Fréttablaðið - 05.03.2013, Blaðsíða 4
5. mars 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 4
221,2664
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
124,48 125,08
187,21 188,13
161,75 162,65
21,693 21,819
21,723 21,851
19,324 19,438
1,3297 1,3375
187,38 188,50
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
GENGIÐ
04.03.2013
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn
Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigrún Kristinsdóttir sigrunp@365.is, Sigurjón Viðar Friðriksson sigurjon@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir
elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Steinunn Sandra Guðmundsdóttir ssg@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
FRÉTTASKÝRING
Hvaða málum mun Alþingi ljúka fyrir
kosningar?
Ljóst er að ekki verða öll frumvörp eða
þingsályktunartillögur stjórnarflokk-
anna að lögum á þessu þingi og því óvíst
hvort þau verða það nokkurn tímann.
Það er í raun ekki óeðlilegt, ávallt standa
einhver mál út af þegar þingi er frestað.
Ekkert bólar hins vegar á samningum við
stjórnar andstöðuna um hvaða mál verði
kláruð og hver látin bíða.
Alþingi verður frestað á föstudegi í
næstu viku, 15. mars. Í dag og gær voru
nefndadagar og miðvikudagurinn 14. er
eldhúsdagur. Það eru því sjö þingfunda-
dagar eftir.
Alls bíða 83 stjórnarmál afgreiðslu,
68 frumvörp til laga og fimmtán þings-
ályktunar tillögur. Það má vera morgun-
ljóst að ekki tekst að ljúka þeim málum
á þeim sjö dögum sem eru til stefnu,
hvað þá þeim aragrúa þingmannamála
sem fyrir liggur. Við þetta bætist meira
að segja þingsályktunartillaga stjórn-
skipunar- og eftirlitsnefndar um nýja
stjórnarskrá.
Það mál er í uppnámi eftir yfirlýsingar
Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylk-
ingarinnar, um helgina um að ekki væri
hægt að ljúka því á tilsettum tíma. Þing-
flokkar funduðu um málið í gær og enn er
óvíst hvernig farið verður með það mál.
Samkvæmt heimildum Fréttablaðs-
ins eru ekki hafnar formlegar viðræður
á milli stjórnar og stjórnarandstöðu um
hvernig þinglokum verði háttað. Í slíkum
viðræðum gera stjórnarliðar lista yfir
þau mál sem þeir leggja mesta áherslu á
að ljúka og reyna að semja við stjórnar-
andstöðuna þar um.
Á meðan ekki er samið ríkir óvissa um
hvaða mál verða að lögum. Ekki bætir úr
skák að ríkisstjórnin styðst ekki við þing-
meirihluta.
Heimildir Fréttablaðsins herma að
innan stjórnarflokkanna fari nú fram
viðræður um þetta. Reynt sé að ná saman
um hvaða mál eigi að leggja áherslu á að
klára. Sömu heimildir herma að tíminn sé
orðinn svo naumur að engum stórmálum
verði komið í gegnum þingið úr þessu.
Afdrif stjórnarskrármálsins og kvóta-
málsins eru því óviss. Líklegra þykir að
náist saman um smærri mál, sem þurfa þó
ekki að vera svo lítil í sjálfu sér.
Þar hefur verið rætt um uppbyggingu
á Bakka í Þingeyjarsýslum, nýjan Land-
spítala og auknar fjárfestingar. Líklegast
er að um slík mál náist sátt, en öll stærri
mál verði látin bíða. kolbeinn@frettabladid.is
Tími stóru málanna
á þingi runninn út
Sjö fundardagar eru eftir á starfsáætlun Alþingis. Þingflokkar hafa fundað um
vendingar í stjórnarskrármáli eftir yfirlýsingar formanns Samfylkingarinnar.
Samningar um þinglok ekki hafnir. Líklegast samið um nokkur smærri mál.
LÍTIÐ EFTIR Stjórnarflokkarnir hafa sjö þingdaga til að koma þeim 83
stjórnarmálum sem afgreiðslu bíða í gegnum Alþingi. Það gæti síðan
breyst ef vantraust Þórs Saari og Hreyfingarinnar, sem hann hefur boðað á
morgun, verður samþykkt. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
83
stjórnarmál
bíða afgreiðslu
á Alþingi. 68
þeirra eru
frumvörp til
laga og 15
þings ályktunar-
tillögur.
Veðurspá
Fimmtudagur
Stormur syðst en víða 8-15 m/s.
ÁFRAM HVASST Það verður áfram mjög hvasst á landinu, einkum vestan til, í dag
og á morgun. Mjög hvassar vindhviður á Kjalarnesi. Líkur á ofankomu sunnan til á
morgun en dregur úr úrkomu víðast hvar á fimmtudag.
-8°
17
m/s
-7°
18
m/s
-6°
14
m/s
-2°
13
m/s
Á morgun
13-23 m/s S- og V-til en hægari NA-til.
