Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.03.2013, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 11.03.2013, Qupperneq 6
11. mars 2013 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 6 KFC TOWER BORGARI Tower Borgari á KFC Sundagörðum á aðeins 399 kr. (kostar 849 kr). Magnaður borgari sem tekur þig upp á topp! í krafti fjöldans NÝ MYND 399 kr. 849 kr. Verð 53% Afsláttur 350 kr. Afsláttur í kr. AFMÆLISVIKA VIÐ ENDURTÖKUM VINSÆLUSTU TILBOÐIN GILDIR 48 TÍMA 2 ÁRA PI PA R\ TB W A SÍ A UTANRÍKISMÁL Íslenskur karlmaður sem sakaður er um fornmunasmygl í Tyrklandi gæti þurft að greiða allt að 24 milljóna króna sekt eða sitja í fangelsi í að hámarki tíu ár verði hann fundinn sekur. Davíð Örn Bjarnason, 28 ára Íslendingur búsettur í Svíþjóð, var handtekinn á flugvelli í Antalya á suðurströnd Tyrklands á föstudag eftir að tollverðir fundu 20 sentí- metra útskorinn marmarastein í farangri hans og kærustu hans. „Við erum öll í algeru sjokki, maður er bara alveg dofinn,“ segir Þóra Björg Birgisdóttir, kærasta Davíðs. Hún hefur ekki fengið að tala við Davíð eftir að hann var fluttur í fangelsi. Ingibjörg Hafsteinsdóttir, móðir Davíðs fékk að tala við hann í síma í um 20 sekúndur. Þar sagði hann að hann væri barinn í fangelsinu og enginn skildi hann. „Þetta er lifandi helvíti á jörðu,“ segir Ingibjörg spurð um eigin líðan og óvissuna vegna sonar síns. Þrjú börn Davíðs og Þóru eru eins og gefur að skilja í miklu uppnámi. „Yngsti strákurinn er á útopnu, grátandi og öskrandi, og skilur ekki af hverju hann fær ekki að hringja í pabba sinn, af hverju pabbi kemur ekki heim og spyr hvenær hann komi,“ segir Þóra. Hún var með Davíð á flugvell- inum þegar hann var hand tekinn. „Við vorum að fara í gegnum öryggis eftirlitið á flugvellinum. Við vorum með eina sameigin- lega tösku og ég fer á undan með hana og set á færiband. Þeir gegn- umlýsa töskuna og vilja svo að við opnum hana og sýnum þeim stein í töskunni,“ segir Þóra. Steininn keyptu þau á ferða- mannamarkaði við rómverskar rústir sem þau skoðuðu í ferðinni. Þau skoðuðu ýmiss konar muni áður en þau keyptu þennan útskorna marmarastein á 80 evrur. „Við sögðum þeim að við hefðum keypt þennan stein á túristamark- aði og ef þetta væri eitthvað vanda- mál mættu þeir alveg taka hann, en þeir hlustuðu ekki á það,“ segir Þóra, sem óttast um Davíð í tyrk- nesku fangelsi. „Okkur datt ekki til hugar að þetta mætti ekki, leiðsögumaðurinn minntist aldrei á það þó að það væri verið að selja svona steina á þessum mörkuðum.“ Vegabréfin voru tekin af Þóru og Davíð og þau flutt á lögreglustöð á flugvellinum þar sem þeim var haldið í um klukkustund. þá ákváðu lögreglumennirnir að Þóra mætti fara en Davíð yrði eftir. „Ég spurði hvað væri í gangi og hvort við mættum ekki fara heim. Þá fóru þeir að tala saman á tyrknesku, en svo réttu þeir mér passann og sögðu mér að ég mætti fara en ekki hann,“ segir Þóra. „Það eina sem ég fékk að gera var að kyssa hann bless og labba grátandi út á meðan lögreglu- mennirnir héldu honum niðri.“ Hún hringdi í foreldra Davíðs, og þeir ráðlögðu henni að koma sér heim til barnanna, enda lítið sem hún gæti gert fyrir hann úti. Davíð fékk lögfræðinga, sem reiknuðu með að hann þyrfti að greiða sekt áður en honum yrði sleppt úr haldi. Það kom þeim á óvart þegar ákveðið var seinnipart- inn á föstudag að halda Davíð í fang- elsi og kæra hann fyrir smygl á forn- munum. Viðurlög við því eru að sögn Þóru 8 til 24 milljóna króna sekt eða fangelsisvist frá þremur upp í tíu ár. Þóra segir að eins og komið er vonist þau eftir því að Davíð verði dæmdur til greiðslu sektar, en óttast að hann verði að sitja sektina af sér þar sem þau eigi ekkert og geti ekki borgað milljóna króna sekt. Þau fluttu til Svíþjóðar í leit að betra lífi og eiga engar eignir til að selja fyrir skuldinni. Foreldrar Davíðs voru í Svíþjóð til að gæta barnanna á meðan Davíð og Þóra fóru til Tyrklands. Þau komu í gær heim til Íslands með yngri börnin þeirra tvö. Þóra og elsta stúlkan verða eftir í Svíþjóð til að ganga frá íbúð sem fjölskyldan var með á leigu áður en þær flytja heim. brjann@frettabladid.is Óttast um manninn í tyrknesku fangelsi Íslenskur karlmaður sem keypti stein á markaði bíður dóms