Fréttablaðið - 05.03.2013, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 05.03.2013, Blaðsíða 23
 | FÓLK | 3HEILSA Menningarmiðstöðin Gerðuberg í Breiðholti hefur staðið fyrir svokölluðu Handverkskaffi frá árinu 2008. Þá er boðið upp á notalega kvöldstund fyrsta miðvikdags hvers mánaðar þar sem gestir geta notið kaffiveitinga meðan boðið er upp á stutta kynningu eða sýnikennslu. Á morgun miðvikudag mun Gunnvant Ár- mannsson matreiðslumeistari kenna gestum einfalda aðferð við að útbúa sushi. Aðgangur er ókeypis og verða öll áhöld og hráefni til staðar. Gunnvant segir sushi-gerð vera einfalda en of margir mikli hana fyrir sér. Aðalatriðið sé að sjóða grjónin og krydda þau á réttan hátt. Afgangurinn snúist um hugmyndaflug og smekk hvers og eins. „Ég verð með sýni- kennslu í Gerðubergi á morgun og fer yfir helstu grunnatriðin í sushi-gerð, þar með talið hvernig sjóða á grjónin. Þau eru langstærsti hluti sushi- bitans og því skiptir miklu máli að sjóða þau á réttan hátt. Einnig mun ég sýna hvernig útbúa á maki rúllur sem eru þessir dæmigerður sushi-bitar sem flestir þekkja og einkennast af svörtu þarablaðinu.“ Gestir fá að prófa sjálfir að útbúa maki-rúllur á meðan birgðir endast. Gunnvant segir íslenska fiskinn vera frábæran til sushi-gerðar enda vand- fundinn ferskari og betri fiskur. „Þrátt fyrir gott hráefni hafa Ís- lendingar verið tregir við að útbúa nýjar tegundir sushi-bita. Því miður öpum við enn of margt eftir öðrum þjóðum í stað þess að prófa ný hráefni. Sjálfur hef ég leikið mér með ólíkar fisk- tegundir, til dæmis notað reykta ýsu í stað reykts áls sem fæst ekki hérlendis auk þess sem ég hef ég prófað íslenska þangið. Við ættum að gera meira af því að nota þetta góða ís- lenska hráefni í stað þess að flytja það inn yfir hálfan hnöttinn.“ AFGERANDI BRAGÐ SUSHI-GERÐ Boðið er upp á ókeypis sýnikennslu í sushi-gerð í Gerðubergi á morgun. Gestir spreyta sig á sushi-gerð undir leiðsögn matreiðslumeistara. KENNIR SUSHI Gunnvant Ármannsson matreiðslumeistari. MYND/STEFÁN CrossFit-rétturinn er hin fullkomna máltíð sam-kvæmt CrossFit-fræðum. Þar er ekki einblínt á hitaeiningafjölda heldur tryggt að líkaminn fái rétt hlutfall orku- og næringarefna úr fersku og góm- sætu hráefni,“ segir Sólveig Guðmundsdóttir, fram- kvæmdastjóri Culiacan, um nýjasta réttinn á matseðl- inum. Rétturinn var þróaður í samstarfi við Evert Víglunds- son CrossFit-þjálfara og Fríðu Rún Þórðardóttur nær- ingarfærðing sem reiknað hefur út nákvæm næringar- og orkugildi réttarins. „CrossFit-rétturinn samanstendur af grillaðri kjúklingabringu sem framreidd er á Hot Plate- platta með fajitas, baunum, káli, fersku salsa, möndluflögum, guacamole, sýrðum rjóma og sterkri eða mildri sósu. Hann er ljúffengur, hollur og vel útilátinn og gefur þægilega og góða saðningu,“ upplýsir Sólveig. FÆRRI KOLVETNI, MEIRI FITU Evert Víglundsson er yfirþjálf- ari og einn af eigendum Cross- Fit Reykjavík í Skeifunni 8. Hann er þrautreyndur þjálfari og veit vel hvaða mataræði virk- ar þegar ná á árangri og ástunda heilnæman lífsstíl. „CrossFit-rétturinn er í anda þess