Fréttablaðið - 02.03.2013, Page 88

Fréttablaðið - 02.03.2013, Page 88
2. mars 2013 LAUGARDAGUR| TÍMAMÓT | 56TÍMAMÓT „Mér finnst þetta hár aldur og þegar svona stórafmæli skella á manni fer maður að hugsa um að sóa ekki tím- anum til einskis, heldur vanda sig. Vera góður við aðra og reyna að hafa jákvæð áhrif á fólk og umhverfi,“ segir Ragna Sara Jónsdóttir, forstöðu- maður samfélagsábyrgðar hjá Lands- virkjun, um fertugsafmælið sem hún fagnar á morgun. Ekkert bendir reyndar til annars en að Ragna Sara sé að fara vel með tímann sinn. Fyrir utan nýtt starf hjá Landsvirkjun, sem hún ætlar að segja okkur meira frá, er hún eiginkona og móðir þriggja barna, á aldrinum tíu mánaða til tíu ára, svo hlutverkið er stórt. Margir muna eftir Rögnu Söru úr Kastljósi sjónvarpsins. Þegar hún kvaddi það í ársbyrjun 2001 hélt hún ein í heimsreisu. „Ég hef alltaf þurft voða mikið að skoða heiminn,“ segir hún til skýringar. Að því flakki loknu fór hún ásamt manni sínum, Stefáni Sigurðssyni hagfræðingi, til Dan- merkur þar sem þau dvöldu í fimm ár við nám og störf. Ragna Sara kveðst áður hafa verið með BA-próf í mann- fræði en farið í viðskipta- og þróunar- fræði úti í Danmörku. „Ég sem hafði staðið í þeirri meiningu að viðskipta- fræði væri leiðindafag, svona getur maður verið fordómafullur. Þegar ég fór ég í hana sjálf komst ég að allt öðru,“ segir hún glaðlega og kveðst einkum hafa fókuserað á mannlega þáttinn í fyrirtækjum. „Fyrirtæki hafa víðtækara hlutverki að gegna í samfélaginu en bara það að skapa arð fyrir hluthafana. Það er spenn- andi að skoða hvernig þau rækja það hlutverk og hvernig hægt er að draga það upp á yfirborðið en það hlutverk hefur stundum verið illa sýnilegt. Við megum ekki gleyma því að það er fólk, eins og ég og þú, sem stýrir fyrirtækjunum og tekur ákvarðanirn- ar,“ bendir hún á. Á árunum 2007 og 2008 var Ragna Sara viðskiptafulltrúi í sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn. „Það var rosalega skemmtilegt,“ rifjar hún upp. „Starfið fólst meðal annars í því að mynda tengslanet fyrir íslensk fyrir tæki í Danmörku og styðja við þau.“ Þegar bent er á að þetta hafi verið um það leyti sem Íslendingar voru að leggja undir sig Kaupmanna- höfn svarar hún: „Já, Íslendingar voru vissulega áberandi á þessum tíma í Köben. Reyndar kom á óvart hvað mörg fyrirtæki eru rekin af Íslendingum sem eru búsettir í Dan- mörku sem fáir vita af og eru enn í dag að gera góða hluti.“ Ragna Sara byrjaði að vinna hjá Landsvirkjun í mars 2010, þá sem yfirmaður samskiptasviðs, en tók við sem forstöðumaður samfélagsábyrgð- ar nú í janúar 2013. Það er nýtt starf. Hún segir fyrirtækið vilja stuðla að bættu umhverfi og samfélagi, umfram það sem standi í lögum og reglum. Hennar starf sé að innleiða þá stefnu og koma henni inn í ferla og starfsemi Landsvirkjunar. „Með inn- leiðingunni erum við að tryggja að efndir fylgi orðum,“ tekur hún fram. Ekki er hægt að sleppa Rögnu Söru við að skauta aðeins yfir nokkra við- komustaði á vegferðinni. „Ég er alin upp í Hlíðunum en 16 ára flutti fjöl- skyldan í Mosfellsbæ, sem féll nú ekki vel í kramið hjá bílprófslausri mann- eskju á besta aldri. En Mosfellsbær er dásamlegur staður og ég hefði ekkert viljað missa af að búa þar. Svo fluttum við aftur í bæinn, og þá í Vesturbæinn og þar hef ég eiginlega verið síðan, þegar ég hef ekki verið að þvælast í útlöndum.