Fréttablaðið - 05.03.2013, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 05.03.2013, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 5. mars 201319TÍMAMÓT 5. mars 2013 ÞRIÐJUDAGUR Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR SALVARSDÓTTIR fyrrum húsfreyja í Vigur lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði föstudaginn 1. mars. Útför hennar fer fram frá Ögurkirkju laugardaginn 9. mars kl. 11. Hafsteinn Hafliðason Iðunn Óskarsdóttir Björg Baldursdóttir Ragnheiður Baldursdóttir Óskar Óskarsson Bjarni Baldursson Salvar Baldursson Hugrún Magnúsdóttir Björn Baldursson Ingunn Ósk Sturludóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HALLDÓR S. SIGURÐSSON Leynisbrún 16, Grindavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þann 25. febrúar. Útför hans fer fram frá Grindavíkurkirkju miðvikudaginn 6. mars kl. 13.00. Jóna Þorkelsdóttir Sigurður Halldórsson Laufey Þórdís Sigurðardóttir Unnur Heiða Halldórsdóttir Þorkell Halldórsson og barnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, FRIÐFRÍÐAR DODDU RUNÓLFSDÓTTUR Byggðarholti 11, Mosfellsbæ. Aðstandendur. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ODDNÝ SIGURRÓS SIGURÐARDÓTTIR Suðurgötu 17, Sandgerði, lést á Hjúkrunarheimilinu Garðvangi, Garði, mánudaginn 25. febrúar. Útför verður frá Safnaðarheimilinu í Sandgerði fimmtudaginn 7. mars kl. 14.00. Jóhann Guðbrandsson Guðbrandur Jóhannsson Sigurður Jóhannsson Ingibjörg Bjarnadóttir Jóhann Magni Jóhannsson Guðbjörg Antonía Guðfinnsdóttir Hjörtur Vignir Jóhannsson Ester Grétarsdóttir Hafdís Jóhannsdóttir Bjarni Ástvaldsson Harpa Jóhannsdóttir Árni Baldvin Sigurpálsson Hlynur Jóhannsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur bróðir minn og frændi okkar, GÍSLI BJARNASON Hjúkrunarheimilinu Hlíð, Akureyri, lést þriðjudaginn 26. febrúar á heimili sínu. Jarðarförin fer fram frá Höfðakapellu föstudaginn 8. mars kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktarsjóð Hjúkrunar- og dvalarheimilisins Hlíðar. Fyrir hönd aðstandenda Lóa Bjarnadóttir Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BALDUR HELGASON rafmagnstæknifræðingur, Vogatungu 22, Kópavogi, lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð laugardaginn 2. mars. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju þann 21. mars kl. 13.00. Anna Einarsdóttir Helgi Einar Baldursson Stella Sigríður Benediktsdóttir Ásbjörn Garðar Baldursson Sjöfn Tryggvadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar okkar ástkæru ÞÓRUNNAR (DÚU) MAGNÚSDÓTTUR sem var jarðsungin frá Aðventkirkjunni í Reykjavík þann 22. febrúar. Sérstakar þakkir til hins einstaka starfsfólks Dvalarheimilisins Hraunbúða og Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja. Séra Þóra Jónsdóttir fær líka alúðarþakkir fyrir allt. Aðstandendur. Elskulegur faðir okkar, afi, sonur og bróðir, FREYR NJARÐVÍK Hátúni 10, Reykjavík, varð bráðkvaddur á Landspítalanum í Fossvogi 1. mars sl. Útförin verður í kyrrþey. Úlfur Kolka Freysson Teresa Dröfn Njarðvík Pétur Hafsteinn Bera Dís Bera Þórisdóttir Njörður P. Njarðvík Hildur Njarðvík Urður Njarðvík MERKISATBURÐIR 473 Glycerius verður Rómarkeisari. 1770 Fjöldamorðin í Boston: Fimm menn eru drepnir af bresk- um hersveitum. Þessi atburður verður ein af kveikjunum að bandarísku byltingunni fimm árum síðar. 1865 Kirkjan á Möðruvöllum í Hörgárdal brennur. Arngrímur Gíslason listmálari málar mynd af þessum atburði og telst hún vera fyrsta íslenska atburðarmyndin. 1912 Fiskverkakonur í Hafnarfirði hefja verkfall sem stendur í nokkrar vikur. Er það í fyrsta skiptið sem konur fara í verkfall á Íslandi. 