Fréttablaðið - 05.03.2013, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 05.03.2013, Blaðsíða 6
5. mars 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 6 Í þágu heimilanna Lækkum vöruverð Markvissar og raunhæfar aðgerðir í þágu heimilanna sem má koma í framkvæmd án tafar. › Lækkum virðisaukaskatt › Einföldum og lækkum vörugjöld og afnemum þau að lokum Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? KALT ÚTI Rafmagnshitablásari 2Kw 1 fasa 6.990 Panelofnar í MIKLU ÚRVALI! FRÁBÆRT VERÐ! KRANAR OG HITASTILLAR FRÁ Ryco-1509 Olíufylltur 2000W rafmagnsofn m/termo stillingum og yfirhitavörn 9 þilja 7.990 Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Vestmannaeyjum Ryco-2006T Rafmagns - þilofn Turbo með yfirhita - vari 3 stillingar 2000w 4.490 Rafmagnshita- blásari 2Kw 1.995 TÉKKLAND, AP Vaclav Klaus, forseti Tékklands, verður ákærður fyrir landráð, samkvæmt ákvörðun efri deildar tékkneska þingsins frá því í gær um að vísa landráðamáli á hendur honum til stjórnskipunar- dómstóls landsins. Klaus veitti um sex þúsund föng- um almenna sakaruppgjöf þann fyrsta janúar. Sakar uppgjöfin náði meðal annars til sakborn- inga í nokkrum fjársvikamálum sem höfðu hlotið mikla fjölmiðla- umfjöllun. Hann sagðist vilja stöðva endalaus réttarhöld, en sakar uppgjöfin vakti upp mikla reiði meðal Tékka, sem marg- ir hverjir eru þreyttir á mikilli og útbreiddri spillingu í landinu. Sakaruppgjöfin er ástæðan fyrir ákvörðun þingsins, auk þess sem meirihlutinn telur Klaus hafa brot- ið í bága við stjórnarskrá landsins í öðrum málum, til dæmis þegar hann neitaði að skrifa undir lög um björgunarsjóð evrunnar, þrátt fyrir að meirihluti þingsins hafi samþykkt þau. Vinstriflokkar hafa meirihluta í efri deild þingsins og þegar kosið var um málið vildu 38 þingmenn kæra Klaus en þrjátíu voru því and- vígir. Alls hafa 73 þúsund Tékkar tekið þátt í undirskriftasöfnun til stuðnings landráðaákærunni. Stjórnskipunardómstóllinn mun taka málið fyrir eins fljótt og hægt er, en þó er líklegt að nokkrar vikur muni líða þar til niðurstaða fæst. Viðurlögin við landráðum for- seta eru embættismissir, en Klaus lætur af störfum á fimmtudag. Ef hann verður sakfelldur verður honum hins vegar bannað að bjóða sig fram til forseta nokkurn tím- ann aftur auk þess sem hann gæti misst eftirlaun sín, sem nema um 630 þúsund íslenskum krónum. Andstæðingar forsetans fráfar- andi segja tillöguna ekki tilraun til að klekkja á honum, heldur til að skerpa á lögunum til frambúðar. „Við viljum vita hversu langt for- seti getur gengið,“ sagði Miro slav Antl öldungadeildar þingmaður. „Þingið var ekki í aðstöðu til að þegja um þetta mál,“ sagði annar þingmaður, Jiri Dienstbier, sem mun sjá um málið fyrir hönd þingsins. „Þingið uppfyllir skyld- ur sínar með þessu.“ Forsætisráðherrann Petr Necas, sem er samflokksmaður forset- ans, hefur fordæmt ákvörðun efri deildarinnar. Hann segir hana árás á mannorð ríkisins og byggða á persónulegu hatri á forsetanum. Klaus hefur sjálfur sagt að hann sjái ekki eftir sakaruppgjöfinni, og að hann myndi haga málum alveg eins ef hann tæki ákvörðun í dag. thorunn@frettabladid.is Þingið ákærir Klaus forseta fyrir landráð Efri deild tékkneska þingsins samþykkti í gær landráðaákæru á hendur forsetanum Vaclav Klaus. Klaus er sakaður um stjórnarskrárbrot