Fréttablaðið - 05.03.2013, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 05.03.2013, Blaðsíða 18
FÓLK|HEILSA FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir jmh@365.is s 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, s 512 5432 Elsa Jensdóttir elsaj@365.is s. 512-5427 ■ HÚÐKRABBAMEIN Offitugenið svokallaða gæti einnig aukið líkur á alvarleg- ustu gerð húð- krabbameins samkvæmt könnun sem nýlega birtist í Nature Genetics. Offitugenið hefur áður verið tengt öðrum sjúkdómum en þetta er í fyrsta sinn sem teng- ing við húðkrabbamein finnst. Niðurstöðurnar hafa orðið til þess að vísindamenn velta nú fyrir sér hvort genið geti tengst enn fleiri sjúkdómum. Nánar er sagt frá á www.bbc.co.uk. OFFITUGEN GÆTI TENGST KRABBAMEINI BLOGGAR UM LYFJANOTKUN Vilhjálmur Ari Arason heilsugæslulæknir varar við ofnotkun Voltaren Dolo og annarra bólgu- eyðandi lyfja í pistli sínum á Eyjunni. MYND/GVA Voltaren Dolo og önnur díklófenak-skyld lyf hafa verið í umræðunni undanfarið ár vegna rannsókna hjartalæknisins Gunnars Gíslasonar. Þær sýna að hætta á hjartaáfalli og heilablóðfalli eykst við notkun lyfsins umfram önnur gigtarlyf. Vilhjálmur Ari Arason heilsugæslulæknir varar við ofnotkun slíkra lyfja. „Lyfjastofnun Evrópu skoðar nú að taka Voltaren Dolo og önnur díklófenak-skyld lyf af lausa- sölumarkaði meðal annars í ljósi rann- sókna Gunnars. Sumir myndu segja að um ofnotkun væri að ræða á þessum lyfjum sérstaklega þar sem um lausa- sölulyf er að ræða sem eru grimmt auglýst í dag.“ LANGTÍMA LAUSNIR Oft eru bólgueyðandi lyf tekin á röngum forsendum eins og við höfuðverk eða vöðvabólgu. „Vöðvabólga er í raun bara stífir vöðvar eða blóðrásartruflanir sem valda verkjum.“ Lyf eins og Voltaren slær á verk- ina vegna verkjastillandi verkunar en bólgueyðandi áhrifin eru engin þar sem engar bólgur er að finna. „Vöðvabólga er tengd lífsstíl og álagi og á ekki að leysa með töfluáti. Betra er að leita staðbundinna lausna. Til dæmis hjá sjúkraþjálfa sem hjálpar fólki að finna rót vandans og lausnir í framhaldi. Sé ætlunin að slá tímabundið á verkina eru önnur lyf hentugri, til dæmis Paraseta- mól.“ Bólgueyðandi lyf líkt og Voltaren er ofnotað víðar eins og gegn ýmsum bráðabólgum. „Á sama tíma vitum við að tognað liðband grær betur ef líkam- inn fær að sjá um það sjálfur. Bólgan er oft hluti af eðlilegu ferli líkamans til að græða.“ ÖNNUR LYF BETRI Að sögn Vilhjálms eru gigtarlæknar farnir að benda eldra fólki með slitgigt á að nota frekar Parasetamól til að koma í veg fyrir magabólgur og blæðingar sem eru þekktar aukaverkanir Voltarens og fleiri gigtarlyfja. Vilhjálmur bendir á að lyfið Voltaren Dolo sé nú auglýst sem alhliða verkja- stillandi lyf. Þannig sé hvatt til inntöku lyfs sem fyrst og fremst hafi kröftuga bólgueyðandi verkun við verkjum sem hafa ekkert með bólgur að gera. „Alvar- legar aukaverkanir geta auðveldlega fylgt Voltaren Dolo og umhugsunarefni hvort ekki ætti að taka það alfarið úr lausasölu. Enda talið varasamara en önnur gigtarlyf.“ ■ vidir@365.is VARASAMAR AUKAVERKANIR MARKAÐSVARA? Voltaren Dolo er auglýst sem alhliða verkjalyf en er þó fyrst og fremst bólgueyðandi lyf með hugsanlegar varasamar aukaverkanir. Nýtt námskeið hefst 26. septemberNýtt námskeið hefst 6. mars handhægi D-vítamín úðinn, hámarksnýting Fæst í apótekum, heilsubúðum og stórmörkuðum. Eru ekki allir örugglega að fá sér D vítamín núna? 3 mánaða skammtur www.gengurvel.is Save the Children á Íslandi Hrefna Indriðadóttir, sjúkraþjálfari BSc og Sólveig Björg Hlöðvesdóttir, sjúkraþjálfari BSc hafa flutt starfsemi sína frá Gigtlækningastöðinni í Ármúla – í BATA sjúkraþjálfun ehf., Kringlunni 7 (hús verslunarinnar), 103 Reykjavík. Þær hafa báðar mikla reynslu og þekkingu á sjúkraþjálfun gigtarfólks og munu framvegis sinna þeim hópi skjólstæðinga hjá BATA sjúkraþjálfun. Sólveig Björg Hlöðvesdóttir Hrefna Indriðadóttir Hjá BATA sjúkraþjálfun starfa nú 12 sjúkraþjálfarar og þar er kappkostað að bjóða frábæra þjónustu. Aðstaða, aðbúnaður og aðkoma er með því besta sem gerist hér á landi og fjölhæfni sjúkraþjálfara mjög mikil. Upplýsingar og tímapantanir í síma 553 1234 og á heimasíðu BATA sjúkraþjálfunar ehf. - www.bati.is Einkarekið apótek Lágt lyfjaverð - góð þjónusta Sogavegi við Réttarholtsveg Opið kl. 9-18 • Sími 5680990 • www.gardsapotek NÁMSKEIÐ Í BAKNUDDI MEÐ ILMKJARNAOLÍUM OG ÞRÝSTIPUNKTUM Helgina 2. - 3. febrúar n.k. frá 11:00 - 15:00 HEFURÐU ÁHUGA Á AÐ VINNA SJÁLFSTÆTT? Svæðanuddnám byrjar fimmtudaginn 7. mars n.k. frá kl. 18.00- 20.00. Kennsla á fimmtudögum í mars og apríl, en frá maí á miðvikudagskvöldum frá kl. 17.00-21.00 Upplýsingar í síma 8969653 og á heilsusetur.is.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.