krema sem á markaði eru. Fá þeirra
státa þó af því að geta sýnt notandanum
á vísindalegan hátt hvort kremið geri
gagn eða virki yfir höfuð á húð notand-
ans. Oftast er vitnað í rannsóknir sem
margar hverjar byggja á huglægu mati
fárra notenda og geta því ekki talist
vísindalegar nema að litlu leyti. Nú
virðist hins vegar stefna í að breyting
verði á í þeim efnum. Nýverið kom á
markað krem frá IOMA með tækninýj-
ung sem nemur rakastig húðarinnar.
Í tappa kremsins hefur verið komið
fyrir rakanema. Þegar hann er sett-
ur upp við húðina á andlitinu
nemur hann raka hennar og með
ljósabúnaði gefur hann til kynna
hvert rakastig húðarinnar er.
Notandinn sér þá hvort tími sé
kominn til að bera á sig kremið.
Þannig er hægt að fylgjast með
rakastigi húðarinnar hvenær
sem er dags. Með þessu móti
aukast líkurnar á skynsamlegri
og hagnýtri notkun á kremi
sem tekur mið af raunverulegri
þörf húðarinnar en ekki af hug-
lægu mati. Tæknin sem notuð
er í rakanema IOMA var notuð í
vísindaleiðangur vélmennisins
Curiosity sem sendur var af
Geimvísindastofnun Bandaríkj-
anna til Mars.
■ vidir@365.is
KREM MEÐ RAKA-
SKYNJARA Í LOKINU
NÝJASTA TÆKNI Í tappanum á einu af nýjasta andlitskreminu frá IOMA er
innbyggður rakanemi. Með einföldum hætti er hægt að mæla rakastig húðar-
innar. Þannig aukast líkur á skynsamlegri og hagnýtri notkun.
HÁTÆKNISKYNJARI
Skynjaranum er
komið snyrtilega fyrir
í lokinu.
TÆKNI FRÁ
NASA
Tæknin var meðal
annars notuð í vél-
mennið Curiosity
sem kannar nú
plánetuna Mars.
Leiðbeinandi
Jón Guðmundsson
garðyrkjufræðingur
Staðsetning námskeiða
Á höfuðborgarsvæðinu verða námskeiðin haldin í sal
á þriðju hæð hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands,
íþróttamiðstöðinni í Laugardal, Hús 2, Engjavegi 6.
Fossheið i 1
800 Se l foss
S ími 578 4800
Hin sívinsælu ræktunarnámskeið okkar eru hafin
Skráning
Skráning og nánari upplýsingar eru
í síma 578 4800, á heimasíðu okkar
www.rit.is og á netfang rit@rit.is
Námskeið verða einnig haldin víða um land,
fylgist með á Facebook eða heimasíðum okkar,
www.rit.is og www.groandinn.is
Ræktun ávaxtatrjáa, 2 kvöld
Mánud. 11. og 18. feb. kl. 19:30 - 22:00
Verð kr. 12.800.-
Ræktun berjarunna
Mánud. 11. feb. kl. 17:00 - 19:00
Verð kr. 4.500.-
af öllum hönskum
VETRARHÁTÍÐ
Í MIÐBÆNUM
Dagana . – . febrúar
Vertu vin
u
r o
kkar á Faceb
o
o
k
Verðhrunið
er hafið
60-70%
afsláttur
af öllum fatnaði og skóm!
Engjateigi 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is
Boltinn á Xinu 977
– alla virka daga kl. 11 - 12