Fréttablaðið - 05.03.2013, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 05.03.2013, Blaðsíða 2
5. mars 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 2 Hugleikur, ertu kominn með þinn sess í tilverunni? „Já, ég er að stóla á það!“ Teikningar eftir listamanninn Hugleik Dags- son prýða nýjan stól sem verður frumsýndur á Hönnunarmars. NÁTTÚRA „Við tókum upp rósakál úr garðinum í gær,“ segir Arnar Tómasson, hárgreiðslumeistari og matjurtaræktandi, sem varð heldur hissa þegar maðurinn hans tók eftir því að rósakál var í beði við heimili þeirra. „Ég var að setja niður hvítlauk í gær og maðurinn minn tók eftir rósakálinu þarna. Ég hélt að ég hefði verið búinn að taka allt upp síðasta sumar en þetta var eftir, þetta var sett niður í maí. Blíð- an hefur verið svo mikil að þetta var bara ágætis uppskera, ekk- ert stór en við náðum af þremur stönglum svona tuttugu til þrjátíu hausum. Það dugar í eina máltíð allavega,“ segir Arnar, sem hefur einnig stundað nám í garðyrkju- skóla og lært um lífræna rækt- un matjurta. „Rósakálið er ágætt þótt það komi pínu frost í það.“ Auður Ottesen garðyrkjufræð- ingur segir rósakálið hjá Arnari ekki vera einsdæmi. „Það er bara búinn að vera svo mildur vetur og það hefur ekkert fryst af viti. Þetta er ekki bara rósakál, ég var að hitta mann sem var með gul- rætur og fleira, reyndar undir plasti. Hann fór að róta í beðinu af því að það átti að koma þetta mikla frost núna og það var allt heilt og hafði geymst. Það eru fjölmörg dæmi bara fyrir það að það er búinn að vera svo mildur og nær frostlaus vetur.“ Auður segir að grænkál sé farið að lifa af allan veturinn, sem það hafi ekki gert fyrir fimmtán árum. „Grænkál og rósakál er oft geymt fram í októ- ber, nóvember og látið frysta nokkrum sinnum því bragðið þykir betra ef það frystir aðeins.“ Auður segir að í eðlilegu tíðar- fari þekki hún dæmi þess að fólk geymi rósakálið fram á aðfanga- dagsmorgun til að borða með jólamatnum. thorunn@frettabladid.is Tóku upp rósakál úr garðinum í vikunni Arnar Tómasson tók upp rósakál úr garðinum sínum um helgina. Kálið hafði lifað frá því síðasta sumar. Garðyrkjufræðingur segir kálið ekki einsdæmi, fjölmörg dæmi séu um svipað vegna þess hversu mildur og frostlaus veturinn hefur verið. ARNAR TÓMASSON Rósakálið sem var tekið upp um helgina dugar í eina mál- tíð og verður gott með spagettíi, segir Arnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ➜ Rósakál er kál af krossblóma ætt ➜ Kálið nefnist Brussels sprout á ensku og nafnið vísar til höfuðborgar Belgíu, þar sem talið er mögulegt að það hafi fyrst verið ræktað í núverandi mynd BRETLAND Glæpamenn í borginni Bradford á Norður-Englandi skjálfa eflaust á beinunum eftir að lögreglan í borginni upplýsti að maður í gervi Leðurblökumannsins hefði veitt aðstoð við að upplýsa glæpi í borginni. Lögreglan hefur birt myndir úr öryggismyndavélum á lögreglustöð í borginni, þar sem maður klæddur í gervi ofurhetjunnar sést afhenda lögreglu eftirlýstan glæpamann. Lögreglan hefur enga hugmynd um hver leyndist á bak við grímu ofurhetjunnar, en maðurinn sem hann afhenti er grunaður um vörslu þýfis og fleiri brot. - bj Grímuklædd hetja slær í gegn í Bradford á Norður-Englandi: Batman veitti lögreglunni lið OFURHETJA Lögreglan hefur engar upplýsingar um hver maðurinn sem klæddist búningi ofurhetjunnar er. STJÓRNSÝSLA Gríðarlegar annir voru í gær hjá Sýslu- manninum í Kópavogi í kjölfar breyttra reglna um gildistíma vegabréfa sem embættið annast útgáfu á. Að sögn starfsmanna sýslumanns áttu þeir reyndar von á holskeflu vegabréfaumsókna eftir að reglunum var breytt 1. mars þannig að gildistími vegabréfanna verður nú tíu ár en ekki aðeins fimm ár eins og verið hafði frá árinu 2006. Um leið lengist afgreiðslutími vegabréfanna úr tíu virkum dögum í þrettán virka daga. Þurfi menn að fá vegabréf innan þess frests þarf að greiða tvöfalt gjald fyrir skyndiútgáfu. Það kostar 16.200 krónur. „Sumir sem hafa komið í dag eru jafnvel ekki