Fréttablaðið - 05.03.2013, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 05.03.2013, Blaðsíða 8
5. mars 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 8 KÖNNUN Meirihluti landsmanna, 56,3 pró- sent, er mjög eða frekar andvígur því að lækka áfengiskaupaaldurinn úr 20 árum í 18 ár, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnun- ar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í síðustu viku. Tæpur þriðjungur, 28,2 prósent, sagðist mjög eða frekar hlynntur slíkri breytingu, og 15,5 prósent sögðust hvorki hlynnt né andvíg lækkun áfengiskaupaaldursins. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins, sem haldinn var síðustu helgina í febrúar, álykt- aði að lækka skyldi áfengiskaupaaldurinn í átján ár og að selja skyldi bjór og léttvín í matvöruverslunum. Þrátt fyrir þessa sam- þykkt landsfundarinns segjast aðeins 37,4 prósent stuðningsmanna flokksins hlynntir lækkun áfengiskaupaaldursins og 51,9 pró- sent eru því andvíg. Stuðningsmenn annarra flokka eru mun ólíklegri til að vilja lækka áfengiskaupa- aldurinn, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Þegar spurt var um afstöðu til þess hvort heimila ætti sölu áfengis í matvöruverslun- um klofnaði þjóðin í tvo jafn stóra hópa. Um 45,9 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könn- un Fréttablaðsins og Stöðvar 2 segjast mjög eða frekar andvíg því að selja áfengi í mat- vöruverslunum en 45,2 prósent segjast mjög eða frekar hlynnt slíkri breytingu. Hringt var í 1.329 manns þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki miðviku- daginn 27. janúar og fimmtudaginn 28. janú- ar. Þátttakendur voru valdir með slembi- úrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hversu hlynnt(ur) eða and- víg(ur) ertu því að lækka áfengiskaupaaldur- inn í 18 ár? Alls tóku 97,3 prósent afstöðu til spurningarinnar. Einnig var spurt: Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ertu því að heimilt verði að selja áfengi í matvöruverslunum? Alls tóku 98,3 prósent afstöðu til þeirrar spurningar. brjann@frettabladid.is Meirihlutinn vill ekki lækka áfengiskaupaaldurinn í 18 ár Tæpur þriðjungur landsmanna vill lækka áfengiskaupaaldurinn í átján ár samkvæmt skoðanakönnun Frétta- blaðsins og Stöðvar 2. Þjóðin klofnar í tvo jafn stóra hópa þegar spurt er um sölu áfengis í matvöruverslunum. ■ Mjög hlynnt(ur) ■ Frekar hlynnt(ur) ■ Hvorki hlynnt(ur) né andvíg(ur) ■ Frekar andvíg(ur) ■ Mjög andvíg(ur) 100% 0% Ka rla r Ko nu r Bj ör t f ra m tíð Fr am só kn ar fl o kk ur in n Sj ál fs tæ ði sfl o kk ur in n Sa m fy lk in gi n Vi ns tr i g ræ n ➜ Áfengiskaupaaldur Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ertu því að lækka áfengiskaupaaldurinn í 18 ár? 39,3 17,0 15,5 13,1 15,1 % Allir ➜ Áfengi í matvöruverslunum Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ertu því að heimilt verði að selja áfengi í mat- vöruverslunum? 