Fréttablaðið - 02.03.2013, Side 34

Fréttablaðið - 02.03.2013, Side 34
2. mars 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 34 Hér eru konur á öllum aldri, allt frá 16-17 ára stúlkum upp í áttræðar konur. Slík blanda skapar gott andrúmsloft. Ró og þroski þeirra eldri smitast til stelpnanna og þær yngri hafa líka miklu að miðla,“ segir Aldís Höskuldsdóttir um lífið í Dyngju, heimili fyrir konur sem lokið hafa áfengis- eða vímuefnameðferð. Þar er hún í hlutverki forstöðu- konu um þessar mundir og dag- skráin er þétt. Edrú milli funda Þegar Aldís kom fyrst í Dyngju kveðst hún hafa verið að ljúka áfengismeðferð númer tvö, án þess þó að hafa smakkað dropa frá meðferð númer eitt. „Ég fór fyrst í meðferð hjá SÁÁ árið 1984, þrí- tug manneskja. Kom frá Ísafirði og var á Vogi í tíu daga og síðan á Sogni í tuttugu og átta daga. Fór svo bara heim aftur að vinna og vann mikið, því ég átti fimm börn á þessum tíma sem ég þurfti að koma á legg. Auk þess fór ég eftir þeim leiðbeiningum sem ég hafði fengið í meðferðinni, að stunda AA-fundi og vera edrú milli funda. En mér leið ekki vel og þegar fimm og hálft ár höfðu liðið ákvað ég að fara aftur í fulla meðferð. Þegar henni var að ljúka spurði Þórar- inn Tyrfingsson yfirlæknir: „Hvað ertu svo tilbúin að gera til að halda þér við?“ „Allt,“ sagði ég kok- hraust. „Þá ætla ég að senda þig í Dyngju,“ sagði hann. Það fannst mér nú ekki alveg viðeigandi að ég með þessa edrúmennsku í far- teskinu færi að mynstra mig í Dyngju, setti í mig þrjósku og fór heim að sinna mínum börnum. En þessi orð, „Hvað ertu tilbúin til að gera?“ fylgdu mér og líka svar mitt: „Allt.“ Svo ég pakkaði niður aftur, flaug suður og var komin inn í Dyngju daginn eftir. Hér var ég frá því í janúar fram í maí 1990. Það breytti mér mikið. Hér þurfti ég að taka leiðsögn, fara eftir hús- reglum og upplifa ákveðna festu, borða á réttum tíma og sofa á rétt- um tíma, gera grein fyrir því hvert ég færi og hvenær ég kæmi til baka. Þetta voru viðbrigði. En svo vandist ég þessu lífi og allt í einu fór mér að líða vel í þessu mynstri og upplifa tíma sem ég hafði farið á mis við sem ung stúlka. Þennan vetur fór ég í nám í Tölvuskóla Reykjavíkur og nýtti tímann vel. Mætti á fundi hér í húsinu og tók þátt í öllu eins og við átti. Hér voru konur með alls konar bakgrunn en milli okkar mynduðust sterk og góð tengsl, ég hef samband við þessar meðferðarsystur mínar enn og allt þetta hvatti mig áfram í minni edrúmennsku.“ Rótlaus og tætt Aldís kveðst hafa farið beint úr foreldrahúsum í hjónaband og barneignir. Sorgin kvaddi dyra eina nótt í nóvember haustið 1977 þegar maðurinn hennar fórst í sjóslysi við Grundarfjörð, þar sem þau bjuggu. Hann var ásamt öðrum manni á rækjubáti á leið í land þegar skall á vonskuveð- ur og klukkan sex um morgun- inn stóðu læknir, hjúkrunarfræð- ingur og prestur á tröppunum hjá Aldísi með harmafregn. Þá gekk hún með þriðja barn þeirra hjóna. Síðar eignaðist hún tvíbura og þeir voru þriggja ára þegar hún ákvað að fara í fyrri meðferðina. Hún kveðst hafa verið rótlaus og tilfinningalega tætt. „Ég hafði aldrei talað um dauða mannsins míns. Ég fékk bara að heyra: „Þú ert svo dugleg,“ og keyrði á því en leið ofsalega illa og hélt ég ætti að vera svona. Þegar börnin voru sofnuð á kvöldin dró ég bara fyrir gluggana og fékk mér í glas. Ég var komin algerlega út í horn með sjálfa mig og meikaði ekki að lifa lífinu eins og ég gerði. Mamma hafði verið með þeim fyrstu sem fóru á Vog og hún hvatti mig til að fara þangað, bara í sjö daga. Ef hún hefði sagt tíu daga og svo 28 á eftir þá hefði ég aldrei farið. Mamma vissi hvernig mér leið. Ég átti hana alltaf að. Það besta sem gat komið fyrir mig var að fara á Vog. Samt var ég voða ráðvillt í fyrri meðferðinni, athyglisbresturinn var svo mikill. Þegar ég kom aftur í seinna skipt- ið heyrði ég fyrst hvað sagt var í fyrir lestrunum og þegar ég kom heim eftir dvölina í Dyngju hafði opnast fyrir mér ný vídd. Ég var með allt annað viðhorf til sjálfr- ar mín og þess sem í kringum mig var. Síðan hef ég þroskast og reynt að vera öðrum til leiðbein- ingar sem hafa leitað til mín vegna eigin erfiðu aðstæðna. Ég hef átt góðan mann í 20 ár sem er fjög- urra barna faðir og er líka edrú og börnunum okkar hefur öllum vegnað vel.