með því að veita sex þúsund föngum sakaruppgjöf. Hann lætur af embætti á fimmtudag og sér ekki eftir neinu. VIÐSKIPTI Farice tapaði 6,1 milljón evra, jafngildi tæpra 990 milljóna króna, á árinu 2012. Til samanburðar tapaði félagið 8,55 milljónum evra árið 2011. Þetta kemur fram í ársuppgjöri félags- ins fyrir árið 2012. Rekstrartekjur Farice jukust úr 7,2 milljónum evra í 10,2 milljón- ir í fyrra. Á sama tímabili jókst rekstrar- kostnaður úr 5,8 milljónum í 6,3. Fyrir vikið hækkaði rekstrarhagnaður fyrir fjár- magnsliði, afskriftir og skatta úr 1,3 millj- ónum evra í 3,9 milljónir. Batnandi rekstur má að stærstum hluta rekja til þjónustusamnings sem félagið gerði við íslenska ríkið í apríl síðastliðn- um. Greiddi hið opinbera Farice tæpar 2,2 milljónir evra á árinu samkvæmt samningi sem var gerður til að tryggja netsamband almennings við útlönd. Þá hækkaði Farice verðskrá sína umtalsvert á árinu. Farice rekur tvo af þremur sæstrengjum sem tengja Ísland við umheiminn. Íslensk fjarskiptafyrirtæki, stærri netfyrirtæki og gagnaver kaupa aðgang að strengjunum. Stærsti einstaki eigandi Farice er íslenska ríkið, sem á 30% í félaginu, en þar að auki á Landsvirkjun 29%. Þá á Arion banki 39,3% hlut í því. - mþl Mikið tap þótt rekstrarniðurstaða hafi batnað milli ára: Áfram taprekstur hjá Farice 41,3% var aukningin á tekjum Farice á árinu 2012. VEISTU SVARIÐ? 1. Hversu mörgum ólöglegum þvotta- vélum frá varnarliðinu átti að farga? 2. Tré af hvaða tegund náði 25 metra hæð nýverið og er hæsta tré landsins? 3. Hver varð Íslandsmeistari í einliða- leik karla í borðtennis um helgina? SVÖR: 1. Um 1500. 2. Sitkagreni. 3. Guðmundur Eggert Stephensen. FORSETINN FRÁFARANDI Vaclav Klaus segist ekki sjá eftir neinu, þrátt fyrir að sakaruppgjöf hans hafi reitt marga Tékka til reiði. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL Fjórar konur, 19 til 27 ára, játuðu í Héraðsdómi Reykja- víkur í gær grófa líkamsárás á fimmtu konuna í janúar fyrir rúmu ári. Þær gengust allar við því að hafa komið að konunni sofandi í íbúð í Mosfellsbæ, slegið hana ítrekað í andlitið, rakað af henni nánast allt hárið og neytt hana til að afklæðast. Konurnar komu því sérstaklega á framfæri að þær sæju eftir árás- inni og iðruðust gjörða sinna. Þær mótmæltu bótakröfu fórnarlambs- ins, sem hljóðar upp á 1,3 milljónir. Ekki verður aðalmeðferð í mál- inu, heldur munu lögmenn flytja málið eftir um tvær vikur. - sh Fjórar konur játuðu grófa árás en mótmæltu bótakröfu fórnarlambsins: Iðrast ofbeldisins og rakstursins HVER ER ÞETTA? Konurnar mættu grímuklæddar til þinghaldsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þessi var með grímu af skrautlegra tagi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KENÝA, AP 32 létust og 50 slösuð- ust þegar rúta valt í austurhluta Kenía. Bílstjórinn missti stjórn á rútunni um 200 kílómetra austan við höfuðborgina, Naírobí, með fyrrgreindum afleiðingum. Árlega látast um 3.000 manns af völdum umferðarslysa í Kenía og nýlega hafa sektir vegna umferð- arlagabrota verið hækkaðar. Sam- kvæmt samtökum sem beita sér gegn spillingu í landinu skilar það sér þó aðallega í hærri mútu- greiðslum til lögreglumanna. - möþ Manntjón í rútuslysi í Kenía: Á fjórða tug létu lífið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.