Fréttablaðið - 09.02.2013, Page 12
9. febrúar 2013 LAUGARDAGURSKOÐUN
S
ú vitundarvakning um kynferðisbrot gegn börnum,
sem átt hefur sér stað undanfarnar vikur, er tví-
mælalaust af hinu góða og stuðlar væntanlega að
því að í framtíðinni verði slík brot ekki látin liggja í
þagnargildi eins og svo oft hefur gerzt í fortíðinni.
Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skemmstu, var sagt
frá um það bil einu kynferðisbrotamáli á dag í fjölmiðlum
landsins á þriggja vikna tímabili í janúar. Holskefla af nýjum
kærum hefur komið inn til lögreglunnar. Kynferðisbrotadeild
lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og fleiri lögreglu-
embætti eru í gífurlegum
önnum vegna rannsóknar
þessara mála og sama má
segja um embætti ríkissak-
sóknara. RÚV greindi frá því
í gærkvöldi að hátt í hundrað
kynferðisbrotamál hefðu verið
kærð það sem af er ári.
Að þögnin um gömul kyn-
ferðisbrotamál skuli hafa verið
rofin á sér þó einnig sína neikvæðu hlið. Reiðin í samfélaginu
hefur sums staðar brotizt fram með dapurlegum afleiðingum.
Ráðizt hefur verið á grunaða kynferðisbrotamenn og á fólk
sem sagði frá kynferðisbrotum. Ásökunum um kynferðisbrot,
á hendur mönnum sem hafa hvorki verið kærðir né dæmdir,
hefur verið dreift á vefsíðum og með öðrum hætti.
Þetta eru viðbrögð sem eiga engan rétt á sér og stuðla ekki
að því að réttlætinu verði fullnægt. Sérfræðingar hafa bent á
að ofbeldisfullar árásir á kynferðisbrotamenn geti til dæmis
orðið til þess að börn veigri sér við að segja frá brotum ætt-
ingja eða fjölskylduvina, vegna þess að þau vilji ekki að þeim
verði unnið mein.
Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur sagði hér í blaðinu á
miðvikudaginn að umræðan um kynferðisbrot gegn börnum
hefði losað um eitthvað í þjóðarsálinni og viðbrögðin væru oft
hömlulaus. „Þar er fólk að fara fram úr sér og gerir einungis
illt verra með því að svara harmleik með öðrum harmleik og
það er dapurlegt að horfa upp á,“ segir Helgi.
Allir sem bera velferð barna fyrir brjósti verða að átta
sig á að eina rétta leiðin til að ná fram réttlæti í málum sem
varða kynferðisofbeldi gegn börnum er hin friðsama leið sem
liggur um opinbert réttarkerfi. Enginn á rétt á að taka lögin í
sínar hendur í þessum málum frekar en öðrum.
Á næstunni er ekki útilokað að fólk fái á tilfinninguna að
kerfið vinni hægt, enda er álagið á því mikið. En þá eiga menn
sízt af öllu að sóa tíma lögreglu, saksóknara og dómstóla með
öðrum ofbeldisverkum sem þurfa líka sína meðferð í kerfinu.
Helgi Gunnlaugsson sagði hér í blaðinu að beizla yrði reiðina
og beina henni í eðlilegan farveg. „Kerfið er kannski illa búið
eins og er en þá verðum við, sem samfélag, að taka á því.
Samfélaginu verður að vera ljóst að kerfið megni að sjá um
þessi mál.“
Þetta er allt rétt. Það væri raunar ekki úr vegi að þar til bær
stjórnvöld kvæðu fastar að orði en þau hafa gert hingað til um
að hið opinbera réttarkerfi verði í stakk búið að taka á kynferð-
isbrotamálum og að það sé aldrei réttlætanlegt að leita annarra
leiða til að ná réttlætinu fram.
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is
MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og
í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
SPOTTIÐ
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR
Ýmsum þótti Árni Páll Árnason, nýr leiðtogi Samfylkingar innar, leggja nokkuð skarpt á brattann
þegar hann notaði þakkarræðuna
á landsfundinum fyrir viku til að
gera upp sakir við arfleifð forvera
síns. En í ljósi aðstæðna var þetta
eðlilegt. Þar kemur tvennt til.
Annað er að leiðtogakjör í stjórn-
málaflokki hefur ekki í annan tíma
ráðist meir af pólitískum viðhorf-
um og minna af persónulegum eig-
inleikum. Þess hlýtur að sjást stað.
Hitt er að nýr leiðtogi mun sitja
uppi með kosningaúrslitin í vor.
Hann má því engan tíma missa
eigi að takast að
losa flokkinn af
því málefnalega
skeri sem hann
hefur steytt á.
Vandinn er sá
að ekki er víst
að meirihluti
þingflokksins
líti á það sem
mistök að hafa fært flokkinn til
vinstri þó að almennir flokksmenn
geri það eins og formannskjörið
staðfestir. Reyni þingmennirnir
að handjárna formanninn gæti það
svo dregið enn úr trúverðugleikan-
um og fækkað þingsætunum.
Fyrir ári síðan talaði enginn
flokkur til miðjunnar í stjórnmál-
unum. Á þeirri stöðu hefur orðið
grundvallarbreyting. Björt framtíð
hefur tekið til sín frjálslynda kjós-
endur frá Samfylkingu og Fram-
sóknarflokki sem Sjálfstæðis-
flokkurinn vildi ekki keppa um.
