Fréttablaðið - 02.03.2013, Side 46

Fréttablaðið - 02.03.2013, Side 46
FÓLK|HELGIN Þetta var allt Elísabetu að kenna. Hún fékk mig í þetta,“ segir Jónas sposkur, spurður út í hvernig það atvikaðist að hann var fenginn til starfa í Gerðubergi fyrir þrjátíu árum. Jónas rekur upphafið til þess er hann starfaði sem kennari við Tónmenntaskóla Reykjavíkur, talsvert áður en Menningar- miðstöðin Gerðuberg reis. „Skólinn hafði þá aðstöðu í Fellahelli og þar kom stundum stúlka að tala við mig í pásum. Stúlkan var Elísabet Þóris- dóttir, sem seinna varð forstöðukona í Gerðubergi. Þegar Gerðuberg opnaði fékk Tónmenntaskólinn þar inni og átti gaml- an, uppgerðan flygil sem fékk aðsetur í salnum. Elísabet var fljót að sjá mögu- leika á nýtingu hljóðfærisins til tónleika og spurði hvort ég gæti ekki komið með einhverja af þessum tónleikum sem ég væri með í Norræna húsinu, á Kjarvals- stöðum eða víðar upp í Gerðuberg. Ég svaraði því til að ef hún treysti sér til að hengja þá saman á hölunum og gera úr reglulegar tónleikaraðir þá stæði ekki á mér,“ segir Jónas og setti Elísabetu annað skilyrði; að efnisskrár yrðu alltaf til fyrir- myndar. „Elísabet gekkst við þessu og úr urðu ljóðatónleikar sem stóðu yfir í fimmtán ár ásamt tónleikaröðinni Íslenska einsöngs- lagið sem var vaxtarsproti samvinnu okkar Trausta Jónssonar veðurfræðings. Trausti og Reynir Axelsson stærðfræði- prófessor við Háskólann urðu strax og eru mér enn mjög drjúgir því Reynir hef- ur þýtt nær 2.000 ljóð úr sextán mismun- andi tungumálum og við Trausti safnað saman nær 3.000 íslenskum einsöngslög- um fyrir rödd og píanó. Afraksturinn er hreinasta gullkista heimsbókmenntanna og opin bók sem enn hjálpar mörgum.“ TÓNLEIKAR Í FOKHELDU BÓKASAFNI Í Gerðubergi urðu líka fyrstu kynni Jónasar og Kristins Sigmundssonar óperusöngvara. „Þá hafði Kristinn unnið til verðlauna í alþjóðlegri söngvarakeppni í Vínarborg og hringdi til að spyrja hvort ég vildi ekki spila undir á tónleikum hjá honum í Gerðubergi. Salur hússins var þá tilbúinn en bókasafnið, stærsta rýmið í húsinu, enn á byggingarstigi. Aðsókn á tón- leikana var mikil og fleiri hundruð sem þurftu frá að hverfa. Þá tilkynnti Kristinn, ungur, sprækur og hamingjusamur með aðsóknina: „Við endurtökum þetta bara á morgun!“ og úr varð að daginn eftir var flygillinn borinn yfir í hálfbyggt bókasafn- ið og mættu hátt í 700 manns sem sátu á teppum á gólfinu, enda hver einasti stóll farinn og meira að segja píanóbekkurinn þegar ég ætlaði að setjast við flygilinn,“ segir Jónas og hlær að minningunni en í ágúst verða liðin þrjátíu ár frá upphafi farsæls samstarfs þeirra Kristins. Jónas segir Efra-Breiðholt ekki verri stað en hvern annan fyrir menningarhús og að sér þyki afar vænt um Gerðuberg. Þar hafi komist reglusemi á hluta starfs hans og umhverfið hafi verið örvandi. „Menning og listir eru eðlilegur hluti mannlífsins og það á að vera jafn sjálfsagt að fara á tónleika og að fara í laugina. Mjög margt af því sem fyrst fæddist í Gerðubergi bar ávöxt sem dreifði sér víð- ar og í Gerðubergi er enn grasrót frum- kvöðlastarfs í menningu og listum.