Fréttablaðið - 11.03.2013, Síða 16

Fréttablaðið - 11.03.2013, Síða 16
11. mars 2013 MÁNUDAGUR| SKOÐUN | 16 AF NETINU Vandræðagangur í turnunum tveimur Innan Sjálfstæðisflokksins er deilt vegna Evrópumála, en einnig ríkir óánægja meðal margra flokksmanna vegna afstöðunnar til skuldamála og svo vegna þess að formaðurinn þykir ekki nógu trúverðugur. Upp úr sauð vegna Evrópumálanna í vikunni– það ganga hnútur milli gamalla Sjálfstæðismanna og rit- stjóra Morgunblaðsins, sem þykir ráða alltof miklu bak við tjöldin. Það var nú gamall félagi hans, Geir Waage, sem lagði fram landsfundartillöguna sem fór svo fyrir brjóstið á Evrópusinnum. […] Landsfundurinn í síðasta mánuði afhjúpaði í raun veikleika í flokknum fremur en að sýna styrk hans, eins og stefnt er að á slíkum samkomum. Kosningasigurinn sem Sjálf- stæðismenn létu sig dreyma um fyrr á kjörtímabilinu fjarlægist nú óðum. Meðan ástandið er svona í flokknum eykst fylgið varla. Á meðan dafnar Framsóknar- flokkurinn– slagkrafturinn á þeim bæ er ólíkt meiri. pressan.is/silfuregils Egill Helgason Megum ekki vita Við megum ekki vita hvað Geir sagði við Davíð. Eða hvað Davíð sagði við Geir. Við vitum að það var eitthvað um 80 milljarða lán en það kemur okkur ekki við. Þetta voru sko peningar Seðla- bankans en ekki okkar. Davíð er líka búinn að útskýra fyrir okkur að þetta símtal hafi ekki verið neitt merkilegt og fyrst Davíð segir það sjálfur þá getum við andað léttar. Ég meina það var hann sjálfur sem lánaði helling af peningum. Sem hann átti en ekki við. Eða sko sem Seðlabankinn hans átti og þar með hann sjálfur. Einhvern veginn svoleiðis. blog.pressan.is/evahauks Eva Hauksdóttir Að meðaltali er fjórð- ungur atvinnuleitenda hérlendis 50 ára og eldri. Margt bendir til þess að þeir einstaklingar sem eru komnir yfir miðjan aldur og verða fyrir því að missa vinnuna eigi erfiðara en hinir sem yngri eru með að fá starf að nýju. Svo virðist vera sem langtímaatvinnu- leysi hjá þeim sé meira en yngri hópum. Fljótlega eftir að VR hóf að þjónusta atvinnu- lausa félagsmenn sína í ágúst síðastliðnum urðu atvinnuráð- gjafar félagsins varir við það viðhorf meðal atvinnuleitenda að það „þýði ekki fyrir“ fólk yfir fimmtugu að sækja um ákveðin störf þar sem það sé ekki með „rétta“ kennitölu. Það er því gjarnan upplifun þeirra að atvinnurekendur telji þá of gamla í starfið – það taki því jafnvel ekki að ráða þá og þjálfa upp. Margir lýsa þeirri sannfær- ingu sinni að umsóknir þeirra strandi á kennitölunni og þær séu ekki einu sinni skoðaðar. Þetta er viðhorf sem margir atvinnuleitendur á fyrrnefndu aldursskeiði hafa til atvinnu- leitarinnar – að þeir fái ekki, vegna aldurs síns, tækifæri til að keppa á jafnréttisgrundvelli við yngri umsækjendur. Reynslan skiptir máli Því hefur lengi verið haldið fram að tengsl milli langtíma- atvinnuleysis og lítillar form- legrar menntunar séu ótvíræð. Þegar þessi hópur er skoðaður er ekki endilega fylgni þar á milli. Til að mynda eru 406 atvinnulausir félagsmenn VR á aldr- inum 50 til 70 