Fréttablaðið - 09.02.2013, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 09.02.2013, Blaðsíða 24
9. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 24 Þrír sprautufíklar segja sögu sína Um fimmtíu sprautu-fíklar nýta sér reglu-lega nálaskipta-þjónustu sjúkrabílsins Frú Ragnheiðar. Síð-ustu þrjú ár hafa 262 fíkniefnaneytendur leitað til þeirra sjálfboðaliða sem starfa í bílnum, fengið þar hreinar nálar, klúta og nálabox en einnig aðhlynningu, spjall og ráðleggingar. Verkefnið er rekið af Reykjavíkur deild Rauða krossins með það að markmiði að minnka skaðann sem hlýst af alvarlegri fíkniefnaneyslu í samfélaginu. Hugtakið skaðaminnkun hefur enn ekki mikið verið rætt innan hins opinbera heilbrigðiskerfis hér á landi en það er komið mun lengra víða erlendis. Frú Ragnheiður er fyrsta yfirlýsta skaðaminnkunar- verkefnið á Íslandi. Hún keyrir á milli Hlemms, Granda og Gisti- skýlisins fimm kvöld í viku og veitir fíklum þjónustu. Langflestir í ritalíni Nær allir sem nýta sér þjónustu Frú Ragnheiðar koma þangað í þeim tilgangi að fá nýjar spraut- ur og sprautunálar. Langstærsti kúnnahópur bílsins sprautar sig með ritalíni en einnig er nokkuð um amfetamín, morfín og kóka- ín. Ritalín hefur svipaða örvandi virkni og amfetamín en víman varir stutt svo margir sprauta því í æð oft á dag. Dæmi eru um að langt leiddir fíklar sprauti sig með rítalíni allt að tíu til tuttugu sinnum á degi hverjum þegar fjár- hagur og heilsa leyfir. Svala Jóhannsdóttir hefur starfað fyrir Rauða krossinn um árabil og segir bráðnauðsynlegt að innleiða skaðaminnkun sem hugmyndafræði frekar inn í sam- félagið. „Þetta er svo brýnt fyrir hópinn sem er hvað verst staddur og sá hópur er einfaldlega mjög stór,“ segir hún. „Samfélagið segir okkur að allir eigi að vera edrú en fólk verður að átta sig á því að það er óraunhæf krafa. Vímuefnaneysla hefur fylgt manninum frá upphafi og mun sennilega alltaf gera það. Sumir hafa verið í neyslu marga áratugi og vilja bara ekki hætta. Og það verður að virða það líka.“ Lokað augum fyrir staðreyndum Ísabella Björnsdóttir starfar einnig sem sjálfboðaliði með Frú Ragn- heiði. Hún hefur nýlokið MA-námi í félagsráðgjöf þar sem hún skrifaði lokaritgerð um skaða minnkun. „Sumum finnst hræðilegt að láta fólk fá sprautur og gagnrýna þetta fyrirkomulag. En þetta verður allt öðruvísi þegar þú ert í kominn návígi við fíkla sem eru á þessum stað. Svo er auðvitað augunum enn lokað fyrir því að það séu raun- verulega til sprautufíklar í sam- félaginu,“ segir hún. Svala tekur undir þetta og segir úrræðin vera til staðar þó það vanti heildræna stefnu á skaða- minnkun. Efnin aldrei tekin af konunum „Það er til að mynda bannað að nota efni innanhúss í Konukoti sem getur gert þeim sem eru háðar morfíni mjög erfitt fyrir. Konur- nar fara út, fárveikar, um leið og þær vakna og standa í kuldanum á meðan þær fá sér. Neyslurými gæti minnkað skaðann af því, sem og mörgu öðru,“ segir hún, en bætir við að nálaskiptaþjón- usta sé í Konukoti og það hafi skipt sköpum þegar því var komið á. Efnin eru aldrei tekin af konunum þegar þær koma inn, heldur eru þau geymd á meðan þær dvelja innandyra. „Efnin eru aldrei tekin því það er ekki einu sinni hægt að ímynda sér hvað þessar konur hafa stundum þurft að ganga í gegnum til að ná í þau,“ segir Svala. Áfengisfráhvörfin eru verst Að sögn Ísabellu og Svölu eru slæm áfengisfráhvörf verri en frá- hvörf af ólöglegum fíkniefnum. „Öll fráhvörf eru mjög slæm en