“ Aldís flutti suður fyrir tíu árum. „Þá langaði mig að gera eitthvað nýtt, fór í Ráðgjafaskóla Íslands og lærði áfengis-og vímuefnaráð- gjöf og hef unnið bæði á Vogi og Staðar felli. „Það er yndislegt að vinna á stað þar sem maður fær að gefa af sér innan um gott fólk. Síðan er ég í stjórn Dyngjunnar og hér eru vaktir sem ég leysi af á. Mér finnst yndislegt að vera ein af konunum í Dyngjunni. Hér erum við allar jafnar.“ Fylgjast með kúlunum stækka Í Dyngju koma konurnar frá með- ferðarstofnunum SÁÁ, Hlaðgerðar- koti, Landspítalanum og Krýsuvík. Ef einhver verður uppvís að neyslu er henni vísað á dyr samdægurs, að sögn Aldísar, sem aldrei kveðst hafa lent í því að þurfa að henda konu út. Ef um veikindi er að ræða eða einhver þarf að fara aftur á Vog vegna slæmrar líðanar bíður rúmið og dótið eftir henni á Dyngjunni. „Konurnar eru bara hluti af þjóð- félaginu þó þær búi hér og þær sækja sína heilbrigðisþjónustu utan heimilisins,“ tekur Aldís fram. Dyngjan áfangaheimili hlaut Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins árið 2012. Dyngjan hefur starfað síðan 1988. Hlutverk heimilisins er að veita konum sem koma úr áfengis- og vímuefnameðferð samastað meðan þær koma undir sig fótum í nýju lífi. Dyngjan hefur reynst mörgum konum mikil- vægur áfangastaður en á dvalartíma sínum fá þær svigrúm til að breyta og byggja upp allsgáðan og ábyrgan lífsstíl. Að jafnaði dvelja um fjórtán konur í Dyngjunni og sumar þeirra með börn. Edda Guðmundsdóttir veitir Dyngjunni forstöðu. Hún tók við einnar milljónar króna verðlaunafé úr hendi Ara Edwald, forstjóra 365. ➜ Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins 2012 SAMFÉLAGSVERÐLAUN Dyngjan hlaut Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins í fyrra. Dvöl í Dyngju opnaði nýja vídd Á áfangaheimilinu Dyngju við Snekkjuvog dvelja konur sem eru á leið út í lífið eftir áfengismeðferð. Þar er pláss fyrir fjórtán í einu og fjölmargar hafa átt þar tímabundið athvarf á þeim 25 árum sem heimilið hefur verið starfrækt. Þeirra á meðal er Aldís Höskuldsdóttir sem bjó þar í nokkra mánuði árið 1990. Nú leysir hún forstöðukonuna af þegar með þarf. ALDÍS HÖSKULDS- DÓTTIR Mér finnst yndislegt að vera ein af konunum í Dyngjunni. Hér erum við allar jafnar,“ segir hún FRÉTTABLAÐIÐ /DANÍEL RÚNARSSON Dagskráin í Dyngjunni byrjar klukkan níu á morgnana. Tvisvar í viku hefst hún á húsfundi þar sem farið er yfir plön hverrar og einnar konu sem þar dvelur og fylgst með líðan þeirra. Svo er einn síðdegis- fundur í viku og þá mætir ráðgjafi frá SÁÁ líka. Konurnar eru í skóla, vinnu eða einhverju prógrammi yfir daginn úti í bæ og skiptast á um að sinna daglegum störfum í Dyngju. Ein sér um að ræsa hinar, aðrar þrífa og einhver þarf að elda matinn. „Konurnar prjóna líka mikið og vinna fleira í höndunum sér til yndisauka og dægrastytting- ar,“ segir Aldís. „Hver kennir ann- arri og áhuginn smitast á milli.“ Húsreglur Dyngju kveða á um að konurnar eigi að vera komnar inn fyrir klukkan hálf tólf á kvöld- in og eftir sex vikna dvöl fá þær fyrsta helgarleyfið. Þá geta þær farið heim eða til einhverra ætt- ingja. Foreldrar, eiginmenn og börn mega koma hvenær sem er í heimsókn og aðrar heimsóknir eru leyfðar um helgar. „Hér eru oft lítil börn og stundum eru hér óléttar konur. Þá fylgjast allar með kúlunni stækka. Það er bara yndis- legt,“ segir Aldís og bætir við að lokum. „Konurnar hvetja hver aðra í að standa sig í edrúmennskunni og þannig myndast samstaða og vellíðan í hópnum.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.