31,2 29,9 15,314,7 8,9 Karlar Konur Björt framtíð Framsóknarfl okkurinn Sjálfstæðisfl okkurinn Samfylkingin Vinstri græn 100%0% ■ Mjög hlynnt(ur) ■ Frekar hlynnt(ur) ■ Hvorki hlynnt(ur) né andvíg(ur) ■ Frekar andvíg(ur) ■ Mjög andvíg(ur) % Allir Heimild: Könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 dagana 27. og 28. febrúar 2013 ÞURFA AÐ BÍÐA Meirihluti landsmanna vill ekki lækka áfengiskaupaaldurinn úr 20 árum í 18 ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Virðing Réttlæti F í t o n / S Í A VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Rafræn allsherjaratkvæðagreiðsla meðal félagsmanna VR vegna kjörs formanns og sjö sæta í stjórn og þriggja til vara, skv. 20. gr. laga félagsins, hefst kl. 09:00 þann 7. mars nk. og lýkur kl. 12:00 á hádegi þann 15. mars nk. Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast á www.vr.is eða með því að hringja á skrifstofu félagsins í síma 510 1700. Kjörstjórn VR Allsherjar- atkvæðagreiðsla ÁRBORG Bæjarstjórn Árborgar hefur ákveðið að segja sveitar- félagið úr samstarfi um Skóla- skrifstofu Suðurlands og fella sér- fræðiþjónustu sem þar er veitt inn í eigið stjórnkerfi. Úrsögnin er sögð liður í framtíðar sýn fyrir sérfræði- þjónustu skóla í sveitarfélaginu þar sem áhersla er á þróun þjón- ustunnar til hagsbóta fyrir not- endur hennar. Sjö af níu bæjar- fulltrúum samþykktu ákvörðunina sem er byggð á úttekt sérfræðinga. Annar bæjarfulltrúa Samfylk- ingar og fulltrúi V-lista sögðu að með úrsögninni væri Árborg að bregðast sem stærsta sveitar- félagið á Suðurlandi. „Það er ekki góður samstarfsaðili sem ákveð- ur einhliða að segja sig frá margra ára farsælu samstarfi án þess að eiga gagnkvæmar samræður við samstarfsaðila sína og láta sig varða hvaða áhrif það hefur á sér- fræðiþjónustu í hinum sveitar- félögunum,“ bókuðu fulltrúarnir. Fulltrúi Framsóknarflokks sagði að á meðan það hefði legið í loftinu að Árborg segði sig úr samstarfinu um Skóla- skrifstofuna hefði ekkert hinna sveitar félaganna rætt við Árborg um þá væntanlegu stöðu. „Má furða sig á því að þau hafi ekki gert það ef þeim er umhugað um þetta samstarf,“ bókaði fulltrúi Framsóknar flokksins. - gar Stærsta sveitarfélag Suðurlands hættir samstarfi: Árborg vill reka eigin skólaþjónustu RÁÐHÚS ÁRBORGAR Tveir fulltrúar í bæjarstjórn sögðu Árborg bregðast sem stærsta sveitarfélagið með úrsögn úr Skólaskrifstofu Suðurlands. SJÁVARÚTVEGUR Síldarvinnslan hefur tekið á móti rúmlega 108 þúsund tonnum af loðnu á yfir- standandi vertíð en til viðbótar voru fjögur skip á landleið með góðan afla. Fiskimjölsverksmiðjan í Nes- kaupstað hefur tekið á móti 52.000 tonnum og bræðslan á Seyðisfirði 28 þúsund tonnum. Þá hefur bræðsla fyrirtæksins í Helguvík tekið á móti 11 þúsund tonnum og Fiskiðjuverið í Nes- kaupstað 17 þúsund tonnum. - shá Loðnuvertíð í hámarki: Komnir yfir 100.000 tonnin SAMGÖNGUR Fimm þingmenn Norðvesturkjördæmis hafa lagt fram þingsályktunartil- lögu um að láta kanna kosti þess að gera Alexanders- flugvöll á Sauðárkróki að vara- flugvelli fyrir Keflavíkur- flugvöll, Reykjavíkur flugvöll og Akureyrar flugvöll. Í greinargerð með tillögunni segja flutningsmenn að með þessu væri hægt að tryggja enn frekar öryggi flugsamgangna. Einsýnt sé að „verulegur ávinningur“ gæti legið í upp- byggingu vallarins, þar sem hann sé vel staðsettur og vega- samgöngur til Sauðárkróks góðar. - þj Tillaga fimm þingmanna: Einsýnt að hafa varaflugvöll á Sauðárkróki LOÐNA Síldarvinnslan setti nýlega met í loðnufrystingu. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.