áfengisfráhvörfin eru langverst. Þau eru einu fráhvörfin sem geta leitt fólk til dauða ein og sér,“ segir Svala. Ísabella tekur undir það og konurnar tvær telja að íslensk heilbrigðisyfirvöld ættu að taka starfsemi erlendra landa sér til fyrirmyndar í þeim efnum. „Það getur verið óhugnanlegt að vera með konur í áfengisfráhvörfum. Þær vakna um morguninn og byrja strax að skjálfa en oft þurfa þær bara að fá nokkra sopa og þá jafn- ast þær út,“ segir Ísabella. „Þá geta þær farið að hugsa um sig, kannski fengið sér að borða, þrifið sig, lesið blaðið og því um líkt,“ bætir Svala við. Þannig sé verið að vinna með mikla áfengissjúklinga víða erlendis og segja konurnar slíka starfsemi vanta hér á landi. Aðstoða ekki við neysluna Svala og Ísabella hafa aldrei hjálp- að fíkli að sprauta sig. „Við reyn- um að leiðbeina fólki um örugga sprautunotkun. Ein gagnrýnin á skaðaminnkun er sú hugmynd að svona þjónusta komi í veg fyrir bindindi. En það er akkúrat ekki þannig. Ef ein staklingurinn vill aðstoð og stuðning við að ná edrú- mennsku stendur það alveg 110 prósent til boða. Þetta snýst um að virða sjálfsákvörðunarrétt fólks,“ segir Svala. Hún segir að þrátt fyrir aukna umræðu finni hún enn fyrir mikl- um fordómum innan kerfisins sem einkennist af vanþekkingu á skaðaminnkun sem hugmynda- fræði. Það sé lítið rætt um fræðin, bæði innan kerfisins og við not- endur. Nauðsynlegt sé að losna við tabúið og hefja samtal um málin. Hún hefur borið ákveðna spurn- ingu undir fólk til að freista þess að láta það skilja skaðaminnkun betur: „Hvað myndir þú gera ef þú sæir alkóhólista drekka úr brotnu glasi?“ SKAÐAMINNKUNARVERKEFNIÐ FRÚ RAGNHEIÐUR einstaklingar nýttu sér þjón ustu bílsins í fyrsta sinn árið 2012. Ætla má að um 40 til 50 sprautu fíklar nýti sér þjónustu Frú Ragn heiðar reglulega, það er tvisvar til fj órum sinn um í mánuði. heimsókna í bílinn eru vegna sprautu- og nála - skipta. milljónum hefur verið varið í rekstur skaða minnkunar verkefnis Rauða krossins á tímabilinu október 2009 til september 2012. milljónir hafa fengist í styrki utan samtakanna. milljónir er heildar - kostnaður Rauða krossins við rekstur Frú Ragnheiðar á þessum þremur árum. 56 85% 15,2 6,5 8,8 760 nálabox 2.000 skeiðar 4.000 smokkar 45.900 sprautudælur 49.000 sprittpúðar 81.000 nálar 2011 2012 SAMTALS 2398 HEIMSÓKNIR, 2011 OG 2012 206 einstaklingar 262 einstaklingar 1048 konur 1345 karlmenn 1042 heimsóknir 1356 heimsóknir FJÖLDI HEIMSÓKNA Í BÍLINN ÁHÖLD SEM FRÚ RAGNHEIÐUR HEFUR GEFIÐ Eva er 34 ára og hefur sprautað sig með rítalíni í æð í mörg ár. Hún býr ásamt kærasta sínum í smáhýsunum á Granda sem starfrækt eru á vegum Reykjavíkurborgar. Eva hefur nýtt sér þjónustu Frú Ragnheiðar fjórum sinnum og ber starfsfólkinu vel söguna. Eva kemur inn með fullan dall af notuðum sprautum sem starfs- fólkið tekur á móti. Hún fær nálar og sprautudælur fyrir sig og félaga sína og fær afhentar um hundrað nálar af þremur stærðum. Hún er ekki í vafa um hvað hún vill og er afar skýr með stærðir á nálum. „Ég nota bara rítalín og kannabis. Ég drekk ekki, það gerir mig alveg ruglaða,“ segir Eva. Hún hefur verið lengi í neyslu og segist vera dugleg að nota sótthreinsunarklúta áður en hún stingur sig. Það lærði hún af biturri reynslu. „Ég var einu sinni í hjólastól í þrjá og hálfan mánuð eftir að hafa fengið sýkingu í mjaðmarbeinið sem leiddi upp í litla heila. En ég stakk af burt frá sjúkrahúsinu á endanum og fór upp á Akranes til að redda mér ritalíni. Ég var með legg í æð af sjúkrahúsinu svo maður var fljótur að skjóta þessu. En auðvitað var ég í lífshættu.