ára. Þar af eru 86 þeirra með háskólapróf, 46 með lög- gilt iðnnám, 63 félags- menn hafa lokið starfs- námi ýmiss konar, 160 með grunnskólapróf og 51 sem hefur lokið námi til stúdentsprófs. Þetta er því fjölbreyttur hópur sem gjarnan hefur mikla og fjöl- breytta starfsreynslu að baki. Endurmenntun og margs konar símenntun er einnig orðin algengari en áður tíðkaðist og fjölmargir í þessum hópi hafa sótt ýmis námskeið eða lagt stund á nám sem gerir þá hæf- ari til þátttöku á vinnumarkaði. Í aðstæðum þar sem reynsla og menntun eiga að skera úr um hæfni geta atvinnurekendur ekki litið fram hjá þeirri lífs- reynslu sem einstaklingur öðlast með árunum, reynslu sem eng- inn skóli getur kennt. Þess konar reynsla er ómetanleg fyrir atvinnulífið, ekki síður en sam- félagið í víðari skilningi. Rannsóknir hafa einnig sýnt að starfsmenn á þessu aldursbili eru að jafnaði tryggari starfs- menn en þeir sem yngri eru. Þeir endast lengur í starfi hjá sama vinnuveitanda, eru með færri veikindadaga og hafa aðrar fjölskyldutengdar skyldur en þeir sem yngri eru. Það er á vissan hátt sérkenni- legt að atvinnurekendur hafi ekki lært að meta þau verðmæti sem felast í aldri og reynslu. Jafnvel má halda því fram að í þeim efnum hafi okkur farið aftur á síðastliðnum áratugum. Það er þekkt staðreynd innan stjórnunarfræða að blönduðum vinnustöðum hvað kyn og aldur varðar vegnar að jafnaði betur en þeim sem byggja á eins leitum hópi starfsmanna. Það er því spurning hvort atvinnu rekendur séu að nota rétta mælikvarða þegar þeir bera saman menntun og reynslu? Er reynslan of létt- væg fundin? Gull sem ekki glóir Þetta eru áleitnar spurningar sem við getum ekki hunsað. Sem samfélag höfum við ekki efni á að ganga fram hjá sterkum umsækjendum á grundvelli aldurs. Þeir sem eldri eru búa yfir gífurlegum verðmætum sem enginn atvinnurekandi ætti að líta fram hjá þegar verið er að velja nýjan starfskraft til fyrirtækis – verðmætin sem felast í „gráa gullinu“ ættu að vera öllum ljós. Þar er á ferðinni verðmætt gull, þó ekki glói á. Gráa gullið á vinnumarkaði Þann 1. mars sl. sátum við undir- ritaðar áhugaverða ráðstefnu sem haldin var undir kjörorðinu „Heim- ili – meira en hús“. Var ráðstefnan haldin sameiginlega af félögum sem berjast fyrir réttindum fatlaðs fólks og Sambandi íslenskra sveita- félaga. Mörg fróðleg erindi voru flutt er lýstu vel þeim fjölmörgu hindrunum sem fólk með fötlun þarf að yfirstíga eða kljást við. Meginþema þingsins var hvernig hægt væri að búa fötluðum sjálf- stætt heimili og hvernig það væri fyrir fatlaðan einstakling að flytja úr foreldrahúsum. Dagný Kristjánsdóttir lýsti á áhrifaríkan hátt hvernig upplifun það hefði verið að flytja frá for- eldrum sínum og hefja sjálfstætt líf í eigin íbúð. Bar erindi hennar yfirskriftina „Að byrja nýtt líf“. Hamingja hennar yfir sjálf stæðinu að búa á sínu eigin heimili var ein- læg og mættu margir jafnaldrar hennar læra af henni. Hún hefur t.d. þá reglu að bjóða foreldrunum í mat einu sinni í viku. Stórkostlegt. Jafnframt