1932 Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis hefur starfsemi sína. 1933 Nasistaflokkurinn í Þýskalandi fær 44 prósent greiddra atkvæða í þingkosningum. 1946 Winston Churchill heldur fræga ræðu þar sem hann nefn- ir Járntjaldið í fyrsta skipti. 1970 Ísland gerist aðili að Fríverslunarsamtökum Evrópu, EFTA. Vinafélag Kerlingarfjalla verður stofn- að eftir rétta viku og segir Halldóra Hjörleifsdóttir sem setið hefur í undir- búningshópi að stofnun félagsins löngu tímabært að huga að þessu fallega svæði. „Hugmyndin er sú að Vinafélagið verði félags sem heldur utan um umhverfi og náttúru í Kerl- ingarfjöllum. Við myndum til dæmis sækja um styrki og framlög til að bæta aðgengi þarna á svæðinu og bæta alla aðstöðu. Meðal þess sem vantar á þessum slóðum eru göngustígar og merkingar. Þarna er til dæmis heitt vatn úti um allt sem mætti öryggisins vegna merkja betur,“ segir Halldóra, sem var fulltrúi Hruna- mannahrepps í undirbúningshópinum. Auk hennar sátu í honum Fríða Björg Eðvarðsdóttir, sem var fulltrúi Land- verndar, og Friðrik Stefán Halldórs- son sem sat hópinn sem fulltrúi Fann- borgar, fyrirtækisins sem rekið hefur ferðaþjónustuna í Kerlingarfjöllum. Halldóra segir umferð um og ásókn í Kerlingarfjöll sífellt vera að aukast. „Fyrst og fremst er sumartraffík á svæðinu þó svo að vetrarferðamennsk- an sé alltaf einhver. En við erum aðal- lega að hugsa um ferðamennskuna að sumarlagi. Við viljum alls ekki að upp komi sú staða að umhverfið líði of mikið fyrir ágang ferðamanna. Við viljum að sjálfsögðu að fólk geti notið fjallanna, en viljum ekki að það sjái á náttúrunni. Við viljum sjá hana fallega um aldur og ævi.“ Stofnfundurinn verður haldinn í félagsheimili Hrunamannahrepps að Flúðum 12. mars næstkomandi og hefst hann klukkan fimm og eru allir velkomnir. sigridur@frettabladid.is Vilja standa vörð um velferð Kerlingarfj alla Halldóra Hjörleifsdóttir er í hópi fólks sem stendur að fundi um stofnun Vinafélags Kerlingarfj alla. Hún segir umferð um þessa náttúruperlu sífellt vera að aukast og því mikilvægt að huga vel að henni. Fundurinn verður haldinn að Flúðum í næstu viku. KERLINGARFJÖLL Eru vinsæll áfangastaður ferðamanna einkum að sumarlagi. HALLDÓRA HJÖR- LEIFSDÓTTIR Kerlingarfjöll eru skammt í suðvestur frá Hofsjökli, á vatnaskilum Hvítár og Þjórsár. Þau eru þyrping strókmyndaðra tinda og eggja sem ná yfir um það bil 150 ferkílómetra svæði. Fjöllin sjást mjög langt að og eru hæstu tindarnir í um 1.500 metra hæð yfir sjávarmáli. Ásgarðsá og Kisa mynda mikið árskarð í gegnum fjöllin og kljúfa þau í tvo meginhluta, austur- og vesturfjöll. Mikið jarðhitasvæði er á söðlinum milli ánna. Á Austurfjöllunum er hæsti og hrikalegasti hluti svæðisins. Hæstu tindarnir eru Loðmundur og Snækollur. Sagt er að ofan af Snækolli sé í góðu skyggni hægt að sjá til hafs bæði í suðri og norðri. Á Vesturfjöllunum ber hæst tindana Ögmund og Hött. Bílferðir hófust á Kili í kjölfar þess að Hvítárbrúin var byggð árið 1933 en á árunum þar á eftir fikruðu menn sig á bílum í átt að Hveravöllum. Bílfært varð í Kerlingarfjöll árið 1936. Árið 1961 hófu menn að kanna möguleika til skíðaiðkunar í Kerlingarfjöllum. Félagið Fannborg hóf starfsemi árið 1963 eftir að gengið hafði verið frá samningi við hreppsnefnd Hrunamannahrepps um afnot af svæðinu og byggði upp öfluga starfsemi í Ásgarði, gisti- og mötuneytisaðstoðu, vatnsveitu, rafveitu, fráveitur, heita potta, skíðalyftur, vegi og annað sem til þurfti vegna starfseminnar. Í dag hefir skíðaiðkun lagst af sökum breytinga í snjóalögum að sumri til og því lögð áhersla á gönguferðir og aðra útivist. www.kerlingarfjoll.is Útivistarsvæði í áratugi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.