Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.03.2013, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 02.03.2013, Qupperneq 6
2. mars 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6 Álftanes, Garðabær, Garður, Grindavík, Kjósarhreppur, Mosfellsbær, Reykjanesbær, Sandgerði, Seltjarnarnes, Vogar. Rétt til þess að sækja um eftirfarandi ferðir, hefur sérhver kona sem veitir eða hefur veitt heimili forstöðu án launagreiðslu fyrir það starf. Eystrasaltssigling - Stokkhólmur, Tallinn, St. Pétursborg og Helsinki 7. – 12. maí Töfraperlur Spánar - Barcelona o.fl. 6. – 13. ágúst Aðventuferð til München 5. – 8. desember Eftirtaldar konur veita nánari upplýsingar og taka á móti pöntunum í síma á milli kl. 17:00 og 19:00 á virkum dögum frá 4. – 11. mars. Svanhvít Jónsdóttir 565 3708 Ína Jónsdóttir 421 2876 Guðrún Eyvindsdóttir 422 7174 Valdís Ólafsdóttir 566 6635 Sigrún Jörundsdóttir 565 6551 Orlofsnefndin Húsmæðraorlof Gullbringu- og Kjósarsýslu 2013 EFNAHAGSMÁL Selja á Íslands- banka og Arion banka til inn- lendra aðila með samtals 105 milljarða króna afslætti, endur- fjármagna Orkuveitu Reykja- víkur (OR) að fullu og útvega Landsbankanum nægan erlendan gjaldeyri til að geta greitt af 300 milljarða króna skuldabréfaskuld sinni. Þetta kemur fram í skjali sem sýnir eina af þeim sviðs- myndum sem unnið er eftir í við- ræðum stjórnvalda og kröfuhafa Glitnis og Kaupþings. Margt í sviðsmyndinni rímar við þær fréttir sem sagðar hafa verið af viðræðunum undanfarna daga. Tilgangur þeirra er að klára nauðasamning beggja þrotabú- anna, binda íslenskar eignir þeirra og taka með því stórt skref í átt að afnámi gjaldeyrishafta. Í sviðsmyndinni, sem Frétta- blaðið hefur undir höndum, er lagt til að Íslandsbanki verði seld- ur fyrir 0,55 prósent af bókfærðu eigin fé bankans og að greitt verði fyrir með erlendum eignum. Sam- kvæmt skjalinu á það að skila um 55 milljarða króna afslætti, eða „klippingu“ eins og það er kallað þar. Samhliða á að skipta á lána- söfnum sem heita Holt og Haf, og eru í eigu Glitnis, og þeim inn- stæðum í erlendum gjaldeyri sem eru í Íslandsbanka. Í Hafi voru upphaflega sjávar- útvegsfyrirtæki og fleiri félög. Í Holti voru fasteignafélög í Evrópu og á Íslandi. Lánasöfnin tvö, sem upphaflega voru sett að veði fyrir veðlánum hjá Seðlabanka Evrópu fyrir hrun, eru metin á 88,5 milljarða króna í bókum Glitnis. Erlendur innstæðurnar í Íslandsbanka voru hins vegar um 67 milljarðar króna um síð- ustu áramót. Þessi skipti verða ekki gerð með neinum afslætti og því er ljóst að meira af erlendum eignum en bara innstæður þurfa að fara yfir til Glitnis. Þá á að flytja gjaldmiðlaskipta- samning sem Íslandsbanki er með við Seðlabanka Íslands yfir til Glitnis. Enginn afsláttur á heldur að vera á þeim skiptum. Í skjal- inu segir að þessar aðgerðir muni skila því, að meðtöldum rekstrar- kostnaði af starfsemi Glitnis næstu árin, að eignir þrotabús- ins í íslenskum krónum fari þá niður í núll. Þær eru bókfærðar á 254,5 milljarða króna í ársupp- gjöri Glitnis fyrir árið 2012. Sviðsmyndin gerir einnig ráð fyrir því að Kaupþing selji Arion banka fyrir 55 prósent af bók- færðu eigin fé bankans og að það muni skila um 50 milljarða króna afslætti. Eignir Kaupþings í íslenskum krónum voru 197,7 milljarðar króna um mitt síðasta ár og sam- kvæmt sviðsmyndinni færu þær niður í núll með þessari aðgerð, þegar búið er að taka tillit til rekstrarkostnaðar á starfsemi Kaupþings næstu árin. Þegar búið verður að ganga frá ofangreindu er það mat þeirra sem skrifa skjalið að hægt verði að ganga frá nauðasamningum bæði Glitnis og Kaupþings. thordur@frettabladid.is Vilja selja banka með 105 milljarða