Fréttablaðið - 09.02.2013, Side 41

Fréttablaðið - 09.02.2013, Side 41
3 Síðan haustið 2011 hefur Háskóli Íslands boðið upp á 120 og 180 eininga fræðilegt BA nám í viðskiptatengdri kínversku þar sem sameinaðar eru námsleiðir í kínversku og í markaðs- og alþjóðaviðskiptum. Nemendur geta valið að taka eitt ár við kínverskan háskóla til að auka færni sína enn frekar. Erlingur Þórir Egilsson er nemi í viðskiptatengdri kínversku. Hann hefur nú lokið einni önn og segir að námið leggist vel í sig. Það gangi ágætlega að læra tungumálið en það sé á sama tíma mjög krefjandi enda ha hann aldrei lært kínversku áður. Hann segir þó að það sé gott að vera með kínverskan kennara, „það hjálpar manni að komast inn í málið,“ en kennt er á kínversku og ensku. Erlingur segir námið og tækifærin sem bíða að námi loknu vera spennandi og helsti hvatinn að því að hann hóf þetta nám. Hann gerir ráð fyrir að það verði næg atvinna fyrir fólk með þessa menntun enda séu viðskiptatengsl við Kína að sækja í sig veðrið hér á landi sem og víða annarstaðar og bætir við: ,,Við erum með stórfyrirtæki hér á landi sem þurfa á kínverskumælandi fólki að halda, bæði CCP og Marel eru með mikið af viðskiptum á Kínamarkaði og það er aldrei verra að vera með fólk í vinnu sem talar tungumálið.“ Hann segir jafnframt að í raun séu um þrjár leiðir í boði fyrir þá sem klára þetta nám og vilji nýta það í atvinnuskyni. ,,Það er að fara út og vinna á alþjóðlegum markaði eða á Kínamarkaði sjálfum, vinna hér heima hjá fyrirtækjum með tengsl við Kína eða stofna sín eigin viðskiptatengsl og nýta þar þá þekkingu og færni sem námið hefur veitt.“ -Jónína Sif Eyþórsdóttir „Það eru forréttindi að geta átt viðskipti í Kína,“ segir Davíð or lafsson, einn eiganda Hotels of Iceland og Húsaco. Davíð hefur um 8 ára farsæla reynslu af viðskiptum við Kínverja og ber landi og þjóð vel söguna. Hann tekur þó fram að markaðurinn sé ekki auðveldur né aðgengilegur fyrir Íslendinga. Menning og viðskiptasiðferði séu ólík vestrænum gildum og viðmiðum og því nauðsynlegt að kynna sér vel markaðinn áður en sótt sé á ný mið í austri. „Öll samningagerð er til að mynda mun ítarlegri og tímafrekari en það sem við þekkjum hér á Íslandi,“ segir Davíð og bætir við að það sé auðvelt fyrir fólk sem kann ekki tungumálið né inn á viðskiptaumhver ð í Kína að missa af góðum viðskiptatækifærum vegna þessa. Rekstur Hotels of Iceland og Húsaco er að miklu leyti í höndum kínversks meðeigenda Davíðs, Randal Zhang. „Það er ótvíræður kostur að hafa heimamann innan handar sem getur túlkað öll samskipti og samninga y r á ensku ef maður er sjálfur ekki sleipur í tungumálinu,“ segir Davíð. „Aðgengi að kínverskukennslu er sífellt að batna hér á landi. Ég get vel hugsað mér að skella mér í kínverskunám einhvern tímann.“ Starfsmenn fá frí Skrifstofa Hotels of Iceland og Húsaco í Kína verður lokuð í kringum kínversku áramótin. Allir starfsmenn fyrirtækisins, sem eru átta talsins, fá tveggja vikna frí. „Það er hefð fyrir að gefa fólki frí í kringum áramótin. Þetta er stærsta hátíð ársins og heimamenn halda hressilega uppá hana,“ segir Davíð. Starfsmennirnir nýta fríið vel, fara á heimaslóðir og heimsækja ættingja og vini. -María Skúladóttir Davíð or og Randal Zhang kínverskur meðeigandi hans. Þekking á kínverskri menningu mikilvæg Spennandi tækifæri bíða að námi loknu „Mér nnst kínverska vera mun auðveldara tungumál heldur en franska,“ segir