Fréttablaðið - 11.03.2013, Page 64

Fréttablaðið - 11.03.2013, Page 64
FRÉTTIR AF FÓLKI Mest lesið ættar- og samtímasaga.“ BJØRN BREDAL / POLITIKEN „… áhrifamikil Myndband í snjóstormi Biggi Hilmars, þekktur úr hljóm- sveitinni Ampop, notaði óveðrið á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku til að taka upp nýtt tónlistarmyndband ásamt myndlistarkonunni Maríu Kjartansdóttur. Það var tekið við lagið Fool´s Mate af sólóplötunni All We Can Be sem kom út fyrir síðustu jól. Á meðan almenningur var varaður við því að fara út í storminn nýttu Biggi og María tæki- færið og drifu sig út með myndavél, rafmagns- píanó og stól í farteskinu og leituðu að góðum tökustað. „Það má segja að vindurinn og snjórinn hafi átt stóran þátt í að skapa andrúmsloft með músíkinni,“ segir Biggi. „Ég hef aldrei spilað í hljómsveit með náttúrunni áður, en þetta var mögnuð til- finning.“ Mynd- bandið kemur út í vikunni. Óaðfinnanleg Sigríður Eins og kom fram á Visir.is í gær var árshátíð 365 haldin á Hilton Reykjavík Nordica Hótel á laugar- dagskvöld með pompi og prakt. Veislustjóri var Sverrir Þór Sverrisson, Sveppi, og notaði hann tækifærið og skaut föstum skotum á vini sína Audda og Pétur Jóhann sem voru á meðal gesta. Fleiri barnastjörnur en Sveppi voru í salnum því þær Skoppa og Skrítla mættu á há- tíðina og höfðu að sjálfsögðu góða skapið með í för. Sigríður Thorlacius, söngkona Hjaltalín, steig á svið og söng slagarann My Way á frönsku, enda franskt þema á árshátíðinni. Framburður hennar var óaðfinnanlegur og röddin fögur sem fyrr. Hlaut hún að launum hávært lófaklapp fyrir frammi- stöðu sína. -fb VIÐ SEGJUM FRÉTTIR · SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 DREIFING: dreifing@postdreifing.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VÍSIR RITSTJÓRN 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meiri Vísir. 1 Elti ökumann og braut í honum tennur 2 Íslendingur í fangelsi í Tyrklandi– „Við fáum ekki að vita neitt“ 3 Davíð og Geir meðvitaðir um stöðu Kaupþings 4 17 ára á 171 kílómetra hraða– barna- vernd látin vita 5 Davíð segir fj ölmarga hafa séð útskrift ina

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.