Fréttablaðið - 19.03.2013, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 19.03.2013, Blaðsíða 10
19. mars 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 10 Gjafir sem gefa nýja sýn Sony, Samsung og Lenovo spjaldtölvur Verð frá: 49.990 kr. Borgartúni 37, Reykjavík / Kaupangi, Akureyri / netverslun.is Ársfundur Veiðimálastofnunar 2013 Verður haldinn miðvikudaginn 20. mars 2013 í Bíósal, Hótel Natura Dagskrá: 14:00 Fundur settur 14:05 Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra Svandís Svavarsdóttir 14:20 Yfirlit um starfsemi Veiðimálastofnunar. Sigurður Guðjónsson 14:35 Staða íslenska laxins Guðni Guðbergsson og Sigurður Már Einarsson 15:05 Kaffihlé 15:20 Staða vistkerfis og stofna uppsjávarfiska (kolmunni, síld, makríll og lax) í Norður-Atlantshafi Effects of marine ecosystems status for regional long and short term trends in the size and structure of the salmon runs around the northern Atlantic Jens Christian Holst 16:20 Umræður 17:00 Fundarslit Fundarstjóri: Sveinbjörn Eyjólfsson Allt áhugafólk velkomið HINIR HANDTEKNU Mennirnir voru leiddir fyrir dómara í gær, allir með hulið and- lit. FRÉTTABLAÐIÐ/AP INDLAND, AP Sex menn voru hand- teknir á sunnudag í Madya Pra- desh á Indlandi, sakaðir um að hafa ráðist á par frá Sviss, bundið manninn við tré og nauðgað konunni. Þau voru á reiðhjólum á leið til borgarinnar Agra, sem er skammt frá ferðamannastaðnum Taj Mahal. Þar tjölduðu þau í kjarri nokkuð frá veginum. Þau segja sjö til átta manns hafa tekið þátt í árásinni. Hinir handteknu eru allir fátækir bændur úr nágrenninu. Talsmaður lögreglunnar hefur vakið reiði með ummælum sínum, en hann kenndi ferðamönnunum að nokkru um árásina: „Hvers vegna völdu þau þennan stað? Þau voru á röngum stað á röngum tíma,“ er haft eftir talsmanninum á vefsíðu breska dagblaðsins The Independ- ent. Nokkur vitundarvakning hefur orðið á Indlandi í kjölfar hrotta- legrar hópnauðgunar í Delhi í desember, sem kostaði unga konu lífið. Löggjöf hefur verið hert og þyngstu fangelsisviðurlög við nauðgunum hækkuð úr tíu árum í tuttugu. - gb Ummæli lögreglunnar á Indlandi vekja reiði: Kennir parinu að nokkru um árásina SAMGÖNGUR Vegagerðin ætlar að endur reisa mannvirkin sem skemmdust í jökulhlaupi í Múla- kvísl sumarið 2011. Hringvegurinn rofnaði þar um tíma. Ætlunin er að endurreisa brúna yfir Múlakvísl og byggja 5,2 kíló- metra varnargarð austan árinnar ofan hringvegar. Fyrirhugaðir varnargarðar miða að því að stýra rennsli Múlakvíslar undir brúna og verja vegi. Ætlunin er að tryggja samgöngur um hring- veginn yfir Mýrdalssand með þeim hætti að vegamannvirki standist viðlíka álag og var í jökulhlaupinu árið 2011. - shá Vegagerðin tryggir opinn hringveg með varnargörðum: Verja á nýjan veg MÚLAKVÍSL 2011 Mikið óhagræði hlaust af því þegar hringvegurinn rofnaði. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.