“ gun@frettabladid.is Hugsandi yfi r aldrinum Rögnu Söru Jónsdóttur, forstöðumanni samfélagsábyrgðar Landsvirkjunar, fi nnst fertugs- afmælið á morgun vera stór tímamót og tilefni til umhugsunar um lífi ð og tilgang þess. RAGNA SARA „Þegar svona stórafmæli skella á manni fer maður að hugsa um að sóa ekki tímanum til einskis, heldur vanda sig,“ segir hún. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð, hlýhug og vinsemd við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÓLAFÍU GUÐFINNU ALFONSDÓTTUR frá Hnífsdal, Hæðargarði 29, Reykjavík. Gréta Jóakimsdóttir Odd T. Marvel Helga S. Jóakimsdóttir Sigurður B. Þórðarson Gunnar Jóakimsson Sólveig Þórhallsdóttir Kristján G. Jóakimsson Sigrún Sigvaldadóttir Aðalbjörg Jóakimsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HILMAR KRISTJÁN BJÖRGVINSSON lögmaður og fv. forstjóri Innheimtustofnunar sveitafélaga, Fögrubrekku 27, Kópavogi, lést á heimili sínu laugardaginn 23. febrúar. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 5. mars kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Rett Syndrome Rannsóknarsjóð Guðrúnar (130-26-506 kt. 640512-3180). Rannveig Haraldsdóttir Haraldur Arason Helen Hreiðarsdóttir Björn Stefán Hilmarsson Laufey Fjóla Hermannsdóttir Valdimar Héðinn Hilmarsson barnabörn og langafabörn. Elskulegur faðir minn, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, HÖRÐUR JAKOBSSON lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Uppsölum miðvikudaginn 27. febrúar sl. Útförin fer fram frá Fáskrúðsfjarðarkirkju laugardaginn 9. mars kl. 14. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á dvalar- og hjúkrunarheimilið Uppsali. Borgþór Harðarson Rósa Steinþórsdóttir Margrét Friðriksdóttir Eyþór Friðbergsson afabörn og langafabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, KRISTÍN ÞÓRÐARDÓTTIR Lágholtsvegi 6, Reykjavík, lést á heimili sínu sunnudaginn 24. febrúar. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánu- daginn 4. mars kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Sævar Örn Kristjánsson Kristján Örn Sævarsson Viðar Örn Sævarsson Sævar Örn Kristjánsson Sara Kristjánsdóttir Dagur Ari Kristjánsson Ísfold Sara Viðarsdóttir Ófeigur Nói Viðarsson Ísidór Úlfur Örn Viðarsson Kæru ættingjar og vinir. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður, afa og langafa, HALLDÓRS JÓHANNESSONAR frá Sandá í Svarfaðardal. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Dalbæjar fyrir hlýja umönnun og vinsemd. Steinunn Daníelsdóttir Anna María Halldórsdóttir Jóhann Jóhannsson afa- og langafabörn. Ástkær móðir okkar, amma og systir, UNNUR MUNDA FRIÐRIKSDÓTTIR lést á heimili sínu mánudaginn 25. febrúar sl. Útför hennar fer fram í Háteigskirkju miðvikudaginn 6. mars kl. 13. Sandra Ósk Karlsdóttir Matthías Vilhjálmsson Alexander Jafet Rúnarsson Jóna Fanney Friðriksdóttir Þórarinn Friðriksson Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Alúð - virðing - traust Áratuga reynsla Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn MERKISATBURÐIR 1939 Píus 12. verður páfi. 1940 Togarinn Skutull frá Ísafirði verður fyrir árás þýskrar her- flugvélar við Bretland. Það er fyrsta árás á íslenskt skip í seinni heimsstyrjöldinni. 1956 Bandarísk herflutningaflugvél ferst með sautján mönnum djúpt út af Reykjanesi. 1956 Marokkó fær sjálfstæði frá Frakklandi. 1962 Wilt Chamberlain setur met í fjölda stiga í einum körfuboltaleik þegar hann skorar 100 stig í leik Philadelphia Warriors gegn New York Knicks. 1963 Fyrsta LP-plata Bítlanna, Please, please me, kemur út í Bretlandi. 1969 Fyrsta tilraunaflug Concorde-þotu fer fram í Toulouse í Frakklandi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.