Fréttablaðið - 05.03.2013, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 05.03.2013, Blaðsíða 19
BÍLAR ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2013 Tata Motors, eigandi bæði Jagu-ar- og Land Rover fyrirtækisins hugleiðir nú að flytja hluta fram- leiðslu þessara lúxusbíla til heima- landsins Indlands. Mikil eftirspurn eftir bílum merkjanna í Kína og á Ind- landi hvetur Tata til þessa og að auki myndi fyrirtækið komast hjá háum innflutningstollum á lúxusbílum. Á Indlandi eru nú 75% innflutnings tollar á erlendum lúxusbílum og til stend- ur að hækka þá brátt í 100%. Það væri því gott að geta sneitt hjá slíkum ofur- tollum fyrir söluna þar. Salan í Kína og Indlandi var 22,3% af heildarsölu Jaguar/Land Rover í desember síðast- liðnum. Fyrst Jaguar XF og Land Rover Freelander Fyrstu bílarnir sem horft er til að fram- leiða í Indlandi eru Jaguar XF og Land Rover Freelander og síðan kæmi lík- lega að Range Rover Evoque. Jagu- ar/Land Rover ætla einnig að reisa verksmiðju í Kína í samstarfi við kín- verska bílaframleiðandann Chery og hefur nú þegar fjárfest fyrir 330 millj- arða króna í henni. Jaguar/Land Rover er nú þegar langt á eftir lúxusbíla- framleiðendunum þýsku, BMW, Benz og Audi, auk Volkswagen í framleiðslu bíla í Indlandi, en búist er við því að markaðurinn fyrir lúxusbíla þar muni sexfaldast til ársins 2020. Miklar fjárfestingar og hætt við neikvæðu fjárstreymi Framleiðsla Jaguar og Land Rover í Bretlandi er keyrð í botni til að hafa við eftirspurninni um allan heim og viðbótarframleiðsla á Indlandi og Kína mun líklega ekki verða til þess að störf tapist þar, svo mikil er eftir- spurnin um allan heim. Starfsmenn Jaguar/Land Rover í Bretlandi eru 24.000 talsins. Fyrirtækið er einnig að íhuga verksmiðju í Sádi-Arabíu, en framleiðslan í henni á að hefjast árið 2017. Svo miklar eru fjárfestingar Jagu- ar/Land Rover í nýjum samsetningar- verksmiðjum að hætt er við neikvæðu fjárstreymi hjá fyrirtækinu í ár þrátt fyrir gríðarlega góða sölu og hefur fyrir tækið tilkynnt um þá líklegu stað- reynd. Land Rover ætlar að frumsýna Range Rover Evoque með nýrri 9-gíra sjálfskiptingu, sem og rafknúinn Land Rover Defender á bílasýningunni sem hefst í dag í Genf. Framleiðsla að hluta til Indlands Starfsmaður í verksmiðju Land Rover leggur síðustu hönd á Range Rover bíl. Nýr bíll Kia í Genf Þennan nýja bíl kynnir Kia á bílasýningunni í Genf í dag. Ekki er frá því að hann líkist bæði Mini og Citroën DS3, enda settur til höfuðs þeim. Verður 201 hestöfl og með DSG-skiptingu. » » » Hátíðarfundur 4x4

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.