“ Lenti í hjólastól eftir sýkingu í mjaðmabeini Guðni, 61 árs, kemur upp í bílinn í síðara stoppi hans við Hlemm. Hann notar amfetamín og byrjar á því að spyrja viðstadda í léttum tón hvort ein- hver eigi efni. Hann notar um það bil gramm af efni á dag, sprautað í æð, og að hans sögn kostar amfetamín á bilinu fimm til tíu þúsund krónur. Verðið fer eftir gæðum. Hann segist myndu nota opinbert neyslurými ef þörf væri á. Þá þyrfti hann ekki að standa á Klambratúni eða við Sundhöll Reykjavíkur að sprauta sig í æð. Hann fékk 80 nálar og klúta. Notar gramm á dag á sjötugsaldri Sigrún er 41 árs og býr í smáhýsunum á Granda. Hún notar mest rítalín og áfengi. Þegar hún er spurð af starfsfólki Frú Ragnheiðar hvað megi bjóða henni svarar hún hlæjandi um hæl: „Áttu rítalín?“. Sigrún fær nálar, klúta og dælur og leiðbeiningar um hvernig öruggast sé að sprauta sig. „Ég kann það,“ segir hún ákveðin. Svo lýsir hún aðferðinni í smáatriðum svo ekki fari á milli mála að kunnáttan sé fyrir hendi. Sigrún er kvödd með tilmælum um að hún ætti að finna sér nýjan heimilislækni og er hvött til að drífa sig í það sem fyrst. „Áttu ritalín?“ Virðing fyrir fíklum lífsnauðsyn Sjúkrabíllinn Frú Ragnheiður er fyrsta skaðaminnkunarverkefnið á landinu. Sjálfboðaliðar sjá alfarið um verkefnið. Blaðakona slóst í för með bílnum kalt fimmtudagskvöld og kynnti sér starfsemina. Neyslurými (e. drug consumption rooms) eru staðir þar sem sprautufíklar geta notað vímuefni í hreinu og áhættulausu umhverfi undir eftirliti þjálfaðs starfsfólks. Neyslurými eru starfrækt í samstarfi við löggæslu svo neytendur eru ekki handteknir fyrir neyslu ólöglegra vímuefna, er kemur fram í MA-ritgerð Ísabellu Björnsdóttur, Skaðaminnkun á Íslandi - viðhorf og þekking. „Mér er kunnugt um að þetta hafi tíðkast erlendis um nokkra hríð og ég hef heyrt mína kollega tala um þetta með ánægju. Þeir segja að þetta hafi gert lífið einfaldara fyrir alla aðila,“ segir sérfræðingur á smitsjúkdóma- deild LSH, Magnús Gottfreðsson. Á undanförnum áratugum hafa verið sett upp yfir 90 neyslurými víðs vegar í Danmörku, Noregi, Sviss, Hollandi, Þýskalandi, Spáni, Lúxemborg, Kanada og Ástralíu. Svala og Ísabella segja báðar að slíkt sé bráðnauðsynlegt heilbrigðisúrræði hér á landi og hvetja yfirvöld til að efna til umræðu um slíka möguleika. ➜ Vilja neyslurými hingað „Markmið okkar er að þetta fólk haldi lífi og bæti heilsufar sitt. Þannig má með einföldum og ódýrum úrræðum draga úr skaðsemi fyrir einstakling- inn, fjölskyldu hans og samfélagið allt,“ segir Þór Gíslason, verkefnastjóri Frú Ragnheiðar. „Tilgangurinn er að ná til jaðarhópa samfélagsins, svo sem útigangsfólks, heimilislausra og fíkla, og bjóða þeim skaðaminnkandi þjónustu og almenna heilsuvernd án fordóma og kvaða.“ Með því er hægt að draga úr skaðsemi lifnaðarhátta jaðarhópa, eins og sýkingum í sárum og útbreiðslu lifrarbólgu C og HIV, með því að auðvelda þeim aðgengi að sárameðferð, hreinum nálum og sprautum og almennri fræðslu um skaðaminnkun. Sjúkrabíllinn var tekinn í notkun í febrúar árið 2011 og þá jókst aðsókn hópsins í þjónustuna til muna. Áður hafði hún verið starfrækt úr hjólhýsi. ➜ Markmiðið að fólk haldi lífi Hvað myndir þú gera ef þú sæir alkahólista drekka úr brotnu glasi?“ Svala Jóhannsdóttir sjálfboðaliði hjá Frú Ragnheiði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.