Fréttablaðið - 05.03.2013, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 5. mars 2013 | SKOÐUN | 13
Fyrir rúmri viku var birt
grein í New England Journal
of Medicine þar sem farið var
yfir rannsókn sem gerð var með
rúmlega 7.000 einstaklingum á
Spáni þar sem skoðað var hvaða
áhrif tiltekið mataræði hefði á
hjarta- og æðasjúkdóma. Þetta
er ein fárra slíkra sem gerðar
hafa verið, en hún er sambæri-
leg að upplagi og þegar gerðar
eru stærri rannsóknir með tilliti
til virkni lyfja sem kallast RCT
(Randomized Controlled Trial)
og eru undirstöður svokallaðrar
sannreyndrar læknisfræði.
Þarna var verið að bera saman
þrjá hópa einstaklinga um nokk-
urra ára skeið sem fylgdu leið-
beiningum um mataræði sem
nefnt er eftir Miðjarðarhafinu
með ákveðnum áherslum á aukna
neyslu ólífuolíu hjá einum þeirra,
hnetuneyslu hjá öðrum og í þeim
þriðja var almennt verið að leið-
beina um lækkun á fituneyslu auk
fræðslu til allra. Hóparnir voru
samsettir úr einstaklingum á
bilinu 55-80 ára sem höfðu áhættu-
þætti hjarta- og æðasjúkdóma en
voru ekki með sjúkdómsgrein-
ingu. Það sem kemur í ljós er að
þeir sem héldu sig við ofangreint
mataræði og máltíðir Miðjarðar-
hafsins sýndu fram á marktæka
lækkun á tíðni hjarta- og æða-
sjúkdóma, eða allt að 30%, sem er
svipað og við sjáum hjá þeim sjúk-
lingum sem nota blóðfitulækkandi
lyf í forvarnarskyni.
Samanburð vantar
Okkur hefur reyndar lengi grunað
að þessi samsetning á mataræði
hefði jákvæð áhrif á þróun hjarta-
og æðasjúkdóma og eru eldri
rannsóknir til sem ber að sama
brunni. Það eru hins vegar engar
rannsóknir til sem sýna muninn
á milli breytingar á mataræði og
fylgni við slíkt samanborið við
lyf og/eða lyfleysu. Þegar maður
rýnir í rannsóknir verður því ljóst
að okkur er ekki alveg að takast
að bera saman þá hluti sem við
helst vildum þegar kemur að því
að gefa ráðleggingar og leiðbein-
ingar til almennings.
Þá vantar sárlega að bera
saman mismunandi tegundir mat-
aræðis, þar sem það er ekki leng-
ur sérstaklega bundið við ákveðin
landsvæði heldur geta einstakling-
ar í hinum vestræna heimi nánast
valið sér hvaða línu þeir aðhyllast
hverju sinni, sem er gott. En hvort
við eigum að drekka rauðvín og
dreypa á ólífuolíu með hnetum,
ávöxtum og grænmeti líkt og við
Miðjarðarhafið eða borða hráan
fisk og sjávargróður eins og þang
og þörunga líkt og í fjarlægri Asíu
er óljóst. Stanslaus áróður um
það hvað er hollt og óhollt getur
hins vegar ruglað mann talsvert
í ríminu. Fagaðilarnir eru jafn-
vel orðnir óöruggir um það hvað
þeir eigi að segja skjólstæðingum
sínum og taka lítinn sem engan
þátt í umræðunni sem er stýrt af
hagsmunapoti aðila sem hafa oft-
sinnis litla sem enga þekkingu á
starfsemi líkamans eða samsetn-
ingu matar og næringar.
Gríðarlegir hagsmunir
Þá verður að telja það einnig
til að hagsmunirnir eru gríðar-
legir þegar horft er til lýðheilsu.
Hjarta- og æðasjúkdómar eru
algengastir sjúkdóma og leggja
flesta að velli í hinum vestræna
heimi og víðar. Því verðum við að
finna ráð til að sporna við þeirri
þróun sem orðið hefur. Á sama
tíma eru hagsmunir lyfjaiðnaðar-
ins geysimiklir, þar sem stærstu
tekjupóstar hans liggja einmitt í
framleiðslu á lyfjum til meðhöndl-
unar og forvarna gegn þessum
sömu sjúkdómum. Það væri því
ekki hjálplegt fyrir þann iðnað ef
hægt væri að sýna fram á betri
árangur með því að fara út í búð
og kaupa ákveðnar matartegundir
heldur en að taka töflur.
Líklega munu slíkar rannsóknir
ekki eiga sér stað í náinni fram-
tíð en það verður áhugavert að
skoða þær þegar fram líða stund-
ir. Þangað til munu læknar áfram
stunda sannreynda læknisfræði
eins og hún er kölluð (evidence
based medicine) og ef við eigum
að trúa þessari rannsókn getum
við augljóslega gefið leiðbeining-
ar um máltíðir Miðjarðarhafsins
eins og Pollo Sofrito með glasi
af góðu Brunello di Montalcino
og espresso með vænu stykki af
70% súkkulaði í eftirrétt. Góðar
stundir!
