Fréttablaðið - 05.03.2013, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 05.03.2013, Blaðsíða 16
5. mars 2013 ÞRIÐJUDAGUR| SKOÐUN | 16 Nú hefur Árni Páll Árna- son, formaður Samfylk- ingarinnar, lýst því yfir að óraunhæft sé að klára stjórnarskrármálið fyrir kosningar. Líklega geta flestir verið sammála um að þar hafi orðið tímamót í umræðunni um stjórnar- skrána, þótt fólk greini á um hvort þau felist í svik- um Árna Páls við málstað- inn eða raunhæfu mati hans á stöðu málsins. Það er vandasamt fyrir þingið sem nú situr að ljúka stjórnarskrármál- inu svo sómi sé að, en í mínum huga er mikilvægt að fylkingarn- ar á Alþingi horfist í augu við það að setjast þarf við samningaborð um málið og vinna það áfram á nýjum grundvelli. Samvinna um nýja sátt Það blasir við að leið þeirra sem vilja klára málið strax verður málinu ekki til farsældar, því sú almenna sátt sem nauðsynlegt er að hafa um stjórnarskrá er ekki til staðar um það frumvarp sem nú liggur frammi og ólíklegt að nýtt þing myndi staðfesta þá stjórnarskrá. Þá er jafn skýrt að vilji þeirra sem helst vilja drepa málið alveg mun ekki ná fram að ganga, um það verður ekki heldur nein sátt. Því fyrr sem fólk horf- ist í augu við þessa staðreynd, því betra. Þess vegna fagna ég þessu útspili formanns Samfylkingar- innar í málinu og vona að leið- togar annarra flokka taki þess- ari nýju stöðu fagnandi og setjist við samningaborð. For- ysta Samfylkingarinnar sýnir kjark með því að lýsa yfir vilja til að taka málið upp úr þeim hjólför- um sem það hefur verið í. Upphrópanir á borð við þær að nánast gjörvöll stétt lögfræðinga í land- inu og stór hluti stjórn- málafræðinga sé hluti af valdaelítu og klíkusam- félagi eru ekki boðleg- ar í stjórnmálaumræðu. Það er fáheyrð staða að stór hluti þeirra fræðimanna sem hafa það að atvinnu sinni að skýra eða fjalla um stjórnarskrá skuli telja frumvarpið óviðunandi grundvöll að stjórnarskrá. Í slíkri stöðu er rétt að staldra við í stað þess að blása á viðvörunarraddirnar og stimpla alla slíka einstaklinga sem svikara eða hluta af spilltri valdaelítu. Hvað gera aðrir flokkar? Nú þegar formaður Samfylking- arinnar hefur lýst þessari sýn á málið er mikilvægt að aðrir flokksformenn sýni ábyrgð og átti sig á því að þeir hafa hlut- verki að gegna í framþróun málsins. Það verður heldur engin sátt um það að kasta öllu því á glæ sem hingað til hefur verið unnið. Ríkisstjórn sem myndi henda stjórnlagaráðstillögun- um eftir kosningar og ákveða að ekki þyrfti yfir höfuð að breyta stjórnarskránni færi jafn mikið vill vegar og þeir sem vilja berja málið í gegn í þeim ágreiningi sem það er núna. Um slíka niður- stöðu yrði aldrei nein sátt heldur, auk þess sem það er óskynsam- legt að nýta ekki þá vinnu sem lögð hefur verið í málið hingað til. Það skynsamlegasta í stöð- unni núna er að setja málið í til- tekinn farveg, sem verði leidd- ur til lykta á næsta kjörtímabili. Það þýðir að sjálfsögðu ekki að menn séu að binda hendur næsta þings, það gætu menn ekki heldur gert ef þeir berðu málið í gegn. Næsta þing hefur alltaf lokaorð- ið í málinu, hver sem niðurstaðan verður á þessu þingi. Næsta þing gæti ákveðið að staðfesta ekki hina nýju stjórnarskrá, jafnvel þótt hún yrði samþykkt á þessu þingi, og þá yrði ekki til nein ný stjórnarskrá. Nú er kallað eftir því að allir stjórnmálaflokkar leiti að nýrri leið sem gæti orðið grundvöllur sátta í samfélaginu og að langlífri og góðri stjórnar- skrá. Það væri svo sannarlega frískandi að sjá stjórnmálaleið- toga okkar sýna kjark og þor til að taka ákvörðun um að vinna málið áfram á nýjum grundvelli, landi og þjóð til heilla. Staða stjórnarskrármálsins Stærsta hagsmunamál almennings næstu vik- urnar er hvernig hald- ið verður á samningum við erlenda kröfuhafa þrotabúa gömlu bank- anna. Kröfuhafarnir leggja mikið á sig til að stýra opinberri umræðu og þrýsta á um