Fréttablaðið - 05.03.2013, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 05.03.2013, Blaðsíða 38
5. mars 2013 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 30 „Þetta var í annað sinn sem við héldum hraðstefnumót og þau virð- ast ætla að verða mjög vinsæl,“ segir Gerður Huld Arinbjarnar- dóttir, sem rekur fyrirtækið Sam- bandsmiðlun. Fyrirtækið þjónustar einstaklinga í makaleit og skipu- leggur uppákomur á borð við hrað- stefnumót, hópstefnumót og fyrir- lestra. Hraðstefnumótin eru haldin í samstarfi við skemmtistaðinn Thorvaldsen og komast fjörutíu manns að í hvert sinn. Stefnu mótin fara fram á þann hátt að pörin fá fimm mínútur til þess að kynnast áður en bjöllu er hringt og hefst þá næsta stefnumót. „Fólk merk- ir síðan við á blað hvort það hafi áhuga á að hitta einstaklinginn aftur og skilar blöðunum svo til okkar. Ef sömu tveir einstaklingar hafa merkt hvor við annan komum við þeim í samband,“ útskýrir Gerður Huld. Hún segir meirihluta fara á annað stefnumót í kjölfarið. Hraðstefnumótin eru skipu- lögð eftir aldri, síðast mættu ein- staklingar á aldrinum 40 til 55 ára og þann 27. mars verður haldið „Ég les alltaf tímaritið Entrepreneur. Þetta er frumkvöðla- og viðskipta- blað sem ég hef mjög gaman af. Seinna langar mig að reyna við bókina 50 Shades of Grey.“ Andrés Þór Björnsson innanhússarkitekt. BÓKIN Hraðstefnumótin slá í gegn Sambandsmiðlun stendur fyrir hraðstefnumótum. Fólk opið fyrir nýjunginni. VINSÆL HRAÐSTEFNUMÓT Gerður Huld Arinbjarnardóttir, til vinstri, og Rakel Ósk Orradóttir. Fyrirtækið Sambandsmiðlun skipuleggur hrað- stefnumót sem hafa slegið í gegn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Við kjósum að kalla þetta framkvæmdahús því við framkvæmum það sem kúnninn vill eins og nafnið gefur til kynna,“ segir Orri Helgason, einn af eigend- um hins nýstofnaða fyrirtækis Wedo. Wedo er stofnað af þeim Orra og Guðmundi Ragn- ari Einarssyni en fyrirtækið sérhæfir sig í markaðs- málum á netinu, vefhönnun og forritun. Fyrir tækið er með sex starfsmenn og þar á meðal er einn af meðeigendunum, hönnuðurinn Charles Andrew Christie sem hefur unnið fyrir heimsþekkt vöru- merki á borð við BMW. Orri segir erfitt að skilgreina verkefni fyrirtæk- isins því það kemur inn á mörg svið og þess vegna kjósa þeir að kalla sig framkvæmdahús. „Þegar við byrjuðum að spá í þetta fyrir þremur árum bar hug- myndin vinnuheitið „Lúllabúð“ enda langaði okkur að við yrðum eins og gamla kaupfélagið eða Melabúðin. Þú átt að geta fengið allt á einum stað og okkar mark- mið er að vinna sem mest með kúnnanum,“ segir Orri, en fyrirtækið sér einnig um að framleiða stutt- myndir, kynningarmyndir fyrir fyrir tæki sem og að búa til auglýsingar af ýmsum toga. Nú þegar er kominn upp Wedo-skrifstofa í Genf í Sviss en það er kunningi Orra sem stendur á bak við hana. „Hann var með lítið fyrirtæki úti með svipaða starfsemi og Wedo. Við ákváðum því að sam- eina krafta okkar og mynda öflugt teymi undir sama nafni en það gerir okkur kleift að vinna út fyrir landsteinana.“ Hægt er að fræðast meira um fram- kvæmdahúsið á vefsíðunni Wedo.is. - áp Allsherjar framkvæmdahús Orri Helgason er meðal eigenda nýja fyrirtækisins Wedo. GERA ALLT Orri Helgason og Guðmundur Ragnar Einarsson eru stofnendur Framkvæmdahússins Wedo. