Fréttablaðið - 11.03.2013, Síða 1

Fréttablaðið - 11.03.2013, Síða 1
FRÉTTIR ELDUNARTÆKIMÁNUDAGUR 11. MARS 2013 KynningarblaðEldavélar, ofnar, viftur, háfar, kæliskápar, helluborð og innréttingar FASTEIGNIR.IS 11. MARS 2013 10. TBL. Glæsileg íbúð er til sölu í þessu húsi í Sjálandi í Garðabæ Fasteignasalan Torg kynnir: Sérlega glæsileg íbúð á efstu hæð í vönduðu fjölbýlishúsi ásamt tveimur stæðum í bílageymslu í Sjálandi, Garðabæ. Óhindrað sjávarútsýni. Í búðin er björt og vönduð, 140,9 fm. Mikil lofthæð og stórir gluggar. Innréttingar eru hannaðar af Guðrúnu Margréti og sérsmíðaðar af Brúnás. Þær eru samræmdar í allri íbúði i h í Glæsiíbúð í Sjálandi Viltu selja? Vegna mikillar sölu vantar mig 2ja og 3ja herbergja íbúðir í hverfum 101 og 105 Reykjavík. Ákveðnir kaupendur bíða eftir réttu eigninni. Talaðu endilega við Auði í síma 824-7772 eða audur@fasteigna- salan.is Suðurlandsbraut 22 | Opið mán. – fös. frá kl. 9–17 | www.heimili.is Finnbogi Hilmarsson lögg. fasteignasali Stefán Már Stefánsson sölufulltrúi Ásdís Írena Sigurðardóttir skjalagerð Ruth Einarsdóttir sölufulltrúi Bogi Pétursson lögg.fasteignasali Gústaf Adolf Björnsson lögg. fasteignasali Finndu okkur á Facebook Erla Dröfn Magnúsdóttir lögfræðingur GULT FYRIR MARS Páskarnir ver ða í lok mána ðarins svo þa ð er orðið tím a- bært að byrja á páskaföndr inu. Að minns ta kosti hjá þe im sem eru vel s kipulagðir. Gu lur er litur pá skanna þótt a ðrir pastellitir séu vel gjaldgeng ir. Þessir litir eru tískulitir vorsins svo þ að fer ágætle ga að skreyta með þeim. MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Mánudagur 12 3 SÉRBLÖÐ Fólk | Fasteignir | Eldunartæki Sími: 512 5000 11. mars 2013 59. tölublað 13. árgangur Partíhald í Hjartagarði Ungmenni hafa undanfarið komið saman til að skemmta sér í niður- níddu húsi við Hjartagarðinn. Húsið þykir hættulegt, gólfin óörugg og innviðir fúlir. 2 Færri fá berkla Berklatilfellum á Íslandi hefur fækkað mikið hérlendis en í Danmörku fjölgar þeim enn eitt árið. 4 Sjófugl kemur upp um brottkast Myndir úr myndavélum sem festar voru á bak sjófugla sýna að fuglarnir eru háðir átu á brottkasti. 8 Bújarðir og minjar í hættu Vatns- magn í Lagarfljóti er mun meira en reiknað var með við byggingu Kára- hnjúkavirkjunar. 10 SKOÐUN Raunverulegur blaðamaður er ekki í öðrum flokki en blaðamanna- flokknum, segir Guðmundur Andri. 13 MENNING Jón Jónsson fékk á dögunum gullplötu fyrir Wait for Fate. Hann bíður nú eftir að heyra frá Sony. 34 SPORT Man. Utd og Chelsea gerðu jafntefli í stórleik helgarinnar í enska boltanum. 30 YFIR 50 GERÐIR Á LAGER FARTÖLVUR 15,6” FARTÖLVUR FRÁ 69.990 15,6“ www.kaupumgull.is Kringlunni 3. hæð mán. þri. mið. frá kl. 11.00 til 18.00 Upplýsingar og tímapantanir: Sverrir s. 661-7000 Bolungarvík 2° S 3 Akureyri 3° SV 3 Egilsstaðir 2° ANA 3 Kirkjubæjarkl. 2° NV 1 Reykjavík 4° SA 2 Hægviðri Í dag eru horfur á hægri breytilegri átt um allt land. Víða léttskýjað en bjart með köflum norðan- og austanlands. Hiti breytist lítið. 4 UTANRÍKISMÁL „Við erum öll í algeru sjokki,“ segir Þóra Björg Birgisdóttir, unnusta íslensks manns sem var handtekinn í Tyrklandi sakaður um forn muna- smygl. Davíð Örn Bjarnason, 28 ára Íslendingur búsettur í Svíþjóð, situr nú í gæsluvarðhaldi í tyrk- nesku fangelsi. Þóra hefur ekki fengið að ræða við hann frá því þau skildust að á flugvellinum í Antalya í Tyrklandi á föstudag. „Það eina sem ég fékk að gera var að kyssa hann bless og labba grátandi út á meðan lögreglu- mennirnir héldu honum niðri,“ segir Þóra. Þau höfðu keypt 20 sentímetra útskorinn marmarastein á ferða- mannamarkaði við rómverskar rústir á ferð sinni um Tyrkland. Tollverðir fundu steininn og sögðu þeim að ólöglegt væri að flytja slíkar fornminjar úr