“ HVERGI AF BAKI DOTTINN Í dag starfar Jónas við Salinn í Kópavogi og segist ekki grunlaus um að Kópavogs- bær hafi viljað nýta sér dýrmæta reynslu hans úr Gerðubergi. „Ég er sístarfandi og líf mitt snýst um tónlist; ég get ekki að því gert. Ég er eins og hávaxinn þurftakirtill fyrir tónlist og næri mig á henni. Undanfarið hef ég verið truflaður af aðstæðum sem ég ræð ekki við og komið að minna gagni. Ég hef verið veikur en ég er ekki dauður,“ segir hann af kíminn. Jónas hefur undanfarin þrettán ár átt í endurteknum slag við krabbamein í eitlum. Hann segist hvergi af baki dottinn þótt á honum sé dagamunur. „Ég hef farið í þrjár krabbameinsmeð- ferðir, fimm uppskurði á auga, vélinda- brottnám, stofnfrumskipti og búið er að klippa af öðru eyranu vegna krabbans. Ég er samt í fullu fjöri. Stofnfrumuskipti gefa góða von og ég hef ekki yfir neinu að kvarta. Ég er greinilega sterkur og hraustur að þola þetta trekk í trekk og vitaskuld er ég þakklátur. Maður planar ekki veikindi en þarf að lifa með þeim og hagar seglum eftir vindi með breyttum lífsmáta og einvala liði læknastéttarinnar. Eitlakrabbamein er ólæknanlegt en hægt að halda því í skefjum og ég á mörg ár eftir. Ég pæli samt ekkert í því; aðalatriðið er að njóta lífsins og standa sig vel í því sem maður gerir.“ ■ thordis@365.is ENN Í FULLU FJÖRI GERÐUBERG 30 ÁRA Jónas Ingimundarson píanóleikari átti í árafjöld veg og vanda af tónlist í Gerðubergi. Hann segist sístarfandi þrátt fyrir erfið veikindi. LÍFIÐ ER TÓNLIST Í dag klukkan 15.50 spilar Jónas tvö lög eftir Þorkel Sigurbjörnsson með Gunnari Guð- björnssyni. Annað lagið er tileinkað Eísabetu Þórisdóttir og hitt Jónasi sjálfum. Ljóða- textar voru dregnir úr hatti í samkvæmisleik í Gerðubergi. Jónas verður aftur í Gerðubergi 23. mars með Þóru Einarsdóttur. Þá flytja þau prósa sem þau hafa ofurást á við fallegustu lög í heimi. MYND/GVA VINIR Í GERÐUBERGI Kristinn Sigmundsson og Jónas hófu farsælt samstarf sitt fyrir 30 árum í Gerðubergi. HÁTÍÐ! Í tilefni 30 ára af- mælis Gerðubergs verður þar veg- leg tónlistar- og barnahátíð um helgina. Skoðið heillandi dagskrá á www.gerduberg.is. miðvikudaginn 6. mars kl. 16.00–18.00OPIÐ HÚS Í MK Menntaskólinn i Kópavogi Hótel- og matvælaskólinn Ferðamálaskólinn og Leiðsöguskólinn Digranesvegi 51 sími 594 4000 www.mk.is Félagsfræðabraut Málabraut + ferðagreinar Náttúrufræðibraut Viðskipta- og hagfræðibraut Framhaldsskólabraut Ferðamálanám Hótelstjórnunarnám Leiðsögunám Matartæknanám Matsveinanám Meistaranám í matvælagreinum Skrifstofu- og fjármálagreinanám Starfsbraut fyrir einhverfa Bakstur - bakari Framreiðsla - þjónn Kjötiðn - kjötiðnaðarmaður Matreiðsla - kokkur SAMFÉLAGSVERÐLAUN FRÉTTABLAÐSINS visir.is/samfelagsverdlaun að senda t ilnefninga r er til miðn ættis þann Frestur til 14. mars Nýtt námskeið hefst 26. septemberNýtt námskeið hefst 6. mars FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.