hagstæða útkomu, þannig að þeir fái sem mest greitt í erlendum gjaldeyri. Úr vasa almennings Vandi Íslands felst í því að of lítill gjaldeyrir er í landinu til að mæta afborgunum erlendra lána. Gjaldeyrissköpun þjóðar- innar er skert vegna haftakerfis sem hamlar fjárfestingu og upp- byggingu útflutningsgreina. Það er því ljóst að Íslendingar hafa ekki efni á því að láta mikinn gjaldeyri af hendi til utanaðkom- andi aðila. Ég hef ítarlega fjallað um þetta í greinum síðustu ár, svo sem fyrir ári síðan í grein- inni Hrunið 2016. Þar varaði ég við því að ef ekki yrði horfið af þeirri braut sem þjóðin var á yrði hætt við greiðslufalli ríkisins. Sem betur fer tókst að afstýra undirritun nauðasamn- inga sl. haust, en þar mátti litlu muna, því Seðlabankinn leyfði kröfuhöfum að flytja yfir 300 milljarða, um 2.500 milljónir dollara, úr landi í september og ætlaði að hleypa margfaldri þeirri fjárhæð úr landi fyrir ára- mót. Þarna var komið í veg fyrir stórslys. Afsláttur eða rétt verð Með því að hleypa ekki kröfu- höfum úr landi, og veita þeim þar með undanþágur frá gjald- eyrishöftum sem eru að sliga íslenskt hagkerfi og heimili, var ekki verið að níðast á kröfu- höfum. Þeir eiga ekki skilið að hafa forréttindi umfram Íslend- inga. Íslendingar geta ekki verið gestir í eigin landi. Nú er umræðan sú að selja eigi Arion- og Íslandsbanka, sem eru í eigu kröfuhafa að lang- mestu leyti, til íslenskra fjárfesta og greitt verði í erlendum gjaldeyri. Í þeirri umræðu hefur verið nefnt að mikill afsláttur verði veitt- ur í þeim viðskiptum. Afsláttur frá hverju, spyr ég? Það er ekkert verð á þessum bönkum. Ef horft er til öflugra banka í hagkerfum sem ekki búa við höft eða offjárfest- ingu í bankakerfinu sést að þeir hafa markaðsvirði langt fyrir neðan bókfært verð. Það er því fráleitt að tala um afslátt, þótt söluverð sé lægra en bókfært verð. Eins er það svo að raunverulegt gengi krónunnar er ekki þekkt en vísbendingar eru um að það sé mun lægra en hið skráða hafta- gengi Seðlabanka Íslands. Gjald- eyrisútboð Seðlabankans hafa sýnt verð í kringum 240 krónur á móti evru, en besti mælikvarðinn er sá að krónan hefur verið nán- ast í samfelldum veikingarham frá hruni og verðbólgan étur upp verðgildi krónunnar innanlands. Það er ekki jafnvægi á utanríkis- viðskiptum sem þýðir að krónan er of sterk, ef eitthvað er. Allt tal um afslátt er því einungis til að afvegaleiða umræðuna. Að hylja slóð sína Í vikunni bárust fréttir af því að fjárfestingarbankinn Goldman Sachs stæði í samningum um að endurfjármagna Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta er nú sér- stök framsetning fyrir nokkurra hluta sakir. Goldman Sachs fjár- magnar ekki fyrirtæki eins og OR, heldur miðlar hann skuld- um þeirra til annarra. Þeir sem standa að baki fjármögnuninni eru erlendir kröfuhafar þrotabú- anna. Enda er ákvæði í þeim samningi að klára þurfi nauða- samninga við kröfuhafa föllnu bankanna svo af fjármögnuninni verði. Með öðrum orðum er verið að veifa tugum milljónum doll- ara framan í stjórnvöld, til að ná út þúsundum milljóna dollara, eða hundraðfaldri þeirri fjár- hæð. Það er augljóst hve lítið vit er í slíkum viðskiptum. Þetta á ekki að koma hlutað- eigandi á óvart. Það hefur verið löngu vitað að stærstu kröfuhaf- arnir tengjast í gegnum Gold- man Sachs, sem miðlaði í upphafi stórum hluta krafnanna, og svo eru margir í kröfuhafahópnum fyrrverandi starfsmenn bankans. Þetta var útskýrt í minnisblaði sem undirritaður sendi Seðla- banka Íslands árið 2009. Fjölmiðlatök kröfuhafa Fjölmiðlafulltrúar kröfuhafa, lögfræðingar þeirra og banka- menn vinna að hagsmunum umbjóðenda sinna en ekki hags- munum íslensku þjóðarinnar. Þeir reyna kerfisbundið að draga úr trúverðugleika þeirra sem standa á rétti þjóðarinnar og reyna að afvegaleiða umræðuna. Við verðum að standa fast á rétti okkar og ekki leyfa afglöpunum í