Máltíðir Miðjarðarhafsins
HEILSA
Teitur
Guðmundsson
læknir
Þegar maður rýnir í
rannsóknir verður því
ljóst að okkur er ekki alveg
að takast að bera saman þá
hluti sem við helst vildum …
Umræða um kynferðislegt
ofbeldi gegn börnum hefur
verið mikil í samfélaginu
að undanförnu og hefur
verið rætt um það hvernig
best sé að tryggja börnum
það öryggi og skjól sem þau
eiga að búa við. Aðgerðar-
áætlun Reykjavíkurborgar
gegn kynbundnu ofbeldi og
ofbeldi gegn börnum, sem
samþykkt var á liðnu ári,
er stórt skref í baráttunni
gegn ofbeldi. Mannréttind-
aráð og Mannréttindaskrif-
stofa Reykjavíkur hafa
haft forgöngu um að vinna
þessa aðgerðaráætlun, en fjölmargir
lögðu til þekkingu og reynslu, bæði
borgarstarfsfólk og einnig fulltrúar
ýmissa grasrótar- og hagsmunasam-
taka sem búa yfir víðtækri reynslu
af starfi sem tengist kynbundnu
ofbeldi og ofbeldi gegn börnum.
Áætlun Reykjavíkurborgar skipt-
ist í tvo hluta. Fyrri hlutinn fjallar
um aðgerðir gegn kynbundnu
ofbeldi og sá síðari um aðgerðir
gegn ofbeldi gegn börnum. Allt eru
þetta raunhæfar aðgerðir og skýrt
skilgreint hvaða svið borgarinnar
ber ábyrgð á hverri aðgerð. Mann-
réttindaráð leggur ríka áherslu á
að fylgja þessari áætlun eftir með
samvinnu mismunandi sviða borg-
arinnar og einnig með samvinnu við
hagsmunasamtök og ríki. Við viljum
taka höndum saman og beita okkur
gegn þessu ógnvænlega ofbeldi með
fræðslu, meðferð fyrir gerendur og
þjónustu við brotaþola – til hagsbóta
fyrir okkur öll.
Barnasáttmáli lögfestur
Það eru einnig afar góð tíðindi að
frumvarp sem lögfestir Barnasátt-
mála Sameinuðu þjóðanna hér á
landi skuli afgreitt á þingi.
Barnasáttmálinn, sem var
samþykktur á allsherjar-
þingi Sameinuðu þjóðanna
árið 1989, var fullgiltur á
Íslandi árið 1992, en hins
vegar verður að lögfesta
alþjóðlega samninga til að
þeir hafi bein réttaráhrif
hér á landi. Þess vegna
hefur ekki verið hægt að
beita barnasáttmála Sam-
einuðu þjóðanna með beinum hætti
fyrir íslenskum dómstólum hingað
til og því er afar mikilvægt skref
að lögfesta hann. Barnasáttmálinn
felur í sér viðurkenningu á að börn
séu hópur sem þarfnast sérstakrar
verndar umfram fullorðna og kveð-
ur á um ýmis réttindi barna. Það er
mikilvægt fyrir allt mannréttinda-
starf sem lýtur að börnum í borginni
að lögfesta Barnasáttmálann.
Mannréttindi skilgreind
Þá hefur mannréttindaráð Reykja-
víkur staðið fyrir vinnu við að skil-
greina mannréttindi ákveðinna
samfélagshópa; hópa sem standa að
einhverju leyti höllum fæti. Þann-
ig hafa grundvallarmannréttindi
útigangsfólks verið skilgreind og
nýverið var skipaður starfshópur til
að skilgreina grundvallarmannrétt-
indi eldri borgara, sérstaklega með
tilliti til sjálfstæðis og sjálfsákvörð-
unarréttar.
Borgarstjórn Reykjavíkur tekur
mannréttindamál alvarlega og hefur
sett mannréttindamál afgerandi á
oddinn. Þannig borgarsamfélag vilj-
um við skapa,.
Mannréttindi
MANNRÉTTINDI
Margrét K.
Sverrisdóttir
formaður mann-
réttindaráðs
Reykjavíkur og
varaborgarfulltrúi
Samfylkingarinnar
➜ Þannig borgar-
samfélag viljum við
skapa.
Nýr og enn betri Mercedes-Benz GLK
ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is
Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi
Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“
á Facebook
Nýr Mercedes-Benz GLK er einstaklega öflugur og ríkulega búinn sportjeppi. Dráttargetan er heil 2.400 kg og
hann eyðir aðeins 6,5 l/100 km í blönduðum akstri. Hjá Öskju á Krókhálsi 11 bíður þín glæsilegur GLK til
sýnis og reynsluaksturs. Verð frá 7.590.000 kr. (220 CDI með 7 þrepa sjálfskiptingu). Til afhendingar strax.
www.mercedes-benz.is.
- . .
og hann eyðir aðeins 6,5 l/100 km í blönd ðum akstri. Hjá Öskju á Krókhálsi 11 bíður þín glæsilegur GLK til
. . . . . .
. - .i .