Fréttablaðið - 19.03.2013, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 19.03.2013, Blaðsíða 1
FRÉTTIR MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Þriðjudagur 14 HOLLT OG GOTTGúrka er hitaeiningasnauð, aðeins 10 kaloríur í 100 g. Hún inniheldur mikið vatn, A- og C-vítamín ásamt kalsíni og járni. Gúrku er hægt að neyta á margvís- legan hátt, til dæmis í salat, sem meðlæti með kjöti og fiski eða setja hana í ídýfu. 12 ÁRAVELGENGNI Á ÍSLANDI GRENNIST Á ALPHA DAILY BÍLAR ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2013 Reynsluakstur Ford Fiesta Leita glæstra fornbíla Meirihluti yfir hámarkshraða! Volkswagen fjölgar bílgerðum Áskorun frá FÍB 2 SÉRBLÖÐ Bílar | Fólk Sími: 512 5000 19. mars 2013 66. tölublað 13. árgangur Vill klára aðildarviðræður Ungt fólk sem fær að kjósa til þings í fyrsta skipti í vor telur mikilvægara en kjósendur almennt að klára við- ræðurnar við Evrópusambandið. 4 Óttast fordæmi frá Kýpur Kýpur- þing frestaði aftur afgreiðslu frum- varps um skatt á bankainnistæður. 6 Parinu kennt um Talsmaður lög- reglunnar í Madya Pradesh á Indlandi segir að svissnesk kona, sem var nauðgað af sex mönnum, hafi að hluta til átt sök í málinu. 10 Karpað um flugvöll Umræður um framtíðarstaðsetningu flugvallar í Reykjavík hafa blossað upp enn á ný. 12 SPORT Alfreð Finnbogason varð fyrstur í 30 ár til að skora 20 mörk á einu tímabili í Evrópufótboltanum. 26 Gómsæt Páskaostakaka með ljúfum piparmyntukeim bíður þín í næstu verslun. YFIR 50 GERÐIR Á LAGER FARTÖLVUR 15,6” FARTÖLVUR FRÁ 69.990 15,6“ www.vertuáverði.is SKOÐUN Árni Svanur og Kristín Þórunn kalla eftir liðsinni Jóns Gnarr í baráttunni gegn fátækt. 14 NEYTENDAMÁL Vextir mega ekki vera hærri en sem nemur 50 prósentum af lánsfjárhæð á ársgrundvelli, samkvæmt nýjum lögum um neytendalán sem Alþingi samþykkti í gær. „Það er náttúrulega algjörlega ljóst að menn geta ekki stundað hvaða okurlánastarf- semi sem er eftir setningu þessara laga,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. Þá verða lánveitendur að upplýsa um kostn- að við lán og afborganir, miðað við raunverðbólgu og tíu ára meðaltal verðbólgu. Gerð verð- ur aukin krafa um lánshæfis- og greiðslumat við lánveitingar. Örn Arnarson, sérfræðingur hjá Samtökum fjármálafyrirtækja, segir að nýju lögin hafi í för með sér meiri umsýslu sem kalli á hærri kostnað. - kóp / sjá síðu 8 Ný lög um neytendalán setja þak á vexti og kostnað við lán: Tekið á smálánafyrirtækjunum Bolungarvík -3° NA 11 Akureyri -4° NA 7 Egilsstaðir -2° N 8 Kirkjubæjarkl. -1° NA 7 Reykjavík -1° NA 9 HVESSIR Í dag verða víða norðaustan 8-15 m/s, hvassast NV-til. Snjókoma N- og A-lands en bjartviðri SV-til. Frost 0-10 stig. 4 MENNING Einstaklega vel heppnaðar línur hjá Guðmundi Jörundssyni, segir í dómi um RFF. 30 DÓMSMÁL Níu manns hafa verið ákærðir af sérstökum saksóknara vegna aðildar að allsherjarmark- aðsmisnotkun Kaupþings banka með hlutabréf í sjálfum sér. Á meðal hinna ákærðu eru Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrver- andi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrverandi starfandi stjórnarformaður bankans, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg og Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi. Hinir fimm eru allir fyrrverandi starfsmenn Kaupþings. Um er að ræða stærsta mál sinnar tegundar sem ákært hefur verið fyrir í heiminum og lang- umfangsmesta mál sem embætti sérstaks saksóknara hefur sent frá sér. Ákæra var gefin út fyrir helgi og birt hinum ákærðu í gær. Um er að ræða fimm markaðsmis- notkunarmál tengd Kaupþingi sem hafa verið til rannsóknar hjá sér- stökum saksóknara í langan tíma. Þau hafa nú verið sameinuð í eina ákæru. Á meðal þeirra eru kaup Kaupþings á 29 prósentum af öllu útgefnu hlutafé í sjálfu sér á árunum 2005 til 2008. Sérstakur saksóknari telur rökstuddan grun um að þessi viðskipti hafi verið stunduð, með vitund og vilja yfir- stjórnenda Kaupþings, með kerfis- bundnum og skipulögðum hætti, til að halda uppi verði bréfa í bankanum, meðal annars með milligöngu vildarviðskiptavina sem fengu lánað fyrir kaupunum. Dag- inn áður en Kaupþing féll, í október 2008, voru 92 prósent af eignasafni eigin viðskipta bankans hlutabréf í honum sjálfum. -þsj, sh / sjá síðu 4 Níu ákærðir fyrir stærsta mál sinnar tegundar í heiminum Sérstakur saksóknari hefur ákært fjóra af fyrrverandi æðstu stjórnendum Kaupþings og fimm aðra fyrir allsherjarmarkaðsmisnotkun. Þetta er stærsta mál sinnar tegundar sem ákært hefur verið fyrir í heiminum. SIGURÐUR EINARSSON HREIÐAR MÁR SIGURÐSSON MAGNÚS GUÐMUNDSSON INGÓLFUR HELGASON Sérstakur saksóknari gaf einnig út ákæru fyrir helgi á hendur nokkrum fyrr- verandi stjórnendum gamla Landsbankans í sambærilegu máli er tengist markaðsmisnotkun með bréf í bankanum. Þar er um þrjú mál að ræða sem hafa verið sameinuð í eitt. Ákærurnar höfðu ekki verið birtar neinum sakborninga í gær. Ákæran er sú fyrsta í hrunmáli tengdu Landsbankanum. Landsbankafólk einnig ákært HEILBRIGÐISMÁL „Ég fæ nú yfir- leitt bara astma þegar kemur annaðhvort öskufok eða svifryks- mengun. Í þetta skiptið fór ég út að skokka mér til heilsubótar en það fór nú þannig að maður kom bara geltandi heim út af astma,“ segir Gunnar Kristinn Þórðarson, sem býr skammt frá Laugar dalnum. Hann á þessa dagana erfitt með að vera úti við. „Það fer að verða lítið heilsu- samlegt að fara út,“ segir Gunnar Kristinn. Svifryksmengun í Reykjavík hefur nokkrum sinnum farið langt upp fyrir heilsuverndarmörk undan farna daga. Astma- og ofnæmissjúklingar hafa margir hverjir fundið illa fyrir þessu. Margir geta varla farið út fyrir hússins dyr án þess að veikjast. - gb Mengun yfir mörkum: Astmasjúklingar komast varla út NÁMSHESTUR Jónína Valgerður Örvar, fimmtán ára, er búin að kenna hestinum sínum Skugga að leggja saman og telja á nokkrum dögum. „Örugglega klárasti hestur sem ég hef komið nálægt,“ segir Jónína Valgerður. Sjá síðu 2 FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.