fyrir fornmunasmygl í Tyrklandi. Áfall fyrir konu og börn sem óttast að hann þurfi að sitja af sér þungan fangelsisdóm. Sagði móður sinni í síma að hann hefði sætt barsmíðum í fangelsinu. Ræðismaður Íslands í Ankara í Tyrklandi hefur verið í sambandi við Davíð og hefur komið honum í samband við lögmann, segir Pétur Ásgeirsson, sviðsstjóri hjá utanríkisráðuneytinu. „Við vonumst til þess að fá nánari skýringar á morgun [í dag],“ segir Pétur. Hann segir að Davíð muni ásamt lögmanni sínum funda með full- trúa saksóknara til að ræða framhald málsins. - bj Ráðuneytið fær frekari skýringar í dag ALÞINGI Nauðsynlegt er að frumvarp sem heimilar staðgöngumæðrun í velgjörðar- skyni komi fram sem fyrst til þess að umræða geti átt sér stað í samfélaginu áður en málið fer til afgreiðslu í þinginu. Um þetta voru Ragnheiður Elín Árnadótt- ir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Guð- bjartur Hannesson velferðarráðherra sam- mála á Alþingi á föstudag. Ragnheiður Elín spurði Guðbjart um stöðu frumvarpsgerðar- innar en starfshópur hefur undanfarið unnið að frumvarpinu. Eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá er ljóst að frumvarpið kemur ekki fram á þessu þingi, enda mjög stutt eftir af því og vinnu hópsins ekki lokið. Guðbjartur stað- festi þetta á þinginu. Hann sagði að tekið hefði mun lengri tíma en reiknað hefði verið með að vinna frumvarpið en sagðist treysta á að vinnunni yrði haldið áfram. „Ég tel að þarna þurfi að vanda mjög til verka og við höfum óskað eftir því á allan hátt.“ Ragnheiður Elín benti á að meðal þess sem hefði verið rætt á fyrri stigum málsins væri að frekari umræðu þyrfti um málið. Það sagði hún ljóst að myndi ekki gerast á meðan frumvarpið væri hjá starfshópnum. - þeb Segja nauðsynlegt að frumvarp um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni komi fram sem fyrst: Vilja umræðu í samfélaginu um staðgöngu RAGNHEIÐUR ELÍN Þingkonan lagði fram þings- ályktunartillöguna sem varð til þess að starfshópur var skipaður um staðgöngumæðrun. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Árið 2011 voru meira en sjö hundruð fangar pyntaðir í tyrkneskum fangelsum. Sama ár var meira en 600 föngum neitað um læknismeð- ferð og rétt til annarrar heilbrigðisþjónustu. Þetta kemur fram í skýrslu sem mannréttindanefnd tyrkneska þjóðþingsins sendi frá sér í haust. Í skýrslunni segir að ástandið í fangelsum landsins sé enn slæmt, þótt það hafi skánað á síðustu árum. - gb Tyrknesk fangelsi enn alræmd Á FLUGVELLINUM Davíð Örn á flugvell- inum í Antalya stuttu áður en hann var handtekinn grunaður um smygltilraun. MINJAGRIPUR Davíð og Þóra keyptu marmarastein á ferðamannamarkaði við rómverskar rústir á Suður-Tyrklandi. Davíð er nú sakaður um að hafa ætlað að smygla fornmun úr landi. Börnin þrjú bíða nú frétta af föður sínum sem dúsir í tyrknesku fangelsi. Það eina sem ég fékk að gera var að kyssa hann bless og labba grátandi út á meðan lögreglumenn- irnir héldu honum niðri. Þóra Björg Birgisdóttir, kærasta Davíðs Arnar Bjarnasonar 1 Hvað heitir varaforseti Venesúela sem tók við af Hugo Chavez? 2 Hvað hafa viðskiptabankarnir þrír hagnast mikið frá því þeir voru stofnsettir? 3 Hvað heitir nýjasta plata Johns Grant? SVÖR 1 Nicolas Maduro 2 216 milljarða króna 3 Pale Green Ghosts Á síðustu árum eru nokkur dæmi um að ferðafólk hafi verið handtekið við brottför frá Tyrklandi eftir að útskornir steinar fundust í farangri þess. Síðastliðið sumar var til dæmis Christian Varone, lögreglustjóri í sviss- nesku kantónunni Valais, handtekinn á sama flugvellinum í Tyrklandi þegar hann var á heimleið úr fríi með fjölskyldu sinni. Hann sat fimm daga í fangelsi en réttarhaldi hefur verið frestað þangað til 19. mars. Þá þurfti kínversk fjölskylda að sitja sex daga í fangelsi í Antalya síðastliðið vor eftir að fornmunir fundust í farangri þeirra. Á vefsíðu bandaríska sendiráðsins í Tyrklandi eru bandarískir ferðamenn varaðir sérstaklega við því að kaupa slíka muni. Jafnvel þótt menn kaupi eftirlíkingu geta menn átt á hættu að sitja í fangelsi þangað til fornleifafræðingar hafa gengið úr skugga um hvers kyns er. - gb Fleiri ferðamenn handteknir í Antalya VEISTU SVARIÐ?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.