Fréttablaðið - 09.02.2013, Síða 73
7
Kínversk stjörnuspeki á
ýmislegt sameiginlegt með
vestrænni stjörnuspeki, þó
það sé grundvallarmunur
á þeim. Þær skipta báðar
tímanum í 12 hluta, hver með
sitt merki, en í kínverskri
stjörnuspeki er hvert merki
í heilt ár. Í báðum útgáfum
eru tímabil kennd við dýr, en
vestræn stjörnumerki eru ekki
öll kennd við dýr. Í báðum er
staðan á hringrás stjarnanna
þegar maður fæðist talin ha
áhrif á persónuleika fólks og
lífsreynslu þeirra.
Nátengd heimspeki
Kínversk stjörnuspeki er
nátengd kínverskri heimspeki
og talar um jafnvægi yin og
yang og frumefnanna mm
viðar, elds, jarðar, málms
og vatns. Kínverskt tímatal
byggir á hringrás Júpíters
um sólina, sem tekur um
12 ár. Gregoríska tímatalið
er almennt notað í Kína, en
kínverska tímatalið er notað
fyrir stjörnuspeki og til að
nna dagsetningar ýmissa
hefðbundinna kínverskra
hátíða. Í kínversku tímatali
skiptist tíminn í 60 ára
hringrásir sem fela í sér
tvær styttri hringrásir,
þ.e stjörnumerkjanna
annars vegar og hins vegar
frumefnanna. Á hverju ári er
dýri hvers merkis stjórnað
af einhverju frumefni og yin
eða yang. Hvert merki kemur
upp á 12 ára fresti en sömu
samsetningar merkja og
frumefna koma aðeins
upp einu sinni á hverri 60 ára
hringrás.
Ekki bara 12 merki
Það er algengur
misskilningur, sérstaklega á
Vesturlöndum, að dýramerkin
12 séu einu merkin. Í raun
eru líka dýramerki fyrir
hvern mánuð, dag og hverja
klukkustund sólarhringsins.
Samkvæmt kínverskri
stjörnuspeki móta öll þessi
merki lífshlaup og örlög
manna. Því er hægt að átta
sig á örlögum fólks út frá
stöðu plánetanna, sólarinnar,
tunglsins og halastjarnanna í
sólker nu þegar fólk fæðist,
ásamt því að taka með í
reikninginn klukkan hvað
viðkomandi fæddist, í hvaða
mánuði og hvaða ár.
Þar sem kínverska nýárið
er ekki alltaf á sama degi,
er ekki alltaf skýrt í hvaða
merki fólk er. Þeir sem fæðast
í janúar eða snemma í febrúar
kunna að hafa fæðst áður en
kínverska nýárið kom og eru
þá í merki ársins á undan.
Magnús Björnsson,
forstöðumaður Konfúsíusar-
stofnunarinnar segir Kínverja
ekki hugsa mikið um
stjörnuspekina í daglegu
lí en hún sé rótgróin í
undirmeðvitund þeirra. „Í
fyrra var til dæmis gríðarleg
sprengja í barneignum í Kína
af því að það var ár drekans
og það er talið mjög farsælt að
fæðast á ári hans.“
-Oddur Freyr Þorsteinsson
Ekki alltaf ljóst í hvaða stjörnumerki fólk er
Í fyrra varð sprengja í barneignum í Kína því farsælt er talið að fæðast á ári drekans.
Kínverskum ferðamönnum
á Íslandi hefur fjölgað mikið
á undanförnum árum.
Í fyrra voru þeir 14.036
en árið á undan 8.784.
Aukningin bara milli síðustu
tveggja ára er því ,8 .
Samkvæmt upplýsingum frá
ferðaþjónustufyrirtækjum
berast margar fyrirspurnir frá
Kína og má því búast við að
ferðamönnunum haldi áfram
að fjölga. Jöklar vekja hvað
mesta kátínu Kínverjanna
enda fer lítið fyrir þeim í
heimalandinu.
Kröfuharðir ferðamenn
„Til að anna væntanlegri
fjölgun ferðamanna hingað
til lands eru nokkrir
Kínverjar, búsettir á
Íslandi, í leiðsögunámi við
Ferðamálaskóla Íslands til
að undirbúa sig fyrir að
ferðast með landa sína um
landið. En eins og margar
aðrar austrænar þjóðir eru
þeir mjög kröfuharðir um
að ferðin gangi snurðulaust
fyrir sig og skipulag sé gott,”
segir Friðjón Sæmundsson,
skólastjóri Ferðamálaskólans.
Ekki bara embættismenn
Hann segir jafnframt að
samsetning hópanna sem
hingað komi ha breyst. Áður
ha þetta meira eða minna
verið embættismenn á vegum
kínverska ríkisins en það sé
ekki svo lengur og Kínverjar
komi nú í skipulögðum
hópum til Norðurlandanna
og heimsæki Ísland í leiðinni.
Margir þeirra, frá Tævan og
Hong Kong, séu nokkurs
konar „VIP” ferðamenn þar
sem þeir virðist hafa næga
peninga milli handanna.
Kínverska og kínverskir siðir
Fyrirhugað er að fara af stað
með námskeið í mars með
það að markmiði að undirbúa
íslenska ferðaþjónustuaðila
og aðra áhugasama fyrir
að taka á móti þessum
mikla fjölda Kínverja á
komandi árum. Námskeiðið
er samstarfsverkefni
Ferðamálaskólans og
Konfúsíusarstofnunarinnar
Norðurljósa og felur í sér 40
kennslustundir sem skiptast
jafnt í kínversku annars vegar
og kínverska menningu, siði
og venjur hinsvegar. Lögð
verður megináhersla á talmál
sem nýtist í ferðaþjónustu og
þætti í menningu Kínverja
sem hafa áhrif á samskipti
þeirra. Jafnframt verður
fjallað um ferðavenjur þeirra
erlendis og margt eira.
-Edda Sif Pálsdóttir
Fe r ð a f ó l k i f r á K í n a
h e f u r f j ö l g a ð h r a t t
Kínverskum ferðamönnum hér á landi fjölgaði um nærri 60 í fyrra frá árinu áður.