Fréttablaðið - 12.02.2013, Page 6

Fréttablaðið - 12.02.2013, Page 6
12. febrúar 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Númer hvað er þrettánda hæðin á Höfðatorgi? 2. Hvar vill starfshópur á vegum Reykjavíkurborgar láta gera nýjar sundlaugar? 3. Hvað heitir formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga? SVÖR 1. Hún er númer fjórtán. 2. Í Fossvogi og Vatnsmýri. 3. Elsa B. Friðfi nnsdóttir. LÖGREGLUMÁL Tveir piltar, sautján til átján ára, lentu í átökum í miðbæ Vestmannaeyja á öðrum tímanum aðfaranótt sunnudags sem lyktaði með því að annar þeirra stakk hinn með vasahníf. Sá stungni fékk sár við olnbogabótina og missti talsvert blóð, að sögn lögreglu. Hann fékk aðhlynningu og var saumaður á sjúkra- húsi. Sá sem mundaði hnífinn gaf sig fram við lögreglu, var yfirheyrður og sleppt í kjöl- farið. Ekki þótti ástæða til að vista hann í fangageymslum um nóttina, en það hefði auk þess kostað útkall á lögreglumanni þar sem lögreglustöðin er lokuð frá því klukkan þrjú á nóttunni. „Við höfum þurft að skera mikið niður eins og aðrar stofnanir og það er engin vakt eftir þrjú,“ segir Jóhannes Ólafsson, yfirlögreglu- þjónn í Eyjum. „Ef það þarf að setja einhvern inn þá þarf að hafa menn á aukavakt til þess – og auðvitað gerum við það ef á þarf að halda.“ Ólafur er hins vegar ekki sáttur við ástand- ið. „Það er verið að fara nánast hundrað ár aftur í tímann. Það er ótækt í bæjarfélagi sem telur nánast fimmtán þúsund manns að það sé ekki full vakt alla nóttina. Ég tala nú ekki um á sumrin þegar fjölgar um tugi þúsunda.“ - sh Yfirlögregluþjónn í Eyjum segir ótækt og forneskjulegt að hafa lögreglustöðina ekki opna alla nóttina: Stakk mann og var sleppt eftir játningu ÚTI Í EYJUM Það kostar tilstand að vista mann í fanga- klefa eftir klukkan þrjú að nóttu í Vestmannaeyjum. MYND/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON SPILAR ÞÚ STYRKIR OKKUR ÞEGAR ÞÚ Þegar þú spilar í kössunum okkar styrkir þú Rauða krossinn, SÁÁ og Slysavarnafélagið Landsbjörg. HEILBRIGÐISMÁL Slímhúðarskemmd- ir í munni og önnur mein af völdum tóbaks sem sett er í munn getur komið af stað ferli sem endar með krabbameini. Þetta segir Agnes Smáradóttir, krabbameinslæknir á Landspítalanum. Hún segir tann- lækna hafa orðið vara við slíkar skemmdir og kveðst óttast að munntóbaksnotkun ungmenna nú eigi eftir að koma fram í holskeflu krabbameins í munnholi og hálsi eftir um tuttugu ár eða svo. „Ef skemmdir sjást í fólki á tví- tugsaldri þá verður það um fertugt eftir tuttugu ár, og það er heldur ungt til að fá krabbamein.“ Hingað til segir Agnes mjög erfitt hafa verið að meðhöndla krabba- mein í munnholi og hálsi. „Þau dreifa sér ekki mikið, en vaxa mjög aggressívt, þannig að kannski þarf að taka kjálkann eða tunguna. Það er meiriháttar mál að fá þessa teg- und krabbameins.“ Agnes varar við fullyrðingum, sér í lagi í tengslum við frumvarp til breytinga á lögum um tóbaks- varnir, um að munntóbak sé skað- lítið, eða góður kostur fyrir fólk sem vilji hætta að reykja. „Ég veit nú samt ekki til þess að gerðar hafi verið rannsóknir á íslensku tóbaki, en geri ekki ráð fyrir að það sé bráðhollt í saman- burði við erlent munntóbak, þótt vissulega geti það verið misjafnt.“ Margbúið er að sýna fram á skað- semi munntóbaks í erlendum rann- sóknum, þar á meðal nýjum rann- sóknum á „sænsku snusi“ sem bendi til að notkun þess leiði til aukinnar hættu á krabbameini í munnholi og hálsi. „Og maður hefur af þessu verulegar áhyggjur því markhópur- inn sem er að nota þetta eru ungir íþróttamenn.