Fréttablaðið - 11.03.2013, Side 10
11. mars 2013 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 10
SUBARU FORESTER VISION
Nýskr. 04/11, ekinn 48 þús. km.
bensín, sjálfskiptur.
VERÐ kr. 4.290 þús.
Rnr.280506.
Frábært úrval af nýlegum, lítið
eknum bílum á frábæru verði!
Kletthálsi 11 og Breiðhöfða -110 Reykjavík
Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is
www.bilaland.is
www.facebook.com/bilaland.is
HYUNDAI IX35
Nýskr. 05/12, ekinn 28 þús km.
bensín, sjálfskiptur.
VERÐ kr. 4.990 þús.
Rnr.201040.
CHEVROLET CAPTIVA 7manna
Nýskr. 09/11, ekinn 25 þús. km.
dísil, sjálfskiptur.
Rnr.151751
HYUNDAI I30 CLASSIC
Nýskr. 07/12, ekinn 6 þús km.
dísil, beinskiptur.
VERÐ kr. 3.220 þús.
Rnr.-201134.
TOYOTA LAND CRUISER 150GX
Nýskr. 06/12, ekinn 19 þús. km.
dísil, sjálfskiptur.
Verð kr.10.390 þús
TILBOÐ kr. 9.290 þús.
KIA CEED SPORT
Nýskr. 10/11, ekinn 12 þús. km.
dísil, sjálfskiptur.
Verð kr. 3.590 þús.
Rnr.151814.
HYUNDAI SANTA FE II
Nýskr. 04/12, ekinn 3 þús. km.
dísil, sjálfskiptur.
VERÐ kr. 6.290 þús.
Rnr.120137.
VERÐ kr.
6.190 þús.
Rnr.130449
Gerðu frábær kauphjá Bílalandi BL
Gott úrval
af 4x4 bílum
Tökum notaðan uppí notaðan! Erum í samningsstuði!
Eindagi afborgana af lánum
Íbúðalánasjóðs verður framvegis
þremur dögum eftir gjalddaga.
Dæmi:
Eindagi lána með gjalddaga 1. apríl er 4. apríl.
Eindagi lána með gjalddaga 15. apríl er 18. apríl.
Eindagi er síðasti dagur sem hægt er að greiða
gjalddaga án dráttarvaxta. Ef greiðsla dregst fram
yfir eindaga falla á hana dráttarvextir sem reiknast
frá og með gjalddaga.
Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími : 569 6900, 800 6969 | www.ils.is
Breyttur eindagi á
lánum Íbúðalánasjóðs
UMHVERFISMÁL „Lands virkjun hefur
aldrei viljað koma almennilega að
þessu máli en það er kannski að
breytast núna,“ segir Gunnar Jóns-
son, formaður bæjarráðs Fljóts-
dalshéraðs, um áhyggjur heima-
manna af landbroti við Lagarfljót.
Gunnar segir að í skýrslu um
vatnsstöðuna í Lagarfljóti komi
fram að vatnsmagnið sé töluvert
meira en öll reiknilíkön vegna
Kárahnúkavirkjunar gerðu ráð
fyrir.
„Hækkun á grunnvatnsstöðu við
Lagarfljótsbrú við Fellabæ og við
Hól í Hjaltastaðaþinghá eykur rof
á viðkvæmum árbökkum. Áhrifa
af breyttri grunnvatnsstöðu gætir
víða og eru bújarðir og náttúru-
minjasvæði sem liggja undir
skemmdum sérstakt áhyggjuefni,“
segir í bókun bæjarstjórnar sem
vill að Landsvirkjun grípi til mót-
vægisaðgerða.
Gunnar segir náttúruminja-
svæðin sem vísað er til vera hólma
og víðibakka norðan Lagarfljótsbrú-
ar. „Þar sér mikið á fjölbreyttri og
mjög fallegri fuglaparadís. Mér
sárnar mjög að sjá þetta,“ segir
Gunnar, sem sjálfur á jörðina Egils-
staði I sem hólmarnir tilheyra.
Rof á bökkum er talið vera tals-
vert eða mikið á um 50 kíló metrum
af bökkum við Lagarfljót. „Það
er til dæmis í landi Hóls og Hús-
eyjar niður við Héraðsflóa,“ segir
Gunnar. Til þess að draga úr rof-
inu ofan Lagarfljótsvirkjunar segir
Gunnar að víkka þurfi árfar veginn
frá Lagarfljótsbrú og langleiðina
út að Lagarfossi. „Þetta vatns-
magn kemst ekki út að fossi nógu
auðveldlega. Þáverandi umhverfis-
ráðherra stoppaði á síðustu metr-
unum að far vegurinn yrði breikk-
aður því hún taldi of mikið rask af
uppgreftrinum,“ segir Gunnar. Þá
þurfi að verja árbakka sem mest
sjái á með grjóti eða öðru.
Gunnar segir ýjað að því í áður-
nefndri skýrslu að hið aukna vatns-
magn stafi af náttúrulegum völdum
en bendir á að orkuframleiðslan í
Fljótdalsstöð sé meiri en áætlanir
gerðu ráð fyrir og vatnsrennsli
þar í gegn einfaldlega meira sem
því nemi.
„Lagarfljótið er gjörbreytt vatns-
fall. Það liggur hærra á veturna,
straumurinn er meiri og vatnið sem
kemur úr virkjuninni er heitara.
Fyrir vikið frýs Lagarfljót nánast
aldrei á veturna eins og var regla
áður. Þá eru norðanáttir ríkjandi
og aldan hamast og ólmast á
bökkunum og rífur þá niður,“ segir
Gunnar Jónsson.
gar@frettabladid.is
Bújarðir og minjar í
hættu við Lagarfljót
Vatnsmagn í Lagarfljóti er mun meira en reiknað var með við byggingu Kára-
hnúkavirkjunar. Mikið rof á árbökkum skemmir náttúruminjar og bújarðir. Bæjar-
ráð Fljótsdalshéraðs vill aðgerðir frá Landsvirkjun til að stöðva megi landbrotið.
VIÐ LAGARFLJÓT Trjágróður fellur ofan í Lagarfljót með bakkanum sem brotnað hefur austan við ána, til móts við flugvöllinn á
Egilsstöðum. AÐSEND MYND.
Þar sér mikið á fjöl-
breyttri og mjög fallegri
fuglaparadís.
Gunnar Jónsson,
formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs