Fréttablaðið - 02.03.2013, Side 22

Fréttablaðið - 02.03.2013, Side 22
2. mars 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 22 Lawrence er boðið hlutverk Katniss Everdeen í Hungur- leikunum. Sama ár leikur hún ham- skiptinn Mystique í smellnum X-Men: Origins. Hún og mótleikari hennar, Nicholas Hoult, fella hugi saman en hann gerir það gott um þessar mundir í myndinni Warm Bodies. Þau hættu á saman á dögunum eftir tveggja ára samband. HELGIN Hluti af fornu risameginlandi hefur verið uppgötvaður undir botni Indlands- hafs. Talið er að fyrir um það bil einum milljarði ára hafi svæði, sem nefnt hefur verið Máritía eftir eyríkinu Máritíus í Indlandshafi, sokkið í sæ þegar Indland og Madagaskar rak hvort frá öðru. Heimurinn er í stöðugri en gríðarlega hægri þróun. Við á Íslandi verðum reglu- lega vör við þessa þróun þegar jarð- skjálftar og eldgos verða. Ísland stendur einmitt á jarðskorpumótum þar sem tvo fleka jarðskorpunnar rekur í sundur. Evrasía og Ameríka eru því alltaf hvor að fjarlægjast aðra. Pangea var síðasta risameginland- ið sem vitað er að hafi tengt núverandi meginlönd saman. Pangeu er enn að reka í sundur. - bþh Fornt og áður óþekkt meginland uppgötvað Vísbendingar hafa fundist um sokkið landsvæði. RÓDINÍA Agnir af sandi fund- ust á ströndum Máritíus sem tíma- settar hafa verið fyrir 1.970 árum til 600 milljónum ára. Ástralía Austur- Antartíka Lárentína (Norður-Ameríka) Amazónía Ríó Plata ■ Landmassi Ródiníu ■ Hlutfallsleg staðsetning nútíma land- massa. Seychelleyjar Madagascar Indland Evrasía Afríka Suður- Ameríka Indland Austur- Antartíka MÁRITÍA Landsvæði sem vís- indamenn halda að hafi horfi ð þegar Ind- land og Madagascar ráku í sundur til að mynda heiminn eins og hann lítur út í dag. PANGEA Enn rekur risameginlandið í sundur JÖRÐIN í nútímanum Vaalbara fyrir 3,6 til 2,8 milljarð árum Kenorland fyrir 2,7 til 2,1 milljarð árum Nuna fyrir 1,8 til 1,5 milljarð árum Ródinía fyrir 1,25-0,75 milljarð árum Pannótía fyrir 600 milljónum ára Pangea fyrir 300 milljónum ára Indland Afríka Madagascar Jennifer Lawrence skaut upp á stjörnuhimininn í fyrra þegar hún fór með aðalhlutverkið í Hungurleikunum, sem var ein vinsælasta mynd ársins. Myndin byggir á þríleik Suzanne Collins sem notið hefur gífurlegra vinsælda, einkum meðal unglinga. Auk þess að vera orðin fremsta hasarhetja sinnar kynslóðar hefur Lawrence sannað sig sem fantagóð leikkona og þegar upp- skorið tvær tilnefningar til Óskars- verðlauna. Í síðara skiptið hreppti hún þau, og hún verður ekki 23 ára fyrr en í ágúst. Með Hollywood í höndum sér Jennifer Lawrence var óskoraður sigurvegari kvöldsins á Óskarsverð- launahátíðinni. Eftir að hafa hreppt verðlaunin sem besta leikkona í aðalhlutverki heillaði hún almenning upp úr skónum með gáskafullri og tilgerðarlausri framkomu í fyrirspurnatíma blaðamanna. En hver er þessi stúlka sem lagt hefur Hollywood að fótum sér aðeins 22 ára? 1990 Jennifer Lawrence fæðist í borginni Louisville í Kentucky- ríki í Bandaríkjunum. 2004 Fjórtán ára ákveður Lawrence að verða leikkona. Hún sannfærir for- eldra sína um að flytja til New York, þar sem hún ræður sér umboðsmann. 