Leiðtogakjörið í Samfylkingunni
þýðir að flokksmenn vilji gera
flokkinn að jafnaðarmannaflokki
á ný og horfa meir til miðjunnar.
Stóra spurningin er svo hvort
landsfundur Sjálfstæðisflokksins
heimilar forystunni að blanda sér
af þunga í baráttuna um miðju-
atkvæðin.
Nýr formaður heldur á tímasprengju
Ýmsi r h a fa rét t i lega bent á að formaður Samfylkingarinnar verði að
fylgja yfirlýsingum sínum eftir
með nýrri nálgun á því hvernig
ljúka eigi umfjöllun um stjórnar-
skrármálið og fiskveiðifrum-
varpið. Í því sambandi verður að
hafa í huga að ríkisstjórnin hefði
afgreitt þessi mál á fyrsta og öðru
þingi kjörtímabilsins ef hún hefði
vitað hvað hún vildi og haft meiri-
hluta fyrir því í eigin röðum.
Metnaður forsætisráðherra
virðist ekki hafa verið meiri að
því er þessi tvö mál varðar en
að halda þannig á hlutunum að
unnt yrði að kenna Sjálfstæðis-
flokknum um að þau næðu ekki
fram að ganga. Það hefur tek-
ist. Friðsamleg málalok eru því
ekki nein málefnaleg fórn. Þau
eru miklu fremur lausn því bæði
málin eru farin að hrinda jaðar-
fylginu frá í ríkum mæli.
Launamálin á Landspítalanum
eru stóra málið sem formaður
Samfylkingarinnar fékk í fangið
á fyrsta degi. Þau eru tifandi tíma-
sprengja. Verði hún ekki aftengd
er óðaverðbólga óhjákvæmileg
afleiðing. Þegar búið er að gera
tímasprengjur virkar þarf snör
handtök ef koma á í veg fyrir
skaða. Spurningunni um verð-
bólgu eða stöðugleika á næsta
kjörtímabili verður því svarað
fyrir kosningar.
Velferðarráðherra gerði þessa
tímasprengju virka með alveg ein-
stöku pólitísku axarskafti, sem
verður eins og myllusteinn um
hálsinn á ríkisstjórninni meðan
hann víkur ekki. En ábyrgðin
hvílir nú á nýjum formanni. Land-
spítalinn getur ekki keppt um
starfsfólk við grannlöndin. Það
er staðreynd sem endurspeglar
lélega samkeppnisstöðu þjóðar-
búsins og verður ekki breytt án
þess að bæta hana.
Verðbólgan ræðst fyrir kosningar
Hér eru miklir hagsmunir í húfi fyrir launafólk. Losi tímasprengja velferðar-
ráðherrans nýja skriðu launahækk-
ana sem ekki byggjast á aukinni
framleiðni ber launafólkið sjálft
kostnað inn í gegnum verðbólguna.
Aði lar vinnumarkaðarins
hyggjast horfa til Norðurlandanna
við næstu endurnýjun kjarasamn-
inga. Þar ræður samkeppnishæfni
þjóðarbúskaparins mestu um
möguleika á kjarabótum. Verði
tímasprengjan á Landspítalanum
ekki aftengd fer sá góði ásetningur
fyrir lítið.
Það sem meira er: Fari verð-
bólgan af stað er útséð um að
Ísland eigi kost á því á næsta kjör-
tímabili að taka ákvörðun um
stöðugan gjaldmiðil. Fyrir Sam-
fylkinguna myndi þetta þýða að
allur trúverðugleiki varðandi
áformin um inngöngu í evrópska
myntbandalagið hyrfi.
Þegar þjóðarsáttin var gerð 1990
kröfðust aðilar vinnumarkaðarins
þess að fjármálaráðherrann, Ólaf-
ur Ragnar Grímsson, tæki úr sam-
bandi verðbólgusamninga við opin-
bera starfsmenn sem hann hafði
sjálfur undirritað skömmu áður.
Fyrir dómi reyndist sú aðgerð að
hluta vera brot á stjórnarskrá. Sá
leikur verður því ekki endurtek-
inn. Nú þarf því að stemma á að
ósi. En þetta gamla dæmi sýnir
hversu alvarleg hættan er.
Formaður Samfylkingarinn-
ar vill ekki taka sæti í núver-
andi ríkis stjórn. Það er skynsam-
legt mat. En verði tímasprengjan
hins vegar ekki aftengd með öðru
móti þarf hann að endurskoða þá
ákvörðun. Þetta er mikill próf-
steinn. Fyrir fram er þó ekki
ástæða til að ætla annað en nýi for-
maðurinn ráði við hann.
Evrupólitíkin í uppnámi
Yoga I
- Ertu með stirðan kropp
- Ertu í yfirþyngd
- Ertu að ná þér eftir veikindi
- Ertu með vefjagigt
- Ertu komin á efri árin
Yoga II
- Krefjandi yogaæfingar
- Aukin liðleiki
- Aukin styrku
Kennt í Sjúkraþjálfaranum Hafnarfirði 691 0381 Kristin Björg
Komdu í yoga
Góð slökun, Rétt öndun
Röng viðbrögð við opnun umræðunnar
um kynferðisbrot gegn börnum:
Að beizla reiðina