Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.03.2013, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 11.03.2013, Qupperneq 46
KYNNING − AUGLÝSINGEldunartæki MÁNUDAGUR 11. MARS 20134 AÐ STEIKJA PÖNNUNA TIL Pönnur úr pottjárni þarf að „steikja til“ áður en þær eru tilbúnar til notkunar svo ekki brenni allt fast. Hitið pönnuna vel og setjið um það bil tvær teskeiðar af salti á pönnuna auk matskeiðar af matarolíu. Hitið olíuna og nuddið henni og saltinu með bréfþurrku um botninn á pönnunni. Nuddið svo yfir hliðarnar líka og haldið áfram að nudda með pönnuna á hitanum í nokkrar mínútur. Slökkvið þá undir, þurrkið pönnuna með tauþurrku og látið hana kólna. Endurtakið allt saman ef matur brennur við á pönnunni. Eins ef pannan er þrifin með uppþvottalegi eða nudduð með stálull. Við seljum virkilega vönduð eldhústæki og innrétt ingar ásamt því að reka smíða- og raftækjaverkstæði samhliða því,“ segir Björn Leví Viðarsson, eigandi Fríforms. Björn Leví stofnaði Fríform árið 2000 ásamt föður sínum, Viðari Kornerup-Hansen, en Fríform flyt ur inn og selur eldhústæki frá fjórum aðilum. „Elba er glæsileg vörulína frá Ítalíu sem við höfum verið með frá upphafi og hefur reynst ein- staklega vel. Þetta eru helluborð í flestum gerðum, innbyggðir ofnar, veggviftur, vegg- og eyjuháfar og uppþvottavélar.“ Trésmiðir og raf- virkjar á vegum Fríforms koma svo öllu fyrir ef einhverrar aðlögunar er þörf. „Ef þarf að breyta borðplötu, laga skáp eða eitthvað slíkt fyrir nýtt eldhústæki þá getum við séð um það frá a-ö sé þess óskað.“ Snaige-kæliskáparnir frá Litháen hafa verið í sölu hjá Fríform undan- farin átta ár og hafa gefið mjög góða raun, endast vel og eru á góðu verði. „Þetta eru hefðbundnir kæli– og frystiskápar í stöðluðum stærðum. Allt frá 80 til 200 sentímetra háir og fást í mörgum mismunandi litum og útfærslum. Svo erum við með hellu- borð, veggháfa, viftur, örbylgjuofna og fleira frá Scan í Danmörku og svo helluborð frá Zeba í Ítalíu.“ Aðaláhersla Fríforms hefur þó ávallt verið á innréttingar en þar eru seldar danskar gæðainnréttingar. „Í flestum tilfellum þegar innrétting er keypt tekur fólk raftæki frá okkur í leiðinni. Við mætum á svæðið og setjum allt upp. Þægilegra getur það vart verið.“ Ef eitthvað kemur upp á sendir Fríform mann heim til fólks eða það kemur með tækin. „Við sjáum alfarið um að þjónusta þau tæki sem við seljum á raftækja- verkstæðinu okkar.“ Fram að páskum er 30 prósenta afsláttur af innréttingum og tuttugu prósenta afsláttur af raftækjum. „Sé bæði keypt saman er fimm prósent afsláttur af raftækjum til viðbótar. Það er um að gera að líta við í sýn- ingarsalinn hjá okkur í Askalind 3 í Kópavogi og skoða úrvalið.