Fréttablaðið - 05.03.2013, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 05.03.2013, Blaðsíða 10
5. mars 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 10 Styttist í alvarlegt slys með hverri mínútu Formaður Rafiðnaðarsambandsins gagnrýnir seinagang við framkvæmdir á rafkerfi Vallarsvæðisins harðlega. Reynst geti stórhættulegt að nota heimilistæki fyrir vitlaus kerfi. Um 400 vélar sem Hringrás fargaði voru ekki skráðar í kerfið. NEYTENDAMÁL Nýtt eldsneyti fyrir dísilbifreiðar, sem minnkar koltví- sýringsútblástur um 5 prósent hefur verið tekið í sölu hjá Olís. Um er að ræða dísilolíu sem er blönduð vetnis meðhöndlaðri líf- rænni olíu (VLO). Meðhöndlun- in fjarlægir súrefni úr olíunni og skilar hreinni lífrænni olíu en áður hefur þekkst, að sögn Olís. VLO-dísil virkar alveg eins og venjuleg dísilolía, en auk þess að minnka koltvísýrings útblástur brennur hún betur, sem skilar hreinni vél. VLO er hægt að nota hreina á dís- elbíla án þess að breyta vélunum. Hún er þó dýr kostur og ekki sam- keppnishæf í verði á eldsneytis- markaði. Því er hún blönduð dísil- olíu. Íblöndunin hefur engin áhrif á lítraverð, afl né eldsneytiseyðslu. Hún er gerð hér á landi og er í sam- ræmi við evrópskar reglugerðir. Olís er fyrsta olíufyrirtækið sem býður þessa nýju olíu. Hún hefur verið notuð víða og staðist prófanir við erfið skilyrði. Til að þessi nýt- ing á lífrænni olíu bitni ekki á mat- vælaverði verður hún sótt þar sem hún er ekki nýtt nú þegar. VLO-dísil er nú fáanlegt á bensín- stöðvum Olís í Reykjavík og á Akur- eyri. - ofþ Olís selur umhverfisvænna eldsneyti fyrir dísilbíla: Nýr dísill dregur úr útblæstri koltvísýrings NÝJUNGIN KYNNT Einar Benediktsson, forstjóri Olís, fór á kynningu yfir kosti nýja eldsneytisins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Flug Dublin 28. mars – 1. apríl Verð frá 39.900 kr. Bilbao 28. mars – 1. apríl Verð frá 59.900 kr. Madrid 1. – 5. maí Verð frá 59.900 kr. Róm 25. – 29. apríl Verð frá 64.900 kr. dúndur tilboði! sæti á Innifalið: flug fram og til baka með sköttum. fljúgðu fyrir minna ÍS L E N S K A S IA .I S F E R 6 3 2 2 0 0 3 /1 3 KEFLAVÍK „Með hverri mínútu stytt- ist í að alvarlegt slys verði í þessu húsnæði eða með búnaði sem flutt- ur hefur verið þaðan, hver á að bera ábyrgðina af því?“ spyr Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsam- bands Íslands, í grein sem skrif- uð var í kjöl- far umfjöllunar Fréttablaðsins um amerískar þvotta- vélar úr íbúðum varnarliðsins í Keflavík. „Það getur vel verið að alvarlegt slys hafi orðið af því nú þegar án þess að það hafi verið tilkynnt sökum þess að ólögleg- ur búnaður er tengdur slíku slysi.“ Kristján bendir á að raflost af raftækjum geti haft mjög alvar- legar afleiðingar, eins og skemmdir á líffærum og minnisleysi sem geti komið fram nokkrum vikum, mánuð- um eða mörgum árum seinna. Greint var frá því í blaði gærdags- ins að talið væri að gamlar þvotta- vélar úr íbúðum á vallarsvæðinu væru ekki sendar til förgunar eins og lög segja til um, heldur væru seldar eða gefnar. Framkvæmda- stjóri Háskólavalla, Ingvi Jónasson, þvertók fyrir það en undirstrikaði þó að engin hætta stafaði af heimilis- tækjunum. Kristján segir að í ljósi þess hversu langan tíma það hefur tekið að skipta út ameríska rafkerfinu á svæðinu fyrir hið íslenska og íbúar noti heimilistæki sem ekki henta fyrir kerfin, skapist mikil hætta. „Það er ekki að ástæðulausu sem kröfur til raffanga eru settar og það er ekki bara á Íslandi heldur á við- komandi raforkumarkaði, Evrópu- eða Ameríkumarkaði. Þessar regl- ur eru til þess að tryggja öryggi og heilsu fólks.“ sunna@frettabladid.is „Þeir hafa víst verið að keyra í okkur frá áramótum og síðan þá hafa okkur borist yfir 400 tæki sem koma í gegnum Helguvík. Svo getur reyndar vel verið að eitthvað meira hafi komið sem ekki hefur farið inn í kerfið,“ segir Jóhann Karl Sigurðsson, rekstrarstjóri spilliefna hjá Hringrás. Hringrás gaf þær upplýsingar til Fréttablaðsins á sunnudag að einu vélarnar sem fyrirtækinu hefðu borist frá vallarsvæðinu væru 26 tonn árið 2010. Það gerir um 124 þvottavélar og sama magn af þurrkurum, eldavélum og örbylgjuofnum, eða samanlagt um 500 tæki. Samkvæmt nýjustu upplýsingum hafa þá yfir 900 tæki verið send til förgunar hjá Hringrás, þó að það sé ekki allt skráð inn í kerfið. Jóhann Karl segir starfsmenn nú ætla að fara yfir skráningarferli fyrir- tækisins til að tryggja að svona misskilningur endurtaki sig ekki. Þrátt fyrir þessa viðbót er enn ekki vitað um í kringum 4.500 amerísk heimilistæki; þvottavélar, þurrkara, eldavélar og örbylgjuofna, sem voru í gömlu íbúðum varnarliðsins, en eitt sett af hverju var í öllum íbúðum. Skráning véla misfórst hjá Hringrás BROTAJÁRN HJÁ HRINGRÁS Starfsmenn Hringrásar munu fara yfir skráningar- ferli fyrirtækisins í kjölfar umfjöllunar Fréttablaðisins af amerískum þvotta- vélum sem átti að farga. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KRISTJÁN ÞÓRÐUR SNÆ- BJARNARSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.