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Leikarinn Jóhannes Haukur J ó h a n n e s s o n l e i k s t ý r i r nýjum heimildar þáttum sem verða sýndir á Stöð 2 í apríl. Þar ræðir hann við kollega sína af eldri kynslóðinni, þá Ladda, Karl Ágúst Úlfsson og Sigurð Sigur- jónsson, sem standa á bak við ein- leikinn Laddi lengir lífið sem verð- ur frum sýndur í Hörpu 5. apríl. Þar fá áhorfendur í fyrsta sinn að kynnast Ladda í eigin persónu. „Ég hef verið að vinna með þess- um mönnum síðastliðin ár við mis- munandi tækifæri. Nú síðast lékum við Laddi saman í Vesalingunum í Þjóðleikhúsinu. Það er svo hrika- lega gaman og fáránlega áhuga- vert að tala við þessa menn um það sem snýr að okkar fagi og í raun um hvað sem er. Þeir hafa frá svo mörgu að segja, þeir hafa svo mikla reynslu og mér hefur þótt svo afskaplega vænt um að fá að eiga þessi samtöl við þessa menn,“ segir Jóhannes Haukur um þessa nýju þætti. Þeir verða að öllum lík- indum þrír talsins og verður hver þeirra hálftíma langur. Áætlað er að sýna fyrsta þáttinn fyrir frum- sýninguna á Laddi lengir lífið. Þetta verður fyrsta leikstjóra- verkefni Jóhannesar Hauks síðan hann útskrifaðist sem leikari úr Lista háskólanum. „Þegar ég heyrði af þessu verk- efni þeirra þriggja, datt mér í hug að reyna að fanga þessa stemningu sem ég upplifi með þeim og miðla henni til fólksins heima í stofu. Mér þótti áhugavert að Laddi væri í raun að byrja upp á nýtt í þessari sýningu, og styðst ekki við gömlu karakterana. Það er ekkert sjálf- gefið að listamenn nenni að standa í því að finna sig upp á nýtt eftir sextugsaldurinn,“ segir hann. Jóhannes leikstýrir þáttum um Ladda Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson leikstýrir nýjum heimildarþáttum um Ladda. Karl Ágúst Úlfsson og Sigurður Sigurjónsson koma einnig við sögu. Save the Children á Íslandi Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 HARÐFISKUR - barinn og óbarinn LAXAFLÖK - beinhreinsuð og flott 80 manns sóttu um á síðasta hrað stefnumót stefnumót fyrir aldurinn 25 til 40 ára. Innt eftir því hvort Íslending- ar séu opnir fyrir svona nýjung- um segir Gerður Huld svo vera. „Fólk er feimið til að byrja með, en þegar líður á kvöldið slakar það á. Við höfum átt í erfiðleikum með að rýma húsnæðið í lok kvölds því fólk er svo upptekið við að spjalla.“ - sm ➜ Hallgrímur Ormar úr Heilsubælinu í Gervahverfi er uppáhalds Laddapersóna Jóhannesar Hauks. Jóhannes bætir við að verkefnið hafi aðeins undið upp á sig. „Við fórum t.d. á stúfana með Ladda þar sem hann var að prófa eitthvað af nýja efninu á uppistandssýningu hjá Mið-Íslandi. Við fengum að kynnast því hvernig eitt stykki ein- leikur með Ladda, bara nýtt efni, verður til,“ segir hann. „Þetta var með afbrigðum áhugaverð stúdía fyrir mig og ég er ekki í nokkr- um vafa um að áhorfendur heima í stofu muni hafa gagn og gaman af.“ freyr@frettabladid.is NÝIR HEIMILDAR ÞÆTTIR Jóhannes Haukur Jóhannes- son leikstýrir nýjum heimildar þáttum um Ladda sem verða sýndir í apríl. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.