Fréttablaðið - 05.03.2013, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 05.03.2013, Blaðsíða 17
Á Booztbarnum er gríðarlegt úrval alls kyns heilsudrykkja. „Við bjóðum mikið úrval skyr-, soja- og rísmjólkurdrykkja, ávaxta- og grænmetissafa. Í einum drykk er mikið magn af ávöxtum og grænmeti, lang- leiðina í ráðlagaðan dagskammt svo hér er um afar ljúffenga hollustu að ræða,“ segir Kristinn Ingi Sigurjónsson, eigandi Booztbar, en hann leggur mikla áherslu á vöruþróun og nýjungar. „Eftirspurn eftir hollum skyndibita hefur aukist mikið og líklega er hvergi meira úrval af holl- ustudrykkjum en hjá okkur. Booztdrykk- irnir eru lang- vinsælastir hjá okkur á Booztbar. Sala á ferskum safa er þó alltaf að aukast og það er stöðug aukning og mikill áhugi fyrir ávaxta- og grænmetis- drykkjum. Við erum með mikið úrval af ferskum safa úr ávöxtum og græmeti, svo sem appelsínum, eplum, melónum, banönum, ananas, perum, gulrótum, spínati, engifer og lárperu (avókadó). Við erum sömuleiðis með alls kyns berjategundir og sem dæmi má nefna jarðarber, hindber, bláber, brómber og vínber. Að auki erum við með ýmsar tegundir af framandi ávöxtum svo sem mangó og ástríðuávöxt. Fólk getur valið úr óteljandi möguleikum í söfunum,“ segir Kristinn. „Grænir drykkir eru í miklu upp- áhaldi hjá viðskiptavinum okkar. Grænn detox-safi og grænn ofursafi sem meðal annars inniheldur nýpressað engifer, lime, eplasafa og avocado. Einnig fersk- ur ávaxtasafi með val um kíví, jarðar- berjum, hindberjum og ananas sem nýtur mikilla vinsælda.“ Eigendur Booztbar voru frumkvöðlar á sviði heilsudrykkja hér á landi. Þeir voru fyrstir til að nota íslenska skyrið og ferska ávexti og bjuggu úr því holla drykki sem strax urðu afar vinsælir. Booztbar er rammís- lenskur skyrdrykkja- og safabar sem er engum öðrum líkur. „Undanfarið höfum verið að kynna tvo nýja drykki, annar er svokallaður ofurboozt sem er grænmetis- og ávaxtaboozt og hinn er sælkeraboozt með ferskjum, jarðarberj- um og döðlum en það er ævintýralega góður drykkur. Þessir tveir hafa hitt í mark. Af þessu tilefni bjóðum við alla vel- komna á Safadaga hjá Booztbar Borgar- túni 39, vikuna 5.–12. mars. Við bjóðum 25% afslátt af grænmetis- og ávaxta- safa. Fólk er alltaf að leita eftir hollum skyndimat og nú er hægt fá hollustu- drykk fyrir frá 745 krónum. Booztbar er á Facebook en staðurinn er opinn virka daga frá kl. 8-20 en um helgar frá kl. 10- 18. Síminn er 562 7373. BAKAÐIR KIRSUBERJATÓMATAR Kirsuberjatómatar eru afar hollir og þá er hægt að mat- reiða á ýmsan hátt. Gott er að hægelda þá í ofni við 150 °C í að minnsta kosti tvær klukkustundir. Setjið tómatana í eldfasta skál, ásamt pressuðum hvítlauk, smá salti, fersku timíani og olíu. Ljúffengt meðlæti. FLOTTIR DRYKKIR Hægt er að velja um margar tegundir af un- aðslegum og ljúffengum heilsusöfum á Booztbar. MYNDIR/VILHELM JÓGÚRTÍS Booztbar býður einnig upp á ferskan jógúrtís í nokkr- um bragð tegundum í sjálfsafgreiðslu. Margir kjósa að nota hann í boozt sem er afar ljúffengt. ÆVINTÝRALEGA GÓÐIR BOOZTBAR KYNNIR Booztbarinn sem er við N1 í Borgartúni 39 heldur upp á tíu ára afmæli á þessu ári. Mikil áhersla er lögð á gæðahráefni í öllum skyr- og heilsudrykkjum og stöðugt boðið upp á nýjungar. Laugavegi 178 - Sími: 568 9955 www.tk.is 12 ÁRA VELGENGNI Á ÍSLANDI Faxafen 10 • 108 Reykjavík • sími 568 2870 Opið mán.-fös. kl. 11.00-18.00, lau. 11.00-15.00 • www.friendtex.is • praxis.is • soo.dk 2 fyrir1 LAGERSALA Ótrúleg tilboð í gangi Soo.dk barnafötin kaupir 2 flíkur og færð 3 flíkina frítt-ódýrasta flíkin fylgir frítt með. Ódýrari flíkin fylgir frítt með Save the Children á Íslandi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.