að fara út fyrr en í júlí en vilja vera búnir að ganga frá vega- bréfinu strax,“ sagði afgreiðslukona hjá sýslumann- inum í gær. Á vef innanríkisráðuneytisins kemur fram að gildis- tíminn sé lengdur í tíu ár vegna þess að örflögur sem geymi tiltekin lífkenni manna í vegabréfum hafi reynst endingarbetri en talið hafi verið fyrir nokkrum árum. Verulegur sparnaður er sagður verða af þessu. „Áætlað er að um 20 þúsund færri vegabréf verði gefin út sem svarar til um 65 milljóna króna lægri inn- kaupakostnaðar á ári og til viðbótar gæti ýmis breyti- legur kostnaður lækkað árlega um liðlega þrjár millj- ónir,“ segir innanríkisráðuneytið. - gar Gildistími vegabréfa lengdur í tíu ár og biðtíminn verður 13 virkir dagar: Örtröð í afgreiðslu sýslumanns HJÁ SÝSLUMANNI Örflögur í vegabréfum endast mun betur en menn höfðu áður talið og því er talið óhætt að tvöfalda gildistímann. Margir sóttu um vegabréf hjá Sýslumanninum í Kópavogi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM DANMÖRK Tveir menn voru í gær dæmdir í fjórtán og nítján ára fangelsi fyrir að myrða fyrr- verandi sambýlismann annars þeirra. Málið er afar sérstakt, þar sem líkið fannst aldrei. Rétturinn féllst hins vegar á málflutning saksóknara sem reiddi sig á fram- burð tveggja vitna sem sögðu annan manninn hafa játað fyrir sér morðið. Er kenningin sú að þeir hafi skotið fórnarlambið til bana. Eftir það hafi þeir svo hlutað líkið í sundur og komið hlutunum undan. Báðir áfrýjuðu dómum sínum strax við uppkvaðningu. - þj 19 ára fangelsi fyrir morð: Lík hins myrta enn ófundið BANDARÍKIN, AP Nýfæddur dreng- ur, sem lifði af bílslys sem for- eldrar hans dóu í, lést á spítala í gær. Drengurinn var ófæddur þegar foreldrar hans lentu í bílslysi í Brooklyn í New York um mið- nætti á laugardagskvöld. Foreldr- arnir voru í leigubíl á leið á spít- ala þar sem móðirin hafði verið veik. Þau voru bæði úrskurðuð látin en drengurinn lifði af og var tekinn með keisaraskurði. Hann lést svo snemma á mánu- dagsmorgun, samkvæmt tals- manni strangtrúaðra gyðinga í Brooklyn, en foreldrarnir voru strangtrúaðir gyðingar. - þeb Bílslys í Brooklyn: Lifði af ófæddur en lést í gær VEÐUR Veðurstofan spáir áfram- haldandi norðaustan hvassviðri eða stormi í dag og að líkum næstu daga. Vindur verður í dag 15 til 25 metrar á sekúndu, hvassast verður norðan- og vestan til. Hitastig getur farið í mínus tíu gráður. Draga mun úr ofankomu með deginum. Áfram verður stormur til fjalla vestan til á Norðurlandi og á Vestfjörðum suður um Dali og á Snæfells nesi. Veðurstofan fylgist náið með snjóflóðahættu en ekki stóð til í gærkvöldi að grípa til aðgerða. Ekki var í gærkvöldi talin snjó- flóðahætta í byggð. Veður tók að versna á Vestfjörð- um á sunnudagskvöld með norðan- átt og snjókomu en í gær og fram á kvöld var vonskuveður um allt Norðurland og austur um með til- heyrandi ófærð. Útlit er fyrir að mikið kóf og skafrenningur verði á Norðurlandi áfram. Ofankoma gæti orðið með köflum en nokkur óvissa um það hversu áköf snjókoman verður, segir í tilkynningu. - shá Áframhaldandi hvassviðri eða stormur í dag og jafnvel næstu daga: Náið fylgst með snjóflóðahættu BYLUR Vetur konungur hefur knúið dyra að nýju eftir mildan febrúar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STJÓRNMÁL Benedikt Jóhannes- son, formaður Sjálfstæðra Evrópu sinna, kveðst í fyrsta sinn eiga í vandræðum með að svara spurningunni um hvort hann hyggist kjósa Sjálfstæðisflokkinn til þings. Svo sagði hann í fréttum Stöðvar 2 í gær. Félagsskapurinn fundaði í gær og harmaði í yfirlýsingu að loknum fundinum landsfundar- ályktun Sjálfstæðisflokksins um að hætta skyldi aðildarviðræðum við Evrópu sambandið. - hks, sh Sjálfstætt Evrópufólk hugsi: Í vandræðum í fyrsta skipti SPURNING DAGSINS meiri orku henta þeim sem glíma við orkuleysi, þrekleysi, verki eða svefnvanda. Hentar vel þeim sem vilja byggja upp orku vegna vefjagigtar eða eftir veikindi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.