sem við kennum okkar viðskiptavinum í bættu mataræði,“ útskýrir Evert, sem vill sjá fólk minnka kolvetnaskammtinn og auka hlut prótíns og fitu í máltíðum. „Ofneysla á kolvetnum er að gera hinn vest- ræna heim of þungan og þreyttan. CrossFit- réttur Culiacan byggir á hlutföllunum 30-40-30; það er 30 prósent fita, 40 prósent kolvetni og 30 prósent prótín. Til hliðsjónar höfum við grunn Zone-matarkúrsins en betrumbætum hann með orkuhlutföllum sem virka. Við erum enda alfarið á móti kúrum og skyndilausnum því þær virka ekki og heil- brigðan lífsstíl ástundar fólk árið um kring en ekki eftir hentugleikum í þrjá mánuði á ári.“ Evert leggur áherslu á ferskt, náttúrulegt hráefni og segir mataræði CrossFit svínvirka. „Borði fólk í hlutföllunum 30-40-30 finnur það fljótt árangur í betri líðan og heilsu. Holl fita gerir líkam- anum gott, smyr kerfið og auðveldar efnaskipti. Prótín er uppbyggingarefni allra vefja líkamans og án þeirra verður engin uppbygging. Kolvetni í of miklum mæli sest hins vegar utan á líkamann nema hreyfing sé stunduð af kappi,“ segir Evert og útskýrir betur aukna fituneyslu sem sumir mundu hvá við. „Að neyta hollrar fitu má líkja við að setja olíu á vél. Án hennar virkar vélin ekki eins vel eða jafnvel stoppar og það sama á við um líkamann.“ ÍSLAND Í FARARBRODDI Evert hefur áralanga reynslu sem þjálfari og opnaði fyrstu CrossFit-stöðina á Íslandi. Í CrossFit Reykjavík eru, auk CrossFit, kenndar ólympískar lyftingar og iðkendur eru á aldrinum sex ára til sjötugs. „Við viljum kenna fólki að hreyfing sé skemmtileg og að hollt mataræði sé ávísun á aukin lífsgæði. Íslendingar hafa löngum gert gys að Bandaríkjamönnum fyrir að vera feitasta þjóð heims en eru nú á góðri leið með að ná þeim. Því ætti stærsta verkefni þjóðarinnar nú að vera að snúa þróuninni við og Ísland ætti að vera í fararbroddi í heiminum þegar kemur að heilsu og hreysti. Við höfum öll tækifæri í hendi okkar til að vera öðrum góð fyrirmynd.“ Culiacan er á Suðurlandsbraut 4a. Kíktu á matseðil og uppskriftir á www.culiacan.is HINN FULLKOMNI CROSSFIT-RÉTTUR CULIACAN KYNNIR Má bjóða þér grillaðan kjúkling með ristuðum möndlum, guacamole, baunum, káli, osti, sýrðum rjóma og mexíkósku salsa? Þá skaltu prófa nýja, lostæta CrossFit-réttinn á Culiacan sem uppfyllir hárrétt orku- og næringargildi fyrir góða heilsu og hraustan kropp. CROSSFIT- RÉTTURINN: Innihald: Kjúklingabringa, laukur, paprika, hrís- grjón, baunir, tómatar, kál, avókadó, sýrður rjómi, möndlur og kryddjurtir. Orka: 480 hitaeiningar Fita: 16,1 g (þar af mettuð 3,8 g) Kolvetni: 46,7g Prótín: 36,3 g ÁRANGUR MEÐ SÆLKERAFÆÐI Evert Víglundsson aðalþjálfari í Cross- Fit Reykjavík lagði línurnar í CrossFit-rétti Culiacan. ORKUDREYFING Prótein 30% Kolvetni 40% Fita 30% Frábært úrval af skóm á ótrúlega góðu verði! kr.10.900 aðeins kr.12.900 aðeins aðeins kr.6.900aðeins kr.8.900 OUTLET-SKÓR | FISKISLÓÐ 75 | 101 REYKJAVÍK Opið: mán-fös 13-18 & lau 12-16 sími: 514 4407 Stelpu skór St. 27-35 Herra skór St. 39-48Herra skór St. 41–48 Dömu skór St. 36–41

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.