Fréttablaðið - 09.02.2013, Page 110
9. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 82
„Ég var bara
asni.“
SÖNGVARINN
JOHN MAYER
MÆTTI Í VIÐTAL
Í SJÓNVARPS-
ÞÁTTINN CBS THIS
MORNING OG
RÆDDI MEÐAL
ANNARS UM ÞAU
LJÓTU UMMÆLI
SEM HANN HEFUR
LÁTIÐ FALLA UM
FYRRVERANDI
KÆRUSTUR SÍNAR.
Vekur lukku
Haust- og vetrarlína Ostwald
Helgason heldur áfram að vekja
rífandi lukku meðal tískuunnenda
um allan heim. Söngkonan Solange
Knowles, yngri systir Beyoncé,
klæddist fatnaði frá hinu hálfíslenska
merki við Essence-há-
tíðina í Hollywood á
miðvikudag. Hátíðin,
sem er til heiðurs
svörtum konum í
tónlistariðnaðinum,
var haldin í fjórða
sinn í ár. Ostwald
Helgason er í
eigu Ingvars
Helgasonar
og Susanne
Ostwald.
„Það er svolítið skemmtilegt að
vera klukka. En það er verulega
skrítin tilfinning,“ segir leikarinn
Ólafur Darri Ólafsson.
Hann tekur við af Ingibjörgu
Björnsdóttur leikkonu sem rödd
klukkunnar síðar í þessum mán-
uði og mun því svara með djúpri
og ómþýðri rödd sinni þegar fólk
hringir í 115 og biður um tímann.
Ólafur Darri verður fyrsti karl-
maðurinn sem gegnir hlutverk-
inu. Fyrsta Ungfrú klukka leit
dagsins ljós 1937 þegar Halldóra
Briem ljáði henni rödd sína. Sig-
ríður Hagalín leikkona tók við af
henni og var klukkan í þrjátíu ár
en frá 1994 hefur Ingibjörg talað
fyrir klukkuna. Núna er röðin
komin að Ólafi Darra, sem hélt að
enginn hringdi lengur í klukkuna
þegar honum var boðið starfið.
„Ég man eftir því að maður gerði
það oft fyrir tíma gemsans.“
Aðspurður segist hann vera
stundvís maður og því á þetta
nýja starf eflaust vel við hann.
„Mér finnst ég sæmilega stund-
vís en ég er ekki viss um að aðrir
séu sammála því.“
Ólafur Darri er einnig orðinn
rödd Símans, sem hefur einmitt
klukkuna á sinni könnu, og tekur
hann við því starfi af leikstjór-
anum Reyni Lyngdal. Leikarinn
hefur töluverða reynslu af radd-
setningu því hann var rödd Skjás
eins þangað til fyrir áratug. Einn-
ig var hann rödd Sambíóanna
og N1 í mörg ár. „Ég var mjög
ánægður með fyrri vinnuveitend-
urna. Það var gott að vinna með
þeim en hagræðingin fyrir mig
felst í því að bæði er spennandi
að vinna fyrir Símann og svo var
ég alltaf að lesa fyrir tvö fyrir-
tæki. Það er gott að vera bara á
einum stað.“
Hvernig lýsir starfið sér? „Ég
þarft alltaf að koma nokkrum
sinnum í mánuði þegar það koma
nýir hlutir sem þarf að gera. Svo
eru það klassíkerar sem maður
gerir bara einu sinni, eins og
símsvarar og annað slíkt. Þetta
er alveg smá vinna en ekki mikil.“
Aðspurður hvað það er við rödd-
ina hans sem er svona eftirsóknar-
vert segist hann ekki vita það með
vissu. „Röddin mín er bara guðs-
gjöf og ég er afskaplega þakklátur
fyrir hana. Við leikarar erum síst
of launaháir og hún hefur hjálp-
að mér að lifa sómasamlegu lífi í
þessu starfi.“
Þarftu ekki að passa vel upp á
röddina, eins og söngvarar gera
jafnan? „Ég segi það nú ekki en
ég er hættur að reykja. Það er það
sem ég er ánægðastur með að hafa
lagt í púkkið.“
freyr@frettabladid.is
Ólafur Darri er hin
nýja ungfrú klukka
Leikarinn Ólafur Darri Ólafsson verður rödd klukkunnar og Símans.