Ellen Gunnarsdóttir nemi í kínversku við Menntaskólann við Hamrahlíð. Námið kom henni skemmtilega á óvart því hún bjóst við mun óknari málfræði. „Helsti munurinn á íslensku og kínversku er sá að í Kína eru ekki notuð öll þessu litlu orð eins og í íslenskunni, sem er mjög sniðugt,“ segir Ellen. Fallegt mál Tungumálið er mjög fallegt að hennar mati og hún hefur lært mjög mikið á stuttum tíma. Alls eru þrír kínverskir áfangar kenndir við skólann en Ellen lauk við fyrsta áfangann í fyrra. Hún hefur einnig lært um kínverska menningu í náminu og langar mikið til að ferðast til Kína. „Kínverska hefur verið kennd í MH með hléum frá því á áttunda áratuginum en samfellt frá árinu 2011 í samstar við Konfúsíusarstofnun,“ segir Lárus H. Bjarnason rektor við MH. Hann telur hagnýtt að læra kínverska tungu því það opni glugga að kínverskum menningarsvæðum sem séu orðin ansi stór í heimsþorpinu. Góður grunnur „Auðvitað verður fólk ekki altalandi í kínversku eftir þetta nám hjá okkur en þetta gefur þeim góðan grunn fyrir framtíðina,“ segir Lárus. Hann veit ekki til þess að kínverska sé kennd við aðra framhaldsskóla hér á landi og er mjög þakklátur Konfúsíusarstofnun fyrir samstar ð. Lárus telur jafnframt mikilvægt að bjóða ungu fólki upp á fjölbreytta tungumálakennslu. Námið henti vel öllum þeim sem hafa hug á samskiptum við kínverska menningarsvæðið og einnig þeim sem stefni á að læra kínversku eða asísk fræði við Háskóla Íslands. -Hildur G. Kristjánsdóttir og Jón Heiðar Gunnarsson Kínverskunámið kom skemmtilega á óvart Lárus H. Bjarnason rektor MH og Ellen Gunnarsdóttir kínverskunemi. Fólk hvaðanæva að úr samfélaginu hefur lagt stund á kínversku mállýskuna mandarín við Endurmenntun Háskóla Íslands. Frá því um haustið 2008 hefur Endurmenntun, í samstar við Konfúsíusarstofnun, boðið almenningi upp á hagnýt og stutt námskeið í kínversku. Námskeiðin eru á dagskrá á hverju misseri, mm vikur í senn og kennd tvisvar í viku. Konfúsíusarstofnun fær reglulega kínverska sendikennara til að kenna við Háskóla Íslands og sinna þeir þá einnig kennslunni hjá Endurmenntun sem fram fer á ensku. „Það er mikilvægt fyrir Endurmenntun að geta boðið nemendum upp á færa og reynslumikla, kínverska kennara,“ segir Jóhanna Rútsdóttir, sérfræðingur hjá Endurmenntun. Jóhanna bendir á gildi þess að kennararnir séu að kenna sitt móðurmál auk þess sem nemendur geti upplifað sterkari tengsl við land og þjóð þegar heimamaður sér um kennsluna. Tæplega tvöhundruð manns hafa setið byrjenda- og framhaldsnámskeið í kínversku hjá Endurmenntun. Kynjahlutfall nemenda er nokkuð jafnt að sögn Jóhönnu en nemendur námskeiðanna hafa verið allt frá 16 ára aldri að áttræðisaldri. Það er ekki bara tungumálið sem heillar heldur líka kínverskur menningarheimur. Vaxandi áhugi „Við hjá Endurmenntun nnum fyrir va andi áhuga á viðfangsefnum sem tengjast Kína,“ segir Jóhanna og nefnir sem dæmi vel sótt menningartengd námskeið Endurmenntunar um kínverskan samtíma, heimspeki, viðskiptahætti, list og táknfræði svo eitthvað sé nefnt. Þar opnast þátttakendum sýn inn í framandi heim, „það hafa ekki allir tök á því að ferðast um heiminn en á námskeiðum sem þessum býðst fólki skemmtilegt ferðalag í kennslustofunni.“ -Kristín Björk Jónsdóttir E k k i b a r a n á m s k e i ð h e l d u r l í k a f e r ð a l a g Mynd: Hrafnhildur JóhannesdóttirErlingur Þórir Egilsson.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.