Fréttablaðið - 02.03.2013, Page 58

Fréttablaðið - 02.03.2013, Page 58
| ATVINNA | Sveitarfélagið Ölfus Starfsmenn óskast í þjónustumiðstöð Sveitarfélagsins Ölfuss í Þorlákshöfn Laus eru til umsóknar tvö störf í þjónustumiðstöð Sveitarfélagsins Ölfuss. Annars vegar verkstjóri þjónustumiðstöðvar í 100% starf og hins vegar umsjónarmaður grænna og opinna svæða í 100%, tímabundið starf. Þjónustumiðstöð heyrir undir skipulags- og byggingarsvið og sér um þjónustu við íbúa sveitarfélagsins. Leitað er að metnaðarfullum og traustum einstaklingum sem eru tilbúnir að takast á við fjölbreytt störf og geta unnið sjálfstætt. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um störfin. Æskilegt er að starfsmenn þjónustumiðstöðvar búi í sveitarfélaginu. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi fagfélags eða FOSS. Æskilegt er að verkstjóri geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir Sigurður Jónsson byggingarfulltrúi í síma 480-3800 eða á sigurdur@olfus.is Umsóknarfrestur er til 11. mars n.k. og skal umsóknum skilað á bæjarskrifstofur Ölfuss Hafnarbergi 1 Þorlákshöfn. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Verkstjóri þjónustumiðstöðvar Verksvið: • Verkstjórn þjónustumiðstöðvar • Umsjón og eftirlit með framkvæmdum • Gerð fjárhagsáætlana í samvinnu við byggingafulltrúa • Viðhald gatnakerfis og gangstíga • Almenn eignaumsjón • Skjalavistun og skönnun teikninga • Umsjón og eftirlit með gámasvæði • Vetrarþjónusta • Umsjón og eftirlit með fráveitu og vatnsveitu • Vinna við magntöku og áætlanagerð Hæfniskröfur • Sveinspróf í húsasmíði eða byggingatækni, • Reynsla af stjórnun nauðsynleg. • Framhaldsmenntun á byggingarsviði kostur en ekki skilyrði • Góð almenn tölvukunnátta • Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum • Meirapróf bifreiðaréttinda og vinnuvélaréttindi • Rík þjónustulund við íbúa bæjarfélagsins • Lipurð í mannlegum samskiptum Umsjónarmaður grænna og opinna svæða Um er að ræða 100% tímabundið starf frá 1. apríl til 5. október 2013. Verksvið og ábyrgð. • Umsjónarmaður grænna og opinna svæða í sveitarfélaginu • Yfirmaður vinnuskóla • Umsjón með trjáklippingum, gróðursetningu og slætti. • Viðhald gangstíga. • Umsjón garðlanda • Annað sem til fellur í þjónustumiðstöð Hæfniskröfur • Garðyrkjufræðingur eða starfsreynsla af sambærilegum verkefnum • Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum • Góð almenn tölvukunnátta • Bílpróf • Rík þjónustulund við íbúa bæjarins • Lipurð í mannlegum samskiptum Sveitarfélagið Ölfus er framsækið sveitarfélag og leggur ríka áherslu á góðan starfsanda á vinnustað. Þá er leitast við að auka möguleika starfsfólks til að samræma vinnu og fjölskylduábyrgð eins og kostur er. Hugbúnaðarsérfræðingur Hæfniskröfur +4 ára reynsla í smíði gagnagrunnstengdra vefkerfa í Microsoft umhverfinu. Háskólamenntun Sjálfstæð og öguð vinnubrögð Við leitum að einstaklingi með mjög góða þekkingu á T/SQL, MVC, C#, HTML5, CSS3, ASP.NET, jQuery Ekki væri verra ef hann hefði þekkingu/reynslu af Mobile og Reactive Webdesign Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á olafur@midi.is Umsóknarfrestur er til 2. apríl 2013 Sérfræðingur Hafrannsóknastofnun óskar eftir að ráða sérfræðing til að annast rannsóknir og ráðgjöf varðandi hrognkelsi. Um er að ræða fullt starf frá 1. maí 2013 með starfstöð við Sjávarlíf- tæknisetrið BioPol á Skagaströnd. Umsækjendur skulu hafa lokið meistara eða doktorsprófi á sviði líffræði eða skyldra greina. Laun samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og við- komandi stéttarfélags. Nánari upplýsingar um starfið veita Þorsteinn Sigurðsson (steini@hafro.is) og Vignir Thoroddsen (vignir@hafro.is). Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun, aldur og fyrri störf ásamt nöfnum tveggja meðmælanda sendist Hafrann- sóknastofnun fyrir 25 mars. Konur, jafnt sem karlar, eru hvattar til að sækja um starfið. Hafrannsóknastofnun er stærsta rannsóknastofnun landsins á sviði haf- og fiskirannsókna og gegnir auk þess ráðgjafarhlutverki varðandi skyn- samlega nýtingu og verndun auðlinda hafsins. Mikill hluti starfseminnar tengist alþjóðlegu samstarfi við erlendar hafrannsóknastofnanir og háskóla. Stofnunin rekur 5 útibú, tilraunaeldisstöð í eldi sjávarlífvera, tvö rannsóknaskip og hefur að jafnaði um 150 starfsmenn í þjónustu sinni. Hafrannsóknastofnunin Skúlagötu 4, 101 Reykjavík s: 575 2000 Bílaleigur AVIS og Budget er ein stærsta bílaleiga í heimi og starfar í 180 löndum með yfir 5.000 leigustöðvar. Á Íslandi er AVIS og Budget ört vaxandi fyrirtæki með leigustöðvar um allt land og geta viðskiptavinir AVIS og Budget leigt bíla við öll tækifæri. Hjá AVIS og Budget starfar öflugur og reyndur hópur fólks sem vinnur ávallt með þjónustu og áreiðanleika að leiðarljósi. Leitast er við að skapa starfsfólki gott starfsumhverfi og aðstöðu en ánægja starfsfólks og viðskiptavina er lykilatriði í velgengni AVIS og Budget. Bílaleigur AVIS og Budget leita að viðskiptafræðingi í bókhald fyrirtækisins á starfsstöð þess í Keflavík Helstu verkefni: Almennar hæfniskröfur: af bókhaldsstörfum er skilyrði Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir sendist á atvinna@alp.is merktar „Bókhald“ fyrir 10. mars! Vilt þú spennandi og líflegt starf í ferðaþjónustu? 2. mars 2013 LAUGARDAGUR8
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.