LES FYRIR KLUKKUNA OG SÍMANN Ólafur Darri Ólafsson mun lesa fyrir klukkuna
og Símann í framtíðinni. FRÉTTABLAÐIÐA/ANTON
Í janúar síðastliðnum bárust 5.880
símtöl í klukkuna, samkvæmt
upplýsingum frá Símanum. 2.086
símtalanna komu úr farsímum, 3.774
úr heimasímum og 20 úr tölvusím-
um. Hvert símtal kostar 25,3 krónur
og var því samanlagt hringt í klukkuna
fyrir tæpar 150 þúsund krónur í síðasta
mánuði. Ef þessi upphæð er margfölduð
með tólf gæti upphæðin numið um 1,8
milljón króna þegar árið er á enda.
Þriðja hljómplata Retro Stefson, sem er samnefnd
hljómsveitinni, kemur út í Evrópu og Bandaríkj-
unum í mars á vegum Les Frères Stefson, sem er
útgáfufélag Retro Stefson. Hún kemur út í samstarfi
við breska fyrirtækið Republic of Music sem annast
framleiðslu, dreifingu og markaðssetningu.
Risinn Universal í Þýskalandi, nánar tiltekið
Vertigo, mun því ekki gefa plötuna út. Samningur
var gerður um plötuna Kimbabwe og var hann ekki
endurnýjaður.
Í kjölfar útgáfunnar heldur Retro Stefson í tveggja
mánaða tónleikaferð um Evrópu til að fylgja henni
eftir. Fyrstu tónleikarnir verða í Kennedy Center í
Washington og eftir það er förinni heitið til Evrópu.
Fyrst spilar hljómsveitin á bransahátíðinni by:Larm
í Noregi 13. og 14. febrúar og daginn eftir á Són-
ar-hátíðinni í Reykjavík. Í maí er förinni heitið til
Austur-Evrópu og síðan á fjölmargar tónlistarhátíðir
í Evrópu.
Retro Stefson var tilnefnd til sex verðlauna á
Íslensku tónlistarverðlaunum fyrir nýjustu plötu
sína, auk þess að vera tilnefnd til Norrænu tónlistar-
verðlaunanna. - fb
Gefur sjálf út plötuna erlendis
Hljómsveitin Retro Stefson hefur stofnað útgáfufélagið Les Frères Stefson.
RETRO STEFSON Hljómsveitin gefur sjálf út plötuna sína úti
í heimi.
5.880 símtöl bárust í
klukkuna í janúar
14. - 17.febrúar á Ísafirði
Fyrir byrjendur og lengra komna
Fossavatnsgangan á Ísafirði stendur fyrir skíðagöngu-
námskeiði14.-17.febrúar n.k. í samstarfi við Skíðafélag
Ísfirðinga, Ísafjarðarbæ og Hótel Í safjörð. Námskeiðið
er ætlað bæði þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref á
gönguskíðum og þeim s em e ru lengra komnir.
Leiðbeinendur með áratuga reynslu af kennslu og
keppni sem flestir hafa unnið til verðlauna á Íslands-
meistaramótum. Yfirkennari er Daníel Jakobsson marg-
faldur Íslandsmeistari og Ólympíufari.
Verð: 29.800 kr. á mann.
Innifalið:
Gisting í 3 nætur á Hótel Ísafirði með morgunverði.
Námskeiðisgjald s em er 12.000 k r. e r innifalið.
Aukanótt kostar 5.000 kr.
Nestispakki - smurt af hlaðborði 900 kr.
Aukagjald á nóttu ef gist er í eins manns
herbergi 4.000 kr.
Nánari upplýsingar í síma 456 4111
hotelisafjordur.is & fossavatn.com
SÉRHÆFÐIR ÞÝÐENDUR
Út er komin á vegum Forlagsins bókin
Svona á að elska– leiðarvísir fyrir eldheita
elskendur. Það er Sveinn Guðmarsson,
fréttmaður á RÚV, sem hefur veg og
vanda af því að snara ritinu yfir á íslensku.
Hann ætti að vera orðinn öllum hnútum
kunnugur í tungutaki Amors því áður
hefur hann þýtt bækurnar Súpersex og
Lostaleiki eftir kynlífsgúrúinn Tracy Cox. Og
skyldi hann einhvern tímann reka í vörð-
urnar þarf ekki að leita langt eftir ráðum,
því eiginkona Sveins og samstarfsmaður
hans á RÚV, Þórhildur Ólafsdóttir, þýddi
bókina Kama Sutra eftir sama höfund fyrir
nokkrum árum. - kg