Fréttablaðið - 02.03.2013, Síða 118

Fréttablaðið - 02.03.2013, Síða 118
2. mars 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 86 „Stundum rífst maður við fólkið sem maður elskar mest, vondir hlutir fá að flakka í hita leiksins. Atburðir þessa kvölds eru mín mesta eftirsjá í lífinu. En hvað get ég sagt? Hún elskar mig og hefur fyrir- gefið mér, en já, ég þurfti að vinna mikið fyrir þeirri fyrirgefningu.“ TÓNLISTARMAÐURINN CHRIS BROWN Í VIÐTALI VIÐ MIRROR UM LÍKAMSÁRÁSINA Á RIHÖNNU EN PARIÐ TÓK NÝLEGA SAMAN AFTUR. DANÍEL Á BBC Daníel Óliver hefur slegið í gegn eftir að hann gaf út lag sitt DJ Blow My Speaker undir lok síðasta árs. Næst- komandi mánudagskvöld á söngvarinn stefnumót við frétta- mann útvarpsrásar BBC í Bretlandi til að ræða um tónlistina sína. Í framhaldi verður viðtalið spilað á útvarpsstöðinni og svo skrifuð grein um Daníel á vefsíðu BBC, sem er ein sú stærsta og virtasta í heimi. Daníel tók nýverið upp lag sem er væntanlegt á næstunni. - trs Viðræður hafa átt sér stað um að halda tónlistarhátíðina þekktu All Tomorrow´s Parties á varnarliðs- svæðinu í Reykjanesbæ í lok júní. Skipulagning hátíðarinnar hér á landi hefur staðið yfir frá árinu 2011. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins myndu sex til sjö erlendar hljómsveitir spila á hátíðinni, þar á meðal hin bandaríska Deerhoof, og yrðu um fimm þúsund miðar í boði. Einnig kæmu íslenskar hljómsveit- ir fram. Fréttablaðið hefur heim- ildir fyrir því að hinar erlendu sveitirnar sem myndu á hátíðinni séu margar hverjar heimsfrægar. All Tomorrow´s Parties var fyrst haldin í Englandi árið 1999 sem mótvægi við stærri tónlistarhátíð- ir á borð við Reading. Oftast er það ein hljómsveit sem fær að stjórna dagskrá hátíðarinnar en sú verður ekki raunin hér á landi. Þegar All Tomorrow´s Parties verður hald- in í Englandi í maí næstkomandi stjórnar bandaríska hljómsveit- in TV On The Radio dagskránni. Hátíðin fór fram í Ástralíu helgina 16. og 17. febrúar. Þar stigu á svið My Bloody Val- entine, Godspeed You! Black Emperor, Swans og fleiri bönd. Það yrði þá skammt stórra högga á milli í Reykjanesbæ í sumar því í byrjun júní verður tónlistarhátíð- in Keflavík Music Festival haldin í annað sinn. Þar koma tíu erlendir og 140 innlendir flytjendur fram. Stærstu nöfnin verða rappararnir DMX og Tinie Tempah, auk hljóm- sveitarinnar Far East Movement. Á meðal íslensku flytjendanna verða Sóley, Skálmöld, Valdimar, Jón Jónsson, Bubbi Morthens og Blazroca. freyr@frettabladid.is Viðræður um aðra stóra hátíð í Kefl avík Samningar um að halda tónlistarhátíðina All Tomorrow’s Parties á varnarliðs- svæðinu í Reykjanesbæ hafa verið í bígerð síðan á árinu 2011. TIL ÍSLANDS? Hljómsveitin Deerhoof spilaði á Airwaves-hátíðinni 2007. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Varnarliðið hvarf á brott árið 2006 Bandaríska varnarliðið yfirgaf Miðnesheiði árið 2006 og skildi eftir sig mannlausa húsabyggð. Alls bjuggu um 2.500 manns á svæðinu. Síðan þá hefur uppbygging starf- semi á svæðinu átt sér stað í gegnum Þróunar- félag Keflavíkurflugvallar. Stærsti samningurinn sem félagið hefur gert er sala á 96 byggingum til Háskólavalla ætlaðar stúdentum. Um var að ræða 1.660 íbúðir, auk frekara húsnæðis, og var söluverðið um fjórtán milljarðar króna. NÍU MILLJÓNIR Í STYRK Fyrirtækið Sena hefur ákveðið að styrkja tónlistarkeppnina Músík- tilraunir um níu milljónir á þremur árum. Sigurvegarar keppninnar fá 250 þúsund í verðlaun frá Senu ár hvert næstu þrjú árin. Sena vill með framtakinu styðja við þá öflugu grósku sem er í tónlistarlífi ungs fólks á Íslandi. Einnig bindur fyrirtækið vonir við að með styrknum verði mögulegt að leggja aukinn kraft í fram- kvæmd og kynningu á keppninni. Hljóm- sveitin Retrobot vann Músíktilraunir í fyrra. Næsta keppni verður haldin 17. til 23. mars í Hörpu. - fb Spænskir fjölmiðlar hafa verið duglegir að fjalla um Sónar- hátíðina sem var haldin í fyrsta sinn á Íslandi um miðjan febrú- ar. Ríkissjónvarpið, RTVE, var með rúmlega tveggja mínútna innslag um hátíðina og ræddi bæði við Enric Palaou, einn af stjórnendum aðalhátíðarinnar í Barselóna, og tvo af þremur meðlimum tríósins Samaris sem spilaði á hátíðinni. Spænska ríkisútvarpið fjallaði einnig um hátíðina og sagði m.a. frá Ólafi Arnalds og einnig Mugison og hljóðfæri hans, Mirstrument. Blaðið El Mundo hrósaði íslensku flytjendunum Sin Fang, Óla Ofur, Mugison og Ólafi Arn- alds fyrir frammistöðu sína. El País var sömuleiðis jákvætt í garð hátíðarinnar og sagði blaðamaður þess í fyrirsögn að Ísland færi dansandi í gegn- um hrunið. Í grein sinni segir hann Samaris hafa verið besta á öðrum degi hátíðarinnar og að söngkona hljómsveitarinnar væri frábær. - fb Spænskir fj ölmiðlar ánægðir Fjallað hefur verið um tónlistarhátíðina Sónar í Reykjavík í spænskum miðlum. SAMARIS Hljómsveitin Samaris var í viðtali hjá spænska ríkissjónvarpinu. MYND/ANÍTA ELDJÁRN SELJA SPJARIRNAR Í KOLAPORTINU Sjónvarpskonurnar Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir eiga báðar von á öðru barni sínu og á morgun ætla þær að standa vaktina saman í Kolaportinu. Þar ætla þær að selja af sér föt og lofa því að flíkurnar verði með eindæmum ódýrar. Því geta áhuga- samir drifið sig og freistað þess að eignast föt sjónvarps- stjarnanna. - þeb helgi á Korputorgi, 1.–3. mars. helgi á Korputor gi, 1.–3. mars. helgi á Korputorgi, 1. – 3. mars. helgi á Korputor gi, 1. – 3. mars. PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 30 59 0 Tax Free gildir ekki í Bón us og ekki af gæludýrafó ðri í Gæludýr.is. Tax Free gildir aðeins af smávöru hjá Útilegumanninum. T oys R Us býður tax free 2 . og 3. mars. Tax Free jafngildir 20,3% afslætti nema annað sé tekið fram. Allar verslan ir greiða virðisaukaskatt , en bjóða afslátt sem þv í nemur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.