“ Allt á einum stað hjá Fríform Við val á eldhústækjum er óþarfi að flækja málin um of. Hjá Fríform fást öll helstu tæki og þjónusta á einum stað; helluborð, eldavélar, ofnar, viftur, háfar, kæliskápar og innréttingar. Þar er líka rekið trésmíða- og raftækjaverkstæði og þar eru fagmenn sem sjá um uppsetningu og þjónustu frá a-ö. „Það er um að gera að líta við í sýningarsalinn hjá okkur í Askalind 3 í Kópavogi og skoða úrvalið,“ segir Björn Leví. MYND/GVA Gullna hofið í Amritsar í Punjabhéraði á Indlandi telst stærsta eld- hús veraldar þegar tekið er tillit til fjölda manns sem eldað er fyrir. Hofið er opið öllum og sjálfboðaliðar elda mat þar daglega fyrir allt að 100.000 manns á hverjum degi. Gullna hofið, sem er helg- asti helgidómur sjíka, er opið öllu fólki óháð trú þess, aldri, þjóð- erni og kyni og þangað geta allir komið og snætt. Matseðill húss- ins er þó hvorki langur né flókinn enda inniheldur hann eingöngu einn rétt sem bæði er einfaldur og ódýr. Hann er að mestu leyti gerður úr baunum og hrísgrjónum og er borinn fram með gerlausu flatbrauði sem nefnist chapattis. Í eftirrétt er boðið upp á hrís- grjónabúðing sem nefnist kheer og er bragðbættur með saffrani. Ekki íburðarmikill réttur en sannarlega saðsamur og næringar- ríkur. Það tekur langan tíma og skiplagðan mannskap að elda svo mikinn mat. Mörg hundruð sjálfboðaliðar vinna dag hvern við að sjóða hrísgrjón, skræla grænmeti og hræra í pottum auk þess sem drjúgan tíma tekur að vaska upp, ganga frá og henda ýmsu rusli. Gullna hofið er einnig vinsæll ferðamannastaður. Bygging þess hófst árið 1574 og lauk árið 1601. Stærsta eldhús veraldar NÝ OG STÍLFÖGUR ELDHÚSTÆKI FRÁ AEG SEM GERA GOTT ELDHÚS ENN BETRA Fjölkerfa blástursofn með innbyggðum kjöthitamæli, hjálparkokki með sjálfvirkum uppskriftum og sjálfhreinsikerfi. Íslensk notendahandbók. Einnig fáanlegur sem gufuofn. Íslensk notendahandbók. B P 9 3 0 4 1 5 1 -M Fjölkerfa blástursofn með innbyggðum kjöthitamæli og hjálparkokki með sjálfvirkum uppskriftum. Íslensk notendahandbók. Einnig fáanlegur með sjálfhreinsikerfi B E 7 3 1 4 4 0 1 -M Fjölkerfa blástursofn með hraðhitakerfi, sérstaklega þægilegur í notkun og allri umgengni. Íslensk notendahandbók. Einnig fáanlegur með sjálfhreinsikerfi og innbyggðum kjöthitamæli. Íslensk notendahandbók. B E 5 3 0 3 0 7 1 -M Fjölkerfa blástursofn sem er sérstaklega einfaldur og auðveldur í notkun og allri umgengni. Íslensk notendahandbók. ar B E 3 0 0 3 0 0 1 -M „Afburða hönnun“ 3 LÍNAN 5 LÍNAN 7 LÍNAN 9 LÍNAN Nýju ofnarnir frá búa yfir miklum fjölbreytileika í lögun og leikni. Nýtanlegt innra rými ofnanna er nú 30% stærra en áður og eru þeir nú 74 lítrar að stærð án þess að ummál þeirra hafi aukist. AÐ ELDA MEÐ Þegar þú eldar með AEG máttu búast við framþróaðri tækni, flottri hönnun og fjölmörgum stillingarmöguleikum sem bjóða upp á svo margt, margt fleira. FULLKOMIN HÖNNUN AEG ofnarnir eru hannaðir til að skara fram úr á öllum sviðum. Þeir eru einstaklega fjölhæfir, áreiðanlegir og þar að auki glæsilegir útlits. AEG HELLUBORÐ AF ÖLLUM STÆRÐUM OG GERÐUM Ný glæsileg lína helluborða frá AEG býður upp á fullkomnustu tækni, hvort sem þú velur spansuðu- eða venjulegt hraðsuðuhelluborð eða fyrir gas þá er úrvalið mikið og útfærslurnar fjölbreyttar. LÁGMÚLA 8 · SÍMI 530 2800 www.ormsson.is OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ 10-18 OG LAUGARDAGA FRÁ 11-15 * 3 .5 % L Á N T Ö K U G J A L D Nú er tækifærið til að endurnýja:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.