afslætti Fréttablaðið hefur sviðsmynd sem notuð er í viðræðum stjórnvalda og kröfuhafa Glitnis og Kaupþings undir höndum. Selja á Íslandsbanka og Arion með miklum afslætti, endurfjármagna OR og tryggja Landsbankanum mikið magn af gjaldeyri. Sviðsmyndin fjallar líka um „aðrar aðgerðir“ sem eru taldar geta leitt til þess að gjaldeyrishöftum verði aflétt. Þar er meðal annars sagt að „sjóðir á vegum stærstu kröfuhafanna bjóðist til að endurfjármagna Orkuveitu Reykjavíkur– þessar viðræður eru langt komnar en skilyrði fyrir því að sjóðirnir komi að þessu er að Glitni og Kaupþingi verði veitt heimild til nauðasamninga. Goldman Sachs er að vinna í þessum viðskiptum.“ Orkuveita Reykjavíkur skuldaði alls 229,2 milljarða króna í lok september síðastliðins. Ef nauðasamningar nást, og útgreiðslur til kröfuhafa hefjast, reikna ráðgjafar Glitnis og Kaupþings með að innlendir kröfuhafar beggja búa fái um 40 milljarða króna greiðslu í gjaldeyri til sín á árinu 2013. Hann er skilaskyldur og mun því verða eign Seðlabankans. Sá gjaldeyrir verður, samkvæmt sviðsmyndinni, síðan notaður til að hjálpa Landsbankanum með sínar greiðslur á næstu árum, en hann þarf að borga þrotabúi sínu um 300 milljarða króna í erlendum gjaldeyri fram til ársins 2018. Afgang þess gjaldeyris á að afla með skuldabréfaútgáfu Arion banka og Íslandsbanka erlendis. Arion banki reið á vaðið með slíka útgáfu í síðustu viku og gaf út bréf fyrir 500 milljónir norskra króna. Í skjalinu segir: „Goldman er líka með puttana í þessu“. Höfundar þess búast síðan við að Íslandsbanki fari í sambærilegt útboð innan tíðar og að afrakstri beggja verði, beint eða óbeint, ráðstafað í þágu Landsbankans. „Goldman er líka með puttana í þessu“ TIL SÖLU Legið hefur fyrir að kröfuhafar gömlu bankanna ætla sér ekki að eiga þá nýju til langs tíma. Líklegra er talið að Íslandsbanki verði seldur á undan enda hefur hópur fjárfesta, undir forystu Framtakssjóðs Íslands, gert óformlegt tilboð í hann. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Umfjöllun ársins ■ Egill Ólafsson, Morgunblaðinu, fyrir fréttaflutning af illviðri. ■ Kristjana Guðbrandsdóttir, DV, fyrir greinaflokk um einhverfu. ■ Sunna Valgerðardóttir, Frétta- blaðinu, fyrir fréttaskýringar um stöðu geðfatlaðra. Rannsóknarblaðamennska ■ Andri Ólafsson, Stöð 2, fyrir fréttir af fjárhagsvanda Eirar. ■ Jóhann Bjarni Kolbeinsson, RÚV, fyrir umfjöllun um kadmíum í áburði og notkun iðnaðarsalts í matvælum. ■ Jóhannes Kr. Kristjánsson, Kast- ljósi, fyrir umfjöllun um skýrslur Ríkisendurskoðunar um bókhalds- kerfi ríkisins. Viðtal ársins ■ Anna Brynja Baldursdóttir, Vikunni, fyrir viðtal við Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup. ■ Sigmar Guðmundsson, Kastljósi, fyrir viðtal við Eirík Inga Jóhannsson. ■ Skapti Hallgrímsson, Morgun- blaðinu, fyrir viðtal við tónlistar- manninn Valmar Valjots. Blaðamannaverðlaun ársins ■ Ingi Freyr Vilhjálmsson, DV, fyrir umfjöllun um fiskveiðar við Afríku og ýmis skrif um viðskipti. ■ Ragnar Axelsson, Morgunblaðinu, fyrir umfjöllun og myndir af stórum pollum á Grænlandsjökli. ■ Una Sighvatsdóttir, Morgunblaðinu, fyrir greinaflokk um umferðarslys. Tilnefningar til Blaðamannaverðlauna FJÖLMIÐLAR Sunna Valgerðar- dóttir, blaðakona á Frétta- blaðinu, er tilnefnd til blaðamannaverðlauna Blaða- mannafélags Íslands árið 2012 fyrir umfjöllun sína í Frétta- blaðinu um stöðu geðfatlaðra. Sunna skrifaði röð fréttaskýr- inga í október og nóvember, en í rökstuðningi dómnefndar kemur fram að fréttaskýringaröðin hafi verið áhrifamikil, heildstæð og vel unnin. - þeb Fréttablaðið tilnefnt: Umfjöllun um stöðu geðveikra
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.