Fréttablaðið - 11.03.2013, Blaðsíða 8
11. mars 2013 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 8
Guðrún Pálsdóttir stofnaði Urðarapótek
og keppir við þá stóru á markaðnum
með áherslu á góð kjör og betri þjónustu.
Við þekkjum slíkar aðstæður mjög vel.
Þess vegna er Urðarapótek í viðskiptum
hjá okkur.
Ármúli 13a / Borgartún 26 / 540 3200 / www.mp.is banki atvinnulífsins
B
ra
nd
en
b
ur
g
UMHVERFISMÁL Hugvitssamleg
notkun myndavélartækni hefur
gefið nýja sýn á hegðun sjófugla við
ætisleit á sjó. Vísindamenn festu
myndavélar á tíu súlur, sem er
stærsti sjófugl Evrópu, og fylgdust
með hversu mikið sjó fuglar sækja
í brottkast fiskiskipa við veiðar;
heilan fisk og fisk úrgang. Með
þessu freistuðu þeir þess að finna
svör við því hvort bann við brott-
kasti á nýtanlegum
fiski gæti haft áhrif
á fugl a stofn a ,
auk upplýsinga
um hegðunar-
mynstur þeirra.
Gárungar setja
fram þá kenn-
ingu að fundin
sé tækni til að
vakta ólöglegt
brottkast.
Rann sóknin
er unnin af
hópi franskra
og breskra vís-
indamanna undir
handleiðslu Steves
Votier hjá Plymo-
uth-háskóla. Rann-
sóknin fór fram
undan strönd Bret-
landseyja, en í
kringum eyjarnar
hafast tveir þriðju
súlustofnsins við. Niðurstöðurnar
voru birtar í Plos One, sem er rit-
rýnt vísindatímarit.
Aðferðafræðin var í raun ein-
föld; tíu myndavélar sem ætlaðar
eru til að fylgjast með gælu dýrum
voru festar á fuglana. Fyrst
sneru vélarnar fram en veiði-
aðferð súlunnar, svokallað súlu-
kast þar sem fuglinn stingur sér
á miklum hraða í sjóinn, varð til
þess að vélunum var snúið
aftur. Afraksturinn
var 20.000 myndir
sem gáfu nýja sýn
á hegðun sjófugla
við ætisleit. Stað-
setningarbún-
aður var síðan
nýttur til að auka
við gildi rann-
sókn arinnar og
kortleggja flug
þeirra.
Ljóst er að súl-
urnar, og fjöldi
annarra sjófugla,
sækja mjög í það
æti sem gengur út
af fiskiskipum við
veiðar, sem einnig á
við um Íslandsmið,
eins og þekkt er. Þó
einskorðast ætis-
leit þeirra ekki við
skipin, heldur fer
hún saman við veiðar á lifandi æti.
Þetta stað festir rannsóknin.
Eins og þekkt er stefnir Evrópu-
sambandið að því að banna brott-
kast á nýtanlegum fiski, sem í
dag er gríðarlegt. Þetta er talið
hafa áhrif á sjófugla og að vakta
þurfi áhrif bannsins á vistkerfi
fuglanna í framtíðinni.
Hliðarafurð verkefnisins virðist
blasa við. Ljóst er að notkun
myndavéla getur gagnast til rann-
sókna á fuglum og hegðunar-
mynstri þeirra með mjög árangurs-
ríkum hætti. Á sama hátt er spurt
hvað útiloki að nýta tæknina til
þess að leysa flókin verkefni sem
stjórnvöld um allan heim hafa
leitað lausna við; að nota sjófugla
til þess að fylgjast með brottkasti
fiskiskipa í framtíðinni þar sem
það verður með öllu bannað. Ísland
er þar ekki undanþegið.
svavar@frettabladid.is
Brottkast myndað af sjófugli
Vísindamenn festu tíu myndavélar á bak sjófugla til að fylgjast með ætisleit þeirra. Myndirnar sýna hversu
háðir fuglarnir eru áti á brottkasti frá fiskiskipum. Bann við brottkasti gæti haft áhrif á vistkerfið.