2006 Lawrence landar fyrsta stóra hlutverkinu í gamanþættinum The Bill Engvall Show. Þættirnir voru slegnir af eftir þrjár seríur. 2008 Leikur aukahlutverk í nokkrum sjón- varpsþáttum og kvikmyndum. Sama ár fær hún sitt fyrsta aðalhlutverk í kvikmyndinni The Pokerhouse. Vatnaskil verða á ferli Lawrence þegar hún leikur aðalhlutverkið í dramanu Winter‘s Bone, sem valin var besta myndin á Sundance- kvikmyndahátíðinni. Lawrence leikur þar sautján ára stúlku sem sér um geðveika móður sína og tvær yngri systur. Þegar fjölskyldunni er hótað útburði af heimilinu þarf hún að hafa upp á föður sín- um sem er nýsloppinn úr fangelsi. Myndin kom Lawrence á kortið. Hún fékk lofsam- lega dóma fyrir frammistöðu og var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik í aðalhlutverki, þriðja yngsta leikkonan til þess afreks. 2010 2013 Lawrence vinnur Óskarinn fyrir leik í aðalhlutverki fyrir Silver Linings Playbook. Hún er næstyngsta leik- konan í sögunni til að vinna í þessum flokki. Sú yngsta var Marlee Matlin. ➜ Annríki framundan Framtíðin er björt fyrir Jennifer Lawrence. Eldar kvikna, önnur myndin í Hungurleika-bálknum, verður frumsýnd í nóvember og má gera ráð fyrir að hún gefi vinsældum fyrstu myndarinnar ekkert eftir. Þá var hún fengin í stað Angelinu Jolie til að leika aðalhlutverkið í væntanlegum sálfræðitrylli danska leikstjórans Susanne Bier, The Falling. Þar leikur hún konu sem kemst að því að hún getur ekki eignast börn og ákveður að myrða barnið sem eiginmaður hennar eignaðist með annarri konu áður. Þá er væntanlegt framhald á X-Men, auk þess sem hún ætlar að leika á móti Christian Bale, Bradley Cooper og Amy Adams í annarri mynd eftir David O. Russell, leikstjóra Silver Linings Playbook. Gunnar Helgason, leikstjóri Kaffi brúsakarlarnir „Í gærkvöldi fór ég á frum- sýningu Kaffibrúsakarlanna. Ætli ég verði svo ekki heima að slaka á. Sonur minn er oft að keppa í fótbolta um helgar og kannski horfi ég á hann.“ Katla Þórarinsdóttir, dansari Uppistand og æfi ngar „Ég ætla að skella mér á uppistand og nýta helgina vel í æfingar. Svo ætla ég að hitta stelpurnar sem ég var með í grunnskóla í matarboði og kafa í allt gamla slúðrið.“ Börkur Gunnarsson, leikstjóri Þorbjörn og bíó „Við kærastan ætlum að ganga upp Þorbjörn og fara í Bláa lónið. Svo kannski í bíó, það er gaman að heyra við tökurnar á Þetta reddast þegar enginn veit af mér í salnum.“ Esther Thalía Casey, leikkona Mary Poppins og afslöppun með fj ölskyldunni „Ég verð bara að vinna alla helgina við að sýna Mary Poppins en það eru sýningar bæði á laugardag og sunnudag. Á milli þess ætla ég að njóta þess að vera með fjölskyldunni, fara í sund og göngutúra.“ 2011 2012 Hungurleikarnir eru frumsýndir í mars og slá í gegn. Myndin hefur halað inn hátt í 699 milljónum dollara, sem eru litlir 86 milljarðar króna. Sama ár leikur Lawrence á móti Bradley Cooper í mynd- inni Silver Linings Playbook. Þar leikur hún kynlífsfíkil og nýbakaða ekkju sem fellur fyrir manni með geðhvarfasýki.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.