Fréttablaðið - 02.03.2013, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 02.03.2013, Blaðsíða 24
2. mars 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 24 Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Bjarni, bóndi á Eiði í Kolgrafa-firði, er að dreifa úr malar-hlössum í braut sem liggur frá bænum niður í fjöru þegar Fréttablaðsfólk ber að. Slóðin hefur vaðist út í síldarflutning- um síðustu vikna. Guðrún Lilja húsfreyja er að ljúka morgunverkum í fjósinu. Þau bjóða gestum í bæinn og innan nokkurra mínútna er ilmandi kaffi komið í bolla og heimabakaðar kökur á borð. Eldhúsið er eins og klippt út úr nýlegu húsbúnaðar- tímariti. „Ég er eldhúskerling,“ viðurkenn- ir Guðrún Lilja þegar haft er orð á huggu- legheitunum. „Mér finnst eldhúsið besti staðurinn í húsinu. Ég hef gaman af því að elda og baka og vil láta hlutina ganga dálít- ið, þess vegna fékk ég mér tvo ofna.“ „Já, hér er mikið bakað,“ segir Bjarni. „Enda er frúin matvælatæknir og vann í stórum eld- húsum í nokkur ár.“ Það hefur ábyggilega komið sér vel upp á síðkastið að geta sett í tvo ofna því suma morgna hefur húsfreyjan verið búin að baka snúða í miklu magni og búa til heitt súkkulaði í nokkrum pottum áður en hún hefur farið í fjósið, til að veita þeim sem að garði hefur borið vegna síldardauðans í fjörunni. „Hér voru 60-100 krakkar úr skólum og íþróttafélögum, ásamt kenn- urum að tína síld í heila viku til að selja í fyrirtæki í Sandgerði sem heitir Skinn- fiskur og framleiðir minkafóður. Það gekk vel og krakkarnir stóðu sig algerlega eins og hetjur, þrátt fyrir drullukulda. Við hjónin tókum að okkur að selflytja körin úr fjörunni upp á hlað, þar voru þau svo hífð á flutningabíla. Þetta voru um 400 tonn.“ lýsir hún. „Svo kom alls konar fólk að ná sér í síld, meðal annars bændur af Norður- landi sem þurftu að taka skepnur snemma á gjöf í haust út af snjóum.“ Guðrún Lilja er vélakona, rétt eins og bóndinn, og gengur í öll verk utanhúss. „Við höfum bæði unnið mikið frá því við vorum krakkar en höfum lagt áherslu á að kaupa okkur tæki til að létta störfin, svo við endumst aðeins betur. Þó erum við bara með rörmjaltakerfi upp á gamla mátann í fjósinu. Yfirleitt reynum við að vera saman að mjólka, það er þægilegra og vinnst betur,“ segir hún. „Já, við vorum komin með áætlanir um byggingu nýs fjóss fyrir hrun en vorum alltaf hikandi og erum fegin nú að hafa ekki sett okkur í skuldir,“ lýsir Bjarni. Fann draumaprinsessuna í Reykjavík Há fjöll valda því að sólin sést ekki á Eiði frá lokum nóvember fram í byrjun febrúar. En bæjarstæðið er tilkomumikið og hjónin segja þar mikla veðursæld í norðan- og austanáttum. Í hásunnanátt geti hins vegar verið 50-60 m á sekúndu á hlaðinu. Snjó- leysi undanfarinna vetra og þurrkasumur eru farin að hafa áhrif á grunnvatnsstöð- una og það hafa komið dagar sem ekkert vatn er í krönunum á morgnana því kýrnar hafa klárað úr tankinum yfir nóttina. Þau hjón tóku við búskapnum á Eiði 1998 af foreldrum Guðrúnar Lilju, Arnóri Krist- jánssyni og Auði Jónasdóttur, sem búa á staðnum í nýlegu húsi. Bjarni og Guðrún Lilja tóku við húsi frá 1973 og hafa tekið það í gegn að