Fréttablaðið - 12.02.2013, Side 20

Fréttablaðið - 12.02.2013, Side 20
Bílar ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 20132 Einn af stærri jepplingum sem bjóðast hér á landi er Kia Sorento. Sorento hefur selst vel hér á landi undanfarin ár og 115 ný eintök komu á götuna í fyrra og 94 árið 2011. Í fyrra var því einn af hverjum 69 nýju bílum sem komu á götuna af gerðinni Kia So- rento. Kia Sorento á systurbíl í Hy- undai Santa Fe og deila þeir fleiru en vélbúnaði. Nýjasta árgerð So- rento er talsvert breytt frá fyrri gerð og munar vel um þær breyt- ingar. Þessi breyting telst þó ekki til nýrrar kynslóðar bílsins, en hann kom fyrst með þessu útliti af 2010 árgerð. Bíllinn fær nú alger- lega nýjan og betri undirvagn, en dulitlar útlitsbreytingar hafa einn- ig orðið á honum sem og jákvæð- ar breytingar í innanrými. Að utan munar mestu á fram- og afturenda bílsins og hann hefur nú fengið lóðrétt þokuljós sem setja nokkuð nýjan svip á laglegan bílinn. Léttari, stífari og betri Kia Sorento var bæði prófaður í nágrenni Barcelona sem og við erfiðari vetraraðstæður hérlend- is. Sorento hefur fengið alveg nýja fjöðrun sem gert hefur hann að mun betri akstursbíl. Í hann er nú notað mun meira hástyrktar- stál en áður sem gert hefur hann bæði léttari og stífari. Sorento er þó áfram jepplingur af stærri gerð- inni og fyrir þyngd hans og stærð finnst og allar hreyfingar hans minna enn þá meira á jeppa en fólksbíl. Á móti kemur að hann er einstaklega rúmur og mikill bíll sem tekur marga farþega og mik- inn farangur. Engin breyting hefur orðið á vélinni sem í boði er, hún er áfram 2,2 lítra dísilvél, 197 hest- afla og togar 422 Nm. Sorento er aðeins í boði hér á landi með þess- ari vél, enda lítil ástæða til annars. Í fyrsta lagi er þetta afar góð vél og öflug og hún er sparneytin að auki og eyðir aðeins 6,7 lítrum í blönduðum akstri. Með henni er þessi tæplega 1.900 kg jepplingur 10,7 sekúndur í hundraðið og ein- hvern veginn skortir hann aldrei afl. Fyrir vikið verður Sorento ári skemmtilegur bíll að leika sér á ef sá gállinn er á manni. Hann á þó nokkuð mikið í land að jafna akstursánægju úrvalsjeppa eins og Porsche Cayenne eða BMW X5, en hafa verður í huga að þar er um að ræða helmingi dýrari bíla og því er sá samanburður allt að því ósanngjarn. Margir aðrir jepp- lingar sem bjóðast eru með mun aflminni vélar svo það verður að teljast með einum stærsta kosti Sorento hversu öflugur hann er. Með þessa sterku vél getur hann að auki tekið í tog tveggja tonna aftanívagn. Það eykur sannarlega notagildi hans. Sorento er með 6 gíra sjálfskiptingu sem vinnur vinnuna sína rétt, lítið finnst fyrir Flottur jepplingur af stærri gerðinni Með miklu innanrými og stórri og öflugri dísilvél er Sorento meiri bíll en margur annar jepplingurinn. 2,2 dísilvél – 197 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla: 6,7 l./100 km í blönduðum akstri Mengun: 175 g/km CO2 Hröðun: 10,7 sek. Hámarkshraði: 190 Km/klst Verð: frá 7.760.777 kr. Umboð: Askja Kia Sorento Nýr Sorento fær alveg nýjan og betri undirvagn og fjöðrun. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Reynsluakstur Kia Sorento Öflug 197 hestafla vél sem eyðir samt aðeins 6,7 lítrum á hundraði. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Boltinn á Xinu 977 – alla virka daga kl. 11 - 12

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.