Gildistími korta er um hádegi
0°
-2°
-1
-2°
-4°
Alicante
Basel
Berlín
15°
10°
8°
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
7°
9°
10°
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
5°
5°
23°
London
Mallorca
New York
13°
16°
8°
Orlando
Ósló
París
24°
2°
14°
San Francisco
Stokkhólmur
15°
2°
-6°
13
m/s
-4°
17
m/s
-6°
8
m/s
-5°
10
m/s
-8°
10
m/s
-7°
13
m/s
-10°
15
m/s
-5°
-8°
-6°
-6°
-7°
Elísabet
Margeirsdóttir
veðurfréttamaður
REYKJAVÍK „Þótt það séu byssur
þarna um borð þá eru þetta náttúru-
lega fyrst og síðast björgunarskip,“
segir Kjartan Magnússon, borgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokks, sem mun
í dag leggja fram tillögu í borgar-
stjórn um að Reykjavíkurborg bjóði
erlend björgunarskip velkomin. „Ég
veit ekki hvenær Danir hleyptu síð-
ast af byssu – það hefur sennilega
verið í seinni heimsstyrjöldinni.“
Kjartan segir ástæðu tillögunnar
vera yfirlýsingu borgarstjóra frá
árinu 2011 um að erlend herskip
væru óvelkomin hingað til lands.
Ekki hafi verið kveðið skýrt upp
úr um hvort þetta ætti líka við um
dönsk og norsk varðskip og flugvél-
ar, sem taka þátt í björgunarsam-
starfi með Landhelgisgæslunni.
„Vonandi gengur betur að fá fram
afstöðu manna þegar skýr tillaga
liggur fyrir,“ segir Kjartan.
Tillagan gerir ráð fyrir að sam-
starfinu sé fagnað og skipin sérstak-
lega boðin velkomin.
„Ég trúi ekki öðru en að menn
séu ánægðir með þetta samstarf
og samþykki þessa tillögu,“ segir
Kjartan. - sh
Byssur í dönskum herskipum eru bara til skrauts, segir borgarfulltrúi D-lista:
Vill fagna komu björgunarskipa
EKKERT AÐ ÓTTAST Kjartan segir Dani
komna hingað til að hjálpa okkur.
AKUREYRI Kynbundinn launamun-
ur hefur aukist hjá Akureyrar-
bæ síðan árið 2007. Samkvæmt
niðurstöðum nýrrar úttektar á
launakjörum starfsfólks bæjar-
ins fá konur um fjórum prósent-
um lægri laun en karlar. Greint
var frá þessu í fréttum RÚV í
gær. Starfsmannastjóri bæjarins,
Halla Margrét Tryggva dóttir,
sagði niðurstöðuna vonbrigði.
Gert hefði verið ráð fyrir að
munurinn hefði staðið í stað eða
minnkað síðan 2007. - sv
Launamunur eykst milli ára:
Konur fá lægri
laun á Akureyri
NORÐURLÖND
1
2
3
Banna sölu munntóbaks
1 DANMÖRK Danska stjórnin hyggst banna alla sölu á munntóbaki í Dan-
mörku. Í frétt á vef Jyllands-Posten segir að
dönsk yfirvöld hafi árum saman misskilið
reglugerð Evrópusambandsins, ESB, og þess
vegna selt munntóbak þrátt fyrir reglugerð
ESB. Bannað er að selja munntóbak í
pokum í Danmörku en heimilt hefur verið
að selja munntóbak í lausu.
Of margir innflytjendur
2 NOREGUR Framkvæmdastjóri samtaka atvinnulífsins í Noregi, Dag Aarnes, óttast að straumur atvinnuleitenda til Noregs leiði til aukins atvinnuleysis
meðal Norðmanna. Hann bendir á að samkvæmt tölum norsku útlendinga-
stofnunarinnar komi 50 þúsund atvinnuleitendur á ári frá EES-svæðinu og 20
til 30 þúsund Svíar til Noregs. Þar að auki bætist 20 til 25 þúsund Norðmenn
við hóp atvinnuleitenda á hverju ári. Norðmenn geti ekki bjargað Svíum frá
atvinnuleysi ungmenna. Þeir verði sjálfir að ráða fram úr því.
Víxluðu börnum á fæðingardeild
3 FINNLAND Nýbakaðir foreldrar í Finnlandi urðu steinhissa á laugardaginn þegar drengurinn þeirra, sem kom í heiminn á föstudagskvöld, hafði
breytt um háralit eftir að hafa verið í umsjón starfsfólks fæðingardeildarinnar
í Jyväskylä um nóttina. Læknir sagði þetta ekki óeðlilegt. En þegar fjölskyldan
kom heim á sunnudaginn uppgötvaðist að nafnið á plastbandinu um úlnlið
drengsins var ekki rétt og ekki heldur fæðingarstund.