kringum IceSave að endurtaka sig. Hvorki Seðlabankinn né rík- isstjórnin eiga að stýra viðræð- um við kröfuhafa. Það þarf að fá til starfans óháða sérfræðinga. Það hefur sagan kennt okkur. Erlendir kröfuhafar mega ekki ráða ferðinni Gegn krabbameini í körlum Nicotinell er samstarfsaðili Krabbameinsfélagsins Nicotinell Fruit lyfjatyggigúmmí, inniheldur 2 eða 4 mg . nikótín. Til meðferðar á tóbaksfíkn en lyfið dregur úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum og það auðveldar þar með reykingarfólki sem vill hætta að reykja, að hætta og auðveldar þeim sem ekki geta hætt, eða eru tregir til þess, að draga úr reykingum. Ekki má nota Nicotinell Fruit ef þú reykir ekki og ekki má reykja samhliða notkun Nicotinell Fruit. Ráðlagður skammtur fer eftir því hversu háð/-ur þú ert reykingum. Þú skalt nota Nicotinell Fruit 4 mg ef þú ert með mikla nikótínþörf, reykir fleiri en 30 sígarettur/sólarhring eða ef þér hefur ekki tekist að hætta að reykja með notkun 2 mg lyfjatyggigúmmís. Annars skaltu nota Nicotinell Fruit 2 mg ef reykt er minna en 20 sígarettur á sólarhring. Ef þú færð aukaverkanir við notkun stærri skammtsins skaltu íhuga minni skammt í staðinn. Tyggið hægt þar til finnst sterkt bragð, látið tyggigúmmíið hvíla á milli kinnar og tannholds, tyggið aftur þegar bragðið dofnar, endurtakið í um 30 mínútur. Ekki má kyngja lyfjatyggigúmmíinu. Í upphafi meðferðar skaltu venjulega nota eitt stk á 1 2 klst. fresti þegar þú finnur fyrir reykingaþörf. Venjuleg notkun er 8-12 stk í á sólarhring. Þú mátt ekki nota fleiri en 25 af 2 mg eða meira en 15 af 4 mg lyfjatyggigúmmí á sólarhring. Lengd meðferðar er einstaklingsbundin en varir yfirleitt í a.m.k. 3 mánuði, þá skal draga úr fjölda stk. smám saman. Meðferð skal hætt þegar neyslan er komin niður í 1-2 stk á sólarhring og er ekki mælt með notkun lengur en í 1ár. Sumt reykingafólk gæti þó þurft lengri meðferð til þess að forðast að byrja aftur að reykja. Leitaðu faglegrar ráðgjafar hjá lækni eða lyfjafræðingi ef þú getur ekki hætt að nota lyfið eftir eitt ár eða ef þér tekst ekki að fækka fjölda reyktra sígaretta eftir 6 vikur. Reykingum skal hætt um leið og einstaklingurinn er tilbúinn til þess, þó ekki síðar en eftir 6 mánaða meðferð. Leita skal faglegrar ráðgjafar ef ekki hefur tekist að hætta reykingum eftir 9 mánaða meðferð. Ráðfærðu þig við lækni eða lyfjafræðing áður en þú notar Nicotinell því ekki er víst þú megir nota lyfið ef þú hefur: ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefna lyfsins,fengið einhverja hjarta eða æðasjúkdóma, sykursýki, ofvirkan skjaldkirtil/nýrnahettur, ert með alvarlega skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi, með magasár eða gervitennur. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lítið magn af nikótíni er hættulegt börnum og getur valdið alvarlegum einkennum eða dauða. Markaðsleyfis hafi: Novartis Consumer Health S.A. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ N IC 13 01 02 Í mars renna 100 kr. af hverjum seldum pakka af Nicotinell beint til átaksins Mottumars. Mundu að það eru bláu pakkarnir frá Nicotinell sem styrkja gott málefni. 100 KRÓNUR FJÁRMÁL Heiðar Guðjónsson hagfræðingur STJÓRNARSKRÁ Bryndís Hlöðversdóttir rektor Háskólans á Bifröst ➜ Ríkisstjórn sem myndi henda stjórnlagaráðstillög- unum eftir kosningar og ákveða að ekki þyrfti yfi r höfuð að breyta stjórnar- skránni færi jafn mikið vill vegar og þeir sem vilja berja málið í gegn í þeim ágrein- ingi sem það er núna. ➜ Sem betur fer tókst að afstýra undirritun nauða- samninga sl. haust, en þar mátti litlu muna, því Seðla- bankinn leyfði kröfuhöfum að fl ytja yfi r 300 milljarða, um 2.500 milljónir dollara, úr landi í september og ætlaði að hleypa margfaldri þeirri fjárhæð úr landi fyrir áramót. Þarna var komið í veg fyrir stórslys.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.