Fréttablaðið - 05.03.2013, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 05.03.2013, Blaðsíða 30
MENNING 5. mars 2013 ÞRIÐJUDAGUR LEIKLIST ★★★ ★★ Punch Leikstjóri: Tryggvi Gunnarsson NORÐURPÓLLINN Það er alltaf stemning að koma í Norðurpólinn á Seltjarnarnesi. Þeir sem þar fremja sína list leggja líf og limi í sýningarnar, sem oft eru nýstárlegar og frum- legar. Á fimmtudagskvöldið mætti Tryggvi Gunnarsson til leiks með verkið Punch, en Tryggvi stóð einnig fyrir athyglisverðri sýn- ingu í Norðurpólnum fyrir ári eða svo, sem hét Gálma. Nú var hann mættur til leiks ásamt þeim Piet Gitz-Johansen frá Danmörku, Ingrid Rusten frá Noregi og Lisu Hjalmarson frá Svíþjóð. Verkið, sem stutt er af norska menningar- málaráðuneytinu, er flutt á ensku, og þó að ég hefði kosið að þau töl- uðu sín mál þýðir víst lítið að tuða um slíkt. Í verkinu spyrja þessi leik- andi ungmenni erfiðra en marg- endurtekinna spurninga: Hve- nær tekst manninum að útrýma sjálfum sér? Erum við ekki bara hefðir okkar og siðvenjur og dag- legir kækir? Er hægt að gera eitt- hvað nýtt? Er hægt að hugsa eitt- hvað nýtt? Verkið er ekki línuleg frásögn heldur eins konar gjörn- ingur og sem slíkur glettilega framreiddur með mörgum athygl- isverðum myndum. Tónlistin var vel heppnuð. Hljómaði eins og úr hringekju eða biluð grammó- fónplata sem varð þó aldrei þreyt- andi. Leikmyndin, sem minnir á hringekju og sirkus, var heillandi og sagan um stríðið sömuleið- is góð en stríðið í Sarajevo eða hvaða stríð sem er var nálægt í lífi Mr. Punch þótt hann sé ein- hvern veginn utan við allt sem gerist. Daglegar athafnir eins og að borða voru endurteknar í sífellu, kannski nokkuð þreyt- andi en áhrifaríkt, því það er jú einmitt það sem við erum alltaf að gera, nákvæmlega sömu hluti dag eftir dag. Aðalpersóna verks- ins Mr. Punch sjálfur er í höndum Piets Gitz-Johansen sem drífur atburðarrásina áfram. Hann er fimur sem kötturinn og tókst að skemmta áhorfendum þó svo að atriðin hafi í raun og veru fjallað um hvernig hann gæti kálað sér. Allt virðist gert í leik eða eins og hann sé að kynna töfrabrögð fyrir okkur. Sýningin í heild sinni var þó þannig, að hver og einn verður að túlka sjálfur um hvað hún var í raun og veru. Elísabet Brekkan NIÐURSTAÐA: Heldur smart gjörn- ingur sem hefði ekki mátt vera lengri. Glettilega framreiddur gjörningur Getum við aðstoðað? Við bjóðum þeim sem verða 76 ára á árinu upp á öryggisheimsókn Á næstu vikum fá einstaklingar fæddir 1937 bréf – og býðst þeim í framhaldi að fá heimsókn frá fulltrúum Slysavarnafélagsins Landsbjargar þar sem farið verður yfir öryggismál og slysavarnir á heimilinu. Því okkur er annt um heill og heilsu okkar elstu borgara. Nánari upplýsingar á www.landsbjorg.is og www.oryggi.is Hvert heimili sem þiggur heimsókn fær reykskynjara að gjöf! Samtök um sorg og sorgarviðbrögð NÝ DÖGUN www.nydogun. is www.sorg. is sorg@sorg. is Auðbjörg Reynisdóttir hjúkrunarfræðingur ræðir um gildi húmors og hláturs í sorgarferlinu, í erindinu „Hlátur er ekkert grín“ 7. mars n.k. Aðgangur er ókeypis og opinn öllum. Erindið hefst kl. 20:30 í safnaðarheimili Háteigskirkju. Kl. 19:00 - 20:00 er opið hús á sama stað þar sem fólk getur komið og spjallað yfir kaffibolla. Allir velkomnir Dagskrá á vormisseri 2013 4. apríl - Hvað byggir upp eftir sorg og áföll? Halldór Reynisson formaður Nýrrar dögunar. Gildi húmors í sorgarferlinu - Fræðsla um líkamsbeitingu - Vinnustaðaúttektir - Ráðgjöf við gerð áættumats starfa - Vinnuvistarráðgjöf - Innleiðing og kennsla hléæfinga Vinnuvernd ehf. sinnir fræðslu og ráðgjöf á sviði vinnuverndar fyrir alla vinnustaði. Vinnuvernd ehf. er viðurkenndur þjónustuaðili á sviði öryggis og heilbrigðis á vinnustöðum. Nánari upplýsingar í síma 578 0800 og á vinnuvernd.is Vinnuumhverfi á þínum vinnustað Vinnuvernd ehf. hefur um árabil sinnt fræðslu og ráðgjöf á sviði vinnuverndar, heilsuverndar og heilsueflingar. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2013 Tónlist 12.00 Sópransöngkonan Arndís Halla Ásgeirsdóttir syngur á hádegistónleikum í Hafnarborg. Yfirskrift tónleikana er Sönn ást....eða ekki? 20.30 Hljómsveitin Faktor spilar á jazz- kvöldi KEX Hostel. Hljómsveitina skipa Steinar Sigurðarson á saxófón, Baldur Tryggvason á gítar, Valdimar Olgeirsson á bassa og Magnús Tryggvason Elíassen á trommur. Aðgangur er ókeypis. 21.00 Hljómsveitin Skálmöld heldur tónleika í Valhöll á Eskifirði. Tónleikarnir eru hluti af Íslandstúr hljómsveitarinnar sem gengur undir yfirskriftinni Myrkur, kuldi, ís og snjór 2013. Miðaverð er kr. 3.000. Bókmenntir 19.30 Mánaðarlegt stefnumót Bókmenntafélagsins verður haldið á Bókasafni Seltjarnarness. Tekin verður fyrir bókin Ljósmóðirin eftir Eyrúnu Ingadóttur. Handverkskaffi 19.30 Prjónakaffi verður haldið á Bóka- safni Seltjarnarness. Katrín Ósk Björns- dóttir textílkennari leiðir hópinn. Félagsvist 20.00 Félagsvist verður spiluð hjá Félagi eldri borgara í Reykjavík, Stangarhyl 4. Upplestur 18.00 Lilja Rafney Magnúsdóttir les 24. Passíusálminn í Grafarvogskirkju í tilefni föstunnar. Fyrirlestrar 12.00 Anna Lísa Rúnarsdóttir, sviðsstjóri á Þjóðminjasafninu, flytur fyrirlestur í tengslum við sýninguna Bak við tjöldin– safn verður til, sem nú stendur yfir. 12.00 Randi Benedikte Brodersen, lektor í dönsku við Háskóla Íslands, heldur fyrirlestur á dönsku um skapandi skrif og viðlíka skriftækni í Norræna húsinu. Í framhaldi stjórnar hún skrifsmiðju á sama stað. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@ frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.