“ Agnes segir umræðuna nú minna á umræðu um reykingar fyrir um þrjátíu árum. „Þá hafði enginn trú á því að þetta gæti haft einhvern skaða í för með sér. En svo kemur í ljós að í heiminum deyja hundruð milljóna manna af völdum reyk- inga.“ olikr@frettabladid.is Munntóbakið valdi hrinu krabbameina Krabbameinslæknir óttast að afleiðingar munntóbaksnotkunar ungmenna muni koma fram síðar í aukinni tíðni alvarlegra krabbameina hjá fólki á besta aldri. Umræðan nú sé eins og tíðkaðist um sígarettur fyrir þrjátíu árum. HEFUR ÁHYGGJUR Agnes Smáradóttir, krabbameinslæknir á Landspítalanum, óttast að aukin notkun munntóbaks eigi eftir að skila sér í holskeflu krabbameins- tilvika hjá fólki á besta aldri þegar fram líða stundir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON TÓBAK Ungir íþróttamenn eru meðal þeirra sem líklegastir eru til að nota munn- tóbak. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SAMFÉLAGSMÁL Kvennaathvarfið flutti í nýtt hús um síðustu helgi. Húsið var keypt og endurbætt fyrir gjafa- og söfnunarfé. „Í nýja húsinu eru fleiri svefn- herbergi, fleiri baðherbergi og almennt betri aðstaða svo meira næði verður innanhúss, auk þess sem næturlíf miðborgarinnar mun ekki halda vöku fyrir íbúum hússins,“ segir í tilkynningu frá athvarfinu. Aðgengi fyrir hreyfi- hamlaða er betra og börn fá sitt pláss bæði inni og úti. - þeb Fluttu um helgina: Kvennaathvarf í nýtt húsnæði PERSÓNUVERND Fjölskylduhjálp Íslands er heimilt að krefja þá sem leita matarstoðar hjá félaginu um afrit af skattfram- tali. Persónuvernd hefur úrskurð- að að vinnsla Fjölskylduhjálpar- innar á framtölunum sé í þágu líknarsamtaka og teljist liður í lögmætri starfsemi þeirra. Félagið sagði þessa kröfu hafa verið gerða í kjölfar mikill- ar aukningar á umsóknum um aðstoð. Það var kona ein sem leitaði aðstoðar hjá Fjölskylduhjálpinni í fyrravor sem óskaði eftir áliti Persónuverndar á málinu. Sagði konan meðal annars að hvorki væri gefin kvittun fyrir móttöku framtalsins né trúnaði heitið. Fjölskylduhjálpin í rétti: Má krefjast skattframtals FJÖLSKYLDUHJÁLPIN Vilja kanna þörf umsækjenda. VINNUMARKAÐUR Atvinnuátaksverkefnið Liðs- styrkur hefur farið afar vel af stað, segir á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga. Um 600 störf hafa nú þegar verið skráð í starfabankann, þar af hefur Reykjavíkurborg skráð um 150 störf, Kópavogur um 100 og sveit- arfélög á Suðurnesjum um 50. Liðsstyrkur er átaksverkefni sem hóf göngu sína í janúar 2013. Markmiðið með verkefninu er að virkja atvinnuleitendur sem hafa fullnýtt rétt sinn innan atvinnu- leysistryggingakerfisins til þátt- töku að nýju á vinnumarkaði. Auk Vinnumálastofnunar standa að verkefninu fjölmarg- ir aðilar; ríkið, aðilar vinnu- markaðarins og sveitarfélög. Stefnt er að því að skapa allt að 2.200 sex mánaða starfstengd vinnumarkaðs úrræði á árinu 2013. - shá Átaksverkefnið Liðsstyrkur: Um 600 störf þegar skráð Í VINNU Ætlunin er að skapa 2.200 tækifæri fyrir langtímaatvinnulausa. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM RÚSSLAND 18 fórust í kolanámu Átján námuverkamenn fórust þegar sprenging varð í kolanámu í norður- hluta Rússlands í gærmorgun. 240 manns voru að störfum þegar spreng- ingin varð, en talið er að metangas hafi safnast þar fyrir. VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.