landi. Tyrkneskir lögreglumenn ákváðu að leyfa Þóru að fara heim til þriggja barna þeirra í Svíþjóð en Davíð varð eftir. Þóra segir fjöl- skylduna alla í áfalli. „Yngsti strákurinn er á útopnu, grátandi og öskrandi, og skilur ekki af hverju hann fær ekki að hringja í pabba sinn, af hverju pabbi kemur ekki heim og spyr hvenær hann komi,“ segir Þóra. Foreldrar Davíðs komu heim með yngri börnin tvö í gær og Þóra og elsta dóttirin eru væntan- legar heim frá Svíþjóð á næstunni. „Þetta er lifandi helvíti á jörðu,“ segir Ingibjörg Hafsteinsdóttir, móðir Davíðs, spurð um eigin líðan og óvissuna vegna sonar síns. Hún fékk að ræða við hann í síma en símtalinu var slitið eftir 20 sekúndur. Á þeim tíma náði hún að segja honum að utanríkis- ráðuneytið væri að vinna í málinu. Hann sagði henni að hann hefði sætt barsmíðum í fangelsinu, og að hann gæti ekki gert sig skiljan- legan þar. - bj / sjá síðu 6 Sólarferð til Tyrklands varð að fjölskylduharmleik Íslensk fjölskylda er í áfalli eftir að fjölskyldufaðirinn var handtekinn fyrir fornminjasmygl í Tyrklandi. Konan kyssti manninn bless og fór grátandi um borð í flugvélina. Líðanin er „lifandi helvíti á jörð“, segir móðir hans. FJÖLSKYLDAN Þóra er á leið til Íslands. ALÞINGI Stjórnarliðar munu tryggja það að formannafrumvarp um stjórnarskrá komi til atkvæða á Alþingi fyrir þinglok á föstudag, samkvæmt heimildum Fréttablaðs- ins. Náist ekki að semja um málið verður lögð fram tillaga um stöðva umræðu og greiða atkvæði. Það yrði gert síðasta dag þingsins, eða á föstudag. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, Katrín Jakobs- dóttir, formaður Vinstri grænna, og Guðmundur Steingrímsson, for- maður Bjartrar framtíðar, lögðu á dögunum fram frumvarp um stjórnar skrá. Samkvæmt því þurfa þrír fimmtu þingmanna að sam- þykkja breytingar á stjórnarskrá sem verður síðan lögð í þjóðarat- kvæði. Í dag þarf samþykki tveggja þinga og kosningar á milli. Illugi Gunnarsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segist aldrei munu styðja það að breytingar á stjórnarskránni verði gerðar auðveldari. Vigdís Hauksdóttir, þing maður Framsóknarflokksins, er ósátt við þessar hugmyndir. „Verði þeim að góðu með það. Þá verður þetta stöðvað í síðasta lagi á næsta þingi.“ - kóp / sjá síðu 4 Hyggjast tryggja atkvæðagreiðslu um stjórnarskrárfrumvarp formanna: Þvinga fram atkvæðagreiðslu Tillaga Þórs Saari, þingmanns Hreyfingarinnar, um vantraust á ríkisstjórn- ina og þingrof verður tekin til atkvæða í dag. Þingmenn allra flokka sem Fréttablaðið ræddi við bjuggust við því að stjórnin stæði þá tillögu af sér. Vantraust í dag HANDBOLTI Systurnar Hrafn- hildur, Drífa og Dagný Skúla- dætur urðu bikarmeistarar með Val í spennandi leik gegn Fram í Laugardalshöllinni í gær. Dagný skoraði sex mörk og Hrafnhildur þrjú. Fjórðu systurina, Rebekku, vantaði í liðið en hún þurfti frá að hverfa í janúar því hún er barnshaf- andi. Leikurinn fór 25-22. Bikarmeistaratitillinn í gær var sá fyrsti sem Drífa vinnur en hún kom inn í liðið fyrir Rebekku og tók við treyj- unni hennar númer fimm. „Við vorum að gera grín að henni að hún hlýtur núna að skrifa undir þriggja ára samning.“ Spurð segist Hrafnhildur hafa saknað Rebekku í leikn- um. „Við hefðum þurft að ná einum leik allar saman en við náum því bara á næsta ári.“ - fb / sjá síðu 28 Úrslitaleikur bikarsins í gær: Fjórar systur í sigurliði Vals SIGURREIFAR MEÐ BIKARANA Systurnar fjórar í Val í sigurvímu eftir úrslitaleikinn. Frá vinstri: Dagný, Hrafnhildur, Drífa og Rebekka Skúladætur. Dagný og Drífa eru tvíburasystur. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Verði þeim að góðu með það. Þá verður þetta stöðvað í síðasta lagi á næsta þingi. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.