utan og innan. „Pabbi veiktist og þurfti að fara í hjartaaðgerð á þessum tíma. Við vorum þá búin að vera ráðsmenn í Viðey í tíu ár en áttum orðið tvö börn sem við þurftum að ferja yfir sundið daglega í skóla og leikskóla. Það gat verið snúið í alls konar veðrum. Þá var að hrökkva eða stökkva og við tókum þá ákvörðun að flytja bara í sveitina,“ lýsir Guðrún og aðspurð kveðst hún ekki hafa þurft að ganga á eftir Bjarna. „Það var miklu meiri hugur í honum en mér. Þó hann sé Reykvíkingur þá hafði hann hvergi tollað nema í sveit. Svo þetta var alveg eftir hans höfði.“ „Já, það er eitthvað við sveitina sem erf- itt er að segja með orðum,“ segir Bjarni og kímir. „Ég vildi aldrei vera í Reykjavík en svo kynntist ég draumaprinsessunni þar.“ Spurður hvort honum þyki búskapur- inn ekkert bindandi svarar hann: „Jú, það má kannski segja það. Maður á ekki frí um helgar eða á jólunum. En öll vinna er bindandi og það er mun meira gaman að vinna hjá sjálfum sér en öðrum. Svo eru mikil forréttindi að ala upp börn við svona aðstæður. Þegar stelpan okkar segist vera úr sveit og hafa alist upp með ömmu og afa þarf hún ekki önnur meðmæli þegar hún sækir um vinnu. Krakkar sem alast upp í sveit kynnast lífinu á allt annan hátt en þeir sem alltaf eru í borginni.“ Guðrún Lilja rifjar upp að dóttirin Lilja Björk hafi verið ung þegar hún gat lýst því í leikskólanum að það væru suðvestan 11 til 12 vindstig. Þá bjuggu þau í Viðey og urðu að spekúlera í vindáttunum þegar siglt var á milli. Nú er daman útskrifuð sem stúdent og farin til Afríku í ævintýra- leit. Sonurinn Sigurbjörn er 17 ára og hann er við nám í Flensborg auk þess að spila fótbolta með Haukum. „Hann er sjúkur í fótbolta og það var lægð í fótboltastarfinu í Grundarfirði svo hann dreif sig suður,“ segir Bjarni. „Ég fullyrði að hann sé eini bóndasonurinn á landinu sem hefur farið í smölun með fótbolta. Hann var alltaf með boltann á tánum þegar hann var sendur eitthvað og var búinn að uppgötva að ef hann gat sparkað nógu fast fyrir rollurnar þá sneru þær við!“ Þetta eru bara náttúruhamfarir Sama ættin hefur búið á Eiði í marga ætt- liði. „Hér var tvíbýli,“ segir Guðrún Lilja. „Amma mín Guðrún og systir hennar Lilja bjuggu hér með mikinn barnaskara. Ég er skírð eftir þessum systrum og get verið hreykin af því að búa hér. Mennirnir þeirra stunduðu sjóinn frá Grundarfirði og afi var líka á togaranum Karlsefni frá Reykjavík. Hann labbaði á milli. Lagði af stað á jóladag til að vera mættur til skips upp úr nýári. Maður trúir þessu varla núna.“ „Nei, þannig verður það líka þegar við förum að segja frá síldinni eftir þrjá- Gefumst ekkert upp fyrir þessu Fnykur af rotnandi síld og hreistur á gluggum hefur gert bændunum Bjarna Sigurbjörnssyni og Guðrúnu Lilju Arnórs- dóttur á Eiði í Kolgrafafirði lífið leitt undanfarnar vikur. Fréttablaðsfólk er þess albúið að grípa fyrir vitin þegar það stígur úr bílnum á hlaðinu en stíf suðvestanátt hefur bægt óþefnum frá bænum þennan daginn og frúin er búin að þvo gluggana. Í ELDHÚSINU Guðrún Lilja heldur dagskýrslur yfir hreinsunarstarfið og ástand fjörunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.