lýsti hún vel þrá sinni að gefa af sér fyrir aðra. Með dugnaði og styrkri aðstoð foreldra og bræðra sem og Flensborgar- skóla er hún komin í diplómanám í Háskóla Íslands. Hún vonast til að geta liðsinnt börnum á leikskólum í framtíðinni. Heimili er og verður grund vallar- eining í okkar samfélagi. Heimili geta verið af ýmsum toga. Heimili táknar ekki einungis skjól utan um svokallaða kjarnafjölskyldu. Stefnuskrá Landssamtakanna Þroskahjálpar byggir í grund- vallar atriðum á alþjóðlegum mann- réttindasáttmálum sem Íslend- ingar hafa undirritað og tekur hún mið af mannréttindum sem flestir njóta nú þegar. Eitt stefnu- markmið Þroskahjálpar ber heitið „Allir eiga rétt á heimili“ og þýðir að í nútímasamfélagi verði litið á eigið heimili sem sjálfsögð mann- réttindi, enda tengist það sjálfs- mynd, friðhelgi einkalífs og sjálf- stæði órjúfan legum böndum. Síðan segir: „Fólk með sérstakar þarfir vegna fötlunar á tilkall til þessara mannréttinda eins og allir aðrir.“ Öllum einstaklingum á að líða vel á heimilum sínum og eiga rétt á að eiga sitt heimili. Það á við um fatlaða sem ófatlaða einstaklinga. Framsókn ætlar sér að vera öflugur málsvari heimilanna í landinu. Framsókn fyrir heimilin➜ Í aðstæðum þar sem reynsla og menntun eiga að skera úr um hæfni geta atvinnurekendur ekki litið fram hjá þeirri lífsreynslu sem einstaklingur öðlast með árunum, reynslu sem enginn skóli getur kennt. Þess konar reynsla er ómetanleg fyrir atvinnulífi ð, ekki síður en samfélagið í víðari skilningi. ATVINNA Stefán Einar Stefánsson formaður VR STJÓRNMÁL Sigrún Magnúsdóttir skipar 2. sæti Framsóknarfl okks í Reykjavík norður Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarfl okks í Reykjavík suður ➜ Öllum einstaklingum á að líða vel á heimilum sínum og eiga rétt á að eiga sitt heimili. Viðræður milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins um fríverslunarsamning hefjast í sumar. Fari svo að samningar náist er um að ræða umfangsmesta fríverslunarsamning sögunnar. Margar spurningar vakna um hagsmuni Íslands: Munu EFTA ríkin fá aðild að samningnum? Af hverju fara þessar viðræður af stað núna? Lækkar verð á bandarískum vörum á Íslandi? Amerísk-íslenska viðskiptaráðið | Kringlan 7 | 103 Reykjavík | 510 7111 | kristin@chamber.is | www.amis.is Morgunverðarfundur AMIS VIÐRÆÐUR BANDARÍKJANNA OG ESB UM FRÍVERSLUNARSAMNING - HAGSMUNIR ÍSLANDS – Hvar: Icelandair hótel Reykjavík Natura Hvenær: 12. mars Klukkan: 8.15-10.00 Fundur með morgunverði 3.900 kr. Fundarmál: Enska Aðalerindi fundarins: Fundastjóri: Skráning: www.vi.is/eydublod/amis Jón Sigurðsson Forstjóri Össurar Á flekaskilum - sökkva eða stökkva? Kristján Kristjánsson Upplýsingafulltrúi Landsbankans Bergdís Ellertsdóttir Skrifstofustjóri alþjóðaskrifstofu utanríkisráðuneytisins Viðbrögð íslenskra stjórnvalda Viðbrögð: Luis Arreaga Sendiherra Bandaríkjanna Henrik Bendixen Yfirmaður stækkunar- máladeildar Sendiskrifstofu ESB á Íslandi og settur sendifulltrúi

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.