Fréttablaðið - 11.03.2013, Qupperneq 53
BIKINÍ-ÁSKORUN
Allar nánari upplýsingar um
námskeiðin, tímasetningu,
verð og skráningu finnur
þú á www.hreyfing.is
Innifalið í námskeiðinu:
• Þjálfun og mataræði tekið í gegn
• Sérhannað æfingakerfi sem miðar að því að komast úr stöðnun
og tryggja að þú komist í þitt allra besta form
• Auka æfingaáætlun til að tryggja þátttakendum hámarksárangur
• Aðgangur að glæsilegri útiaðstöðu – jarðsjávarpotti
og gufuböðum
• Dagleg hvatning, fróðleikur og aðgangur að uppskriftum frá
Ágústu Johnson á lokuðu heimasvæði inni á www.hreyfing.is
• Sérstakt mataræði sem dregur úr sykurlöngun og stuðlar
að því að þú náir varanlegu þyngdartapi
• Mælingar – vigtun og fitumælingar – fyrir og eftir
• Kvöldstund í Blue Lagoon spa
Taktu áskorun og vertu í þínu allra besta
formi í sumar. Vertu léttari á þér, léttari
í lund, sterkari og flottari!
MÁNUDAGUR 11. mars 2013 | MENNING | 25
Steve Carell segist vera undrandi
á frama sínum í leiklistinni.
Hann er þekktur fyrir hlutverk
í gamanþáttunum The Office og
kvikmyndunum Evan Almighty
og The 40 Year Old Virgin.
„Ég er bara ánægður með að
geta starfað við leiklistina. Eigin-
kona mín veit að ég hélt að ég
fengi í mesta lagi hlutverk sem
klikkaði nágranninn í gaman-
þáttum. Allur minn ferill hefur
komið mér á óvart og verið mjög
ánægjulegur,“ sagði Carell.
Nýjasta mynd hans er The
Incredible Burt Wonderstone
þar sem hann leikur útbrunninn
töframann sem hyggur á endur-
komu.
Undrandi
á framanum
ÁNÆGÐUR Steve Carell er ánægður
með starf sitt.
Noel Gallagher, fyrrverandi
höfuð paur Oasis, þótti lítið til
Brit-verðlaunahátíðarinnar, sem
fór fram á dögunum, koma.
Í viðtali við Time Out Dubai
segir Gallagher hátíðina fulla
af framagosum. „Það eru engir
persónuleikar eftir í tónlistar-
bransanum. Þegar við byrjuðum
kom heilbrigð prósentutala af
gestunum úr félagsíbúðum og við
trúðum því varla að við værum
á Brit-verðlaununum,“ útskýrði
Gallagher og bætti við: „Þetta
er orðið allt of viðskiptasinnað.
Ég sá trommarann
úr Muse reykja raf-
magnssígarettu. Í
alvöru? Gerðu mér
greiða, vinur, farðu
út og fáðu þér alvöru
rettu eða slepptu
því alveg að fá
þér!“
Noel ósáttur
við Brit-
verðlaunin
NOEL Eldri
Gallagher-bróðir-
inn er með allt á
hornum sér.
★★★★★
John Grant
Pale Green Ghosts
SENA
Pale Green Ghosts er önnur sóló-
plata Johns Grant en sú fyrri, Queen
of Denmark, var af mörgum talin
ein af bestu plötum ársins 2010.
Queen of Denmark var í sígildum
popplagastíl. Hún var unnin með
Texas-sveitinni Midlake. Tveir
meðlimir hennar, bassaleikar-
inn Paul Alexander og trommu-
leikarinn McKenzie Smith spila
í nokkrum lögum á Pale Green
Ghosts en flestir hljóðfæraleikar-
anna eru íslenskir, m.a. Pétur Hall-
gríms, Jakob Smári, Arnar Ómars,
Óskar Guðjóns, Smári Tarfur og
Gummi Pé. Sá tónlistarmaður
sem hefur mest áhrif á útkomuna
er samt upptökustjórinn og takt-
smiðurinn Biggi Veira úr Gusgus.
Biggi klæðir lögin hans Grants í
nýjan búning. Lögin eru tekin mis-
langt í raftónlistaráttina: Titillagið
Pale Green Ghosts er mjög GusGus-
legt og það sama má segja um hið
frábæra Black Belt. Lagið Ernest
Borgnine er svo nánast hrein-
ræktað teknólag. Nokkur laganna
eru meira í anda Queen of Den-
mark, t.d. GMF og It Doesn‘t Matter
To Him og enn önnur eru einhvers
staðar þarna á milli. Í sérflokki er
svo lokalagið Glacier sem er eitt af
meistaraverkum plötunnar. Það er
mjög flott uppbyggt með tilkomu-
mikilli strengjaútsetningu og glæsi-
legum píanókafla.
John Grant er mikill sögu maður,
eins og þeir sem hafa séð hann
á tónleikum vita. Hann er með
sjálfan sig á heilanum, sem er ekki
óalgengt meðal poppara. Það sem
gerir textana hans svona góða er
hins vegar húmorinn. Hann kvartar
mikið yfir eigin hlutskipti og yfir
fyrrum elskhuga sínum, sem hann
söng reyndar mikið til á Queen of
Denmark líka, en sjálfs vorkunnin
er alltaf skreytt með húmor og
skemmtilegum orðaleikjum.
Stóra spurningin þegar Pale
Green Ghosts er metin er hvernig
hefur tekist að sameina raftónlistar-
veröld Bigga Veiru og sígildar laga-
smíðar Johns Grant. Það var auð-
vitað ekkert augljóst að það tækist,
en útkoman er í einu orði sagt frá-
bær. Það hefði verið auðvelt fyrir
John Grant að taka þessi ellefu lög
upp með sömu hljómsveit og síðast
og flestir hefðu eflaust verið sáttir
við það. Hann ákvað hins vegar að
fara lengri leiðina og prófa eitthvað
nýtt. Sú áhætta borgaði sig. Pale
Green Ghosts er meistaraverk.
Trausti Júlíusson
NIÐURSTAÐA: Biggi Veira klæðir
sígildar lagasmíðar Johns Grant í
nýjan búning á frábærri plötu.
Áhætta sem borgaði sig