Fréttablaðið - 09.02.2013, Qupperneq 105
LAUGARDAGUR 9. febrúar 2013 | SPORT | 77
DEILDAR- OG BIKARLEIKIR HAUKA OG FH 2010-2012
2010
+13 (31-18)
+2 (20-18)
+8 (22-14)
+6 (26-20)
+9 (28-19)
+6 (31-25)
+9 (25-16)
+1 (25-24)
Deild, 10. nóvember, Kaplakriki
Deild, 30. mars, Ásvellir
Bikar, 12. febrúar, Ásvellir
Deild, 9. febrúar Ásvellir
2011
+1 (24-23)
+5 (21-16) Deild, 19. desember, Kaplakriki
Deild, 31. mars, Kaplakriki
Deild, 30. nóvember, Kaplakriki
Deild, 9. október, Ásvellir
Deild, 11. mars, Kaplakriki
Deild, 8. febrúar, Kaplakriki
2012
5 sigrar 5 sigrar
HANDBOLTI Haukar geta svo gott sem tryggt sér
deildarmeistaratitilinn í N1 deild karla í hand-
bolta með sigri á FH í Hafnarfjarðarslagnum
sem hefst klukkan 15.00 í dag í Schenker-höll-
inni á Ásvöllum. Haukar ná tíu stiga forskoti
á FH með sigri í leiknum en þetta er síðasti
leikurinn fyrir þriðja og síðasta hluta deildar-
keppninnar.
Haukar hafa unnið tíu deildarleiki í röð og
hafa ekki tapað deildarleik á tímabilinu (25 stig
af 26 mögulegum) en FH-ingar (17 stig í 2. sæt-
inu) hafa unnið fimm síðustu deildarleiki sína.
FH-ingar eru samt eflaust enn í sárum eftir
þrettán marka skell (18-31) í fyrri leik liðanna
í Kaplakrika í nóvember. Það hefur verið hefð
fyrir því í Hafnarfirði síðustu ár að þessir miklu
erkifjendur í Hafnarfirði hafa skipst á að vinna
í innbyrðisleikjum liðanna í deild og bikar.
Það þarf reyndar mikla sveiflu að þessu sinni
eftir stórsigur Hauka í síðasta leik en slíkt hefur
þó gerst áður eins og sést á 18 marka sveiflu
milli leikja liðanna í október (FH vann 28-19)
og nóvember (Haukar unnu 25-16) 2010. Hér til
hliðar má sjá hvernig liðin hafa skipst á að vinna
og hvernig bæði hafa unnið fimm af síðustu tíu
Hafnarfjarðarslögum í deild og bikar.
Eini úrslitaleikur liðanna á þessu tímabili er
ekki með í þessari upptalningu en Haukar unnu
FH 25-20 í Strandgötu í úrslitaleik Flugfélags
Íslands deildarbikarnum í desember 2011.
- óój
Hefndin er orðin að hefð í Hafnarfi rðinum
Haukar geta nánast tryggt sér deildarmeistaratitilinn í karlahandboltanum með sigri á FH á Ásvöllum í dag.
ÚRSLIT
DOMINOS-DEILD KARLA Í KÖRFU
ÞÓR ÞORL. - STJARNAN 105-100 (47-47)
Stig Þórs: Benjamin Smith 43 (7 stoðs.), David
Jackson 29, Guðmundur Jónsson 12, Darrel Flake
8 (10 frák.), Þorsteinn Ragnarsson 7, Baldur
Ragnarsson 3, Darri Hilmarsson 3.
Stig Stjörnunnar: Jarrid Frye 35, Justin Shouse
32, Brian Mills 12 (8 frák.), Kjartan Kjartansson
10, Fannar Freyr Helgason 4, Marvin Valdimarsson
4, Jovan Zdravevski 2, Oddur Kristjánsson 2.
TINDASTÓLL - FJÖLNIR 86-84 (55-48)
Hreinn Gunnar Birgisson skoraði sigurkörfu
Tindastóls 0,4 sekúndum fyrir leikslok. Þetta var
sjötta tap Fjölnis í röð.
Stig liða í deildinni: Grindavík 24, Þór 22,
Stjarnan 22, Keflavík 20, Stjarnan 18, KR 16,
Njarðvík 12,Skallagrímur 12, KFÍ 10, Tindastóll 8,
Fjölnir 8, ÍR 8.
HANDBOLTI Valsmenn ráku í gær
þjálfara sinn Patrek Jóhannsson
en hann átti að stýra liðinu þar
til Ólafur Stefánsson tekur við á
Hlíðarenda næsta sumar. Vals-
menn hafa aðeins náð í tvö stig út
úr síðustu sjö leikjum sínum í N1-
deild karla. Heimir Ríkharðsson
mun stýra liðinu til loka tímabils-
ins en Patrekur er áfram þjálfari
Austurríkis og tekur við Haukum
í sumar. - óój
Ráku Patrek