NÝTT SJÓNARHORN Myndirnar sýna skip á veiðum frá þessu sjónarhorni og þar
með hegðun annarra sjófugla. NORDICPHOTOS/GETTY
Sjö gíslar myrtir
1NÍGERÍA Hópur herskárra íslam-ista hefur myrt sjö gísla, sem
rænt var um miðjan síðasta mánuð
í norðanverðri Nígeríu. Fjórir hinna
myrtu voru frá Líbanon, en hinir
þrír voru frá Bretlandi, Grikklandi og
Ítalíu. Þeir voru að vinnu hjá bygg-
ingarfyrirtæki þegar þeim var rænt. Í
yfirlýsingu frá grískum stjórnmálum
segir að mannræningjarnir hafi aldrei
haft samband til að krefjast lausnar-
gjalds. Stjórnvöld bæði Bretlands
og Ítalíu hafa fordæmt morðin.
Samtökin nefnast Ansaru og segjast
vera klofningshópur úr Boku Haram.
Suu Kyi kosinn leiðtogi
2BÚRMA Aung San Suu Kyi var kosin leiðtogi Lýðræðis-
bandalagsins, helsta
stjórnarandstöðu-
flokksins í Búrma.
Hún hefur verið
leiðtogi flokksins
áratugum saman,
en þetta er engu að
síður í fyrsta sinn
sem lýðræðislegt
kjör fer fram um
leiðtogastöðuna. Hún
sat lengi í stofufang-
elsi en var kosin á
þing á síðasta ári eftir
að herforingjastjórn landsins tók að
slaka á klónni og opna samfélagið.
Sjö börn brunnu inni
3ÞÝSKALAND Sjö börn brunnu inni í gær ásamt móður sinni
í eldsvoða í íbúðarblokk í bænum
Backnang, sem er skammt frá Stutt-
gart í Þýskalandi. Slökkviliði tókst að
bjarga þremur úr eldsvoðanum, þar
á meðal ömmu barnanna. Talið er að
eldurinn hafi kviknað í íbúð þeirra,
en ekki var ljóst hvað olli. Börnin
sem létust voru á aldrinum 6 til 12
ára en móðir þeirra var fertug. Lík
þeirra fundust í tveimur herbergjum
í íbúðuinni, sem er á annarri hæð.
Fjölskyldan er af tyrkneskum upp-
runa og hafa tyrknesk stjórnvöld látið
málið sig varða.
FRAKKLAND, AP Francois Hol-
lande, forseti Frakklands, vill
nýja löggjöf sem á að hvetja fleiri
feður til að taka feðraorlof og
mæður til að fara fyrr út á vinnu-
markaðinn. Hann vill einnig
auka fjárhagsaðstoð ríkisins til
einstæðra foreldra sem ekki fá
meðlagsgreiðslur frá fyrri maka.
Hollande hefur lagt mikið upp úr
bættum réttindum kvenna, meðal
annars séð til að helmingur ráð-
herra sé konur.
Frumvarp hans um feðraorlof
veitir nýbökuðum feðrum rétt-
indi til sex mánaða orlofs og lang-
tímaréttindi til foreldraleyfis. - hj
Vill jafna stöðu kynjanna:
Aukin réttindi
til feðraorlofs
FISKVEIÐIEFTIRLIT FRAM-
TÍÐARINNAR Súlan er
stærsti sjófugl Evrópu og er
algengur við Ísland.
MYND/RÓBERT A. STEFÁNSSON
SLYS Síðdegis í gær ók vélsleða-
maður fram af hengju í Unadal
skammt frá Hofsósi í Skagafirði.
Maðurinn fékk sleðann ofan á sig
og slasaðist töluvert.
Þyrla Landhelgisgæslunnar
var kölluð út og lenti við slysstað
klukkan 17.33. Björgunarsveit-
ir voru þá komnar á staðinn og
læknir hafði búið um meiðslin.
Maðurinn var síðan fluttur á
sjúkrahús. Hann hafði verið í
æfingaferð sleðaflokka tveggja
björgunarsveita í Skagafirði. - gb
Slasaðist nálægt Hofsósi:
Vélsleðamaður
sóttur á þyrlu
HEIMURINN
1 2
3