Fréttablaðið - 19.03.2013, Page 16

Fréttablaðið - 19.03.2013, Page 16
19. mars 2013 ÞRIÐJUDAGUR| SKOÐUN | 16 Hver er helgasta skylda stjórnmálamannsins? Hún er augljós: Að leita þess sem er heillavænlegast fyrir land og þjóð. Oft er þó miklu meira hugsað um hitt, hvað sé heillavæn- legast fyrir hann sjálfan, flokkinn og sérhagsmuni þeirra hópa sem hann mynda. Stundum skrum- skæla menn svo hugsjón- irnar að úr verður hrein hræsni. Ég get nefnt dæmi. Menn taka ónauðsynleg Vaðlaheiðargöng og hjóla- og göngu- brú yfir Fossvog fram yfir mannauð og tækjakost Landspítalans. Eigin- hagsmunir, kjördæmapot og sýndar- mennska ríða ekki við einteyming á Alþingi í dag. Mér ofbýður þó mest þegar menn neita að skoða þá mögu- leika sem hvað líklegastir eru til að skapa hér nýja og betri framtíð. Ég á þar við aðild að ESB. Okkur reynist erfitt að byggja upp eftir hrunið og finna nýjar, betri leiðir en þær sem enduðu í ógöngum. Við nutum hjálpar alþjóðasamfélagsins, bæði vina- þjóða og Alþjóðagjaldeyris sjóðsins. Því ætti að vera auðlært að það er gott að njóta bróðernis sem nær út yfir öll þjóðernismörk. ESB er sam- félag þjóða úr okkar menningar- umhverfi, er hafa myndað sterkan gjaldmiðil sem okkur vantar sár- lega til þess að losa um gjaldeyris- höft og hindra óðaverðbólgu. Þar er og stefnt að menntun, menningu og ekki síst æ sterkara atvinnulífi. Vansæmd Alþingi ákvað að fara í viðræður við ESB með þá von að ná fram ásættan- legum samningi. Þær hafa gengið vel en nú hefur stærsta stjórnmála- afl í landinu krafist þess að viðræðunum verði slitið. Þar með er í raun farið gegn þingræðinu en flokks- ræði Sjálfstæðismanna á að koma í staðinn. Hvernig rímar þetta við hug sjónir um frjálsa hugsun, mál- frelsi og lýðræði? Krafan um umræðuslitin og það sem henni fylgir lyktar mjög af gömlum einræðis- hugmyndum og er því mikil vansæmd fyrir samfélag okkar. Hvað er það sem á að stöðva? Til- raun stjórnvalda til að sjá hvort þarna sé að finna kannski bestu leiðina til að koma íslensku samfé- lagi á nýja braut, sem leiði til sömu lífsgæða og þær þjóðir njóta sem við berum okkur saman við. Ég lít svo á að þar sé forysta Sjálfstæðis- flokksins að bregðast sinni helgustu skyldu, að leita þeirra leiða sem eru þjóðinni til heilla. Það vekur grund- vallarspurningu: Við hvað er flokk- urinn hræddur? Enginn veit að óreyndu hvernig hugsanlegur samningur gæti litið út. Þetta er bara tilraun en vissu- lega mikil von þar að baki. En þetta þarf að koma í ljós til þess að við vitum öll hvort við viljum inngöngu í ESB eða ekki. Um hitt þarf ekki að deila að þar á þjóðin sjálf síðasta orðið. Þess vegna er áhættan í raun engin en ávinningurinn gæti orðið mikill. ESB-andstæðingarnir eru fleiri og klifa margir á því að þarna sé „ekkert um að semja“, við verðum aldrei nema smápeð á taflborði ESB, áhrifalaus með öllu. Þeir tala þar gegn betri vitund, eru að reyna að blekkja okkur hin og þar með að dæma sjálfa sig óhæfa til þingsetu í umboði almennings. Undanþágur Ég hef fengið slík svör frá mínum gamla flokki. Þess vegna rak mig í rogastans er ég sá að það sem ég vissi um undanþágur í samn- ingum annarra þjóða er býsna vel tíundað í skýrslu frá 2007 um „Tengsl Íslands og ESB“, sem samin var af níu manna nefnd úr öllum flokkum undir forsæti Björns Bjarna sonar. Þeir töldu fram yfir 20 undan þágur. Þarna er m.a. um að ræða varnir fyrir Dani og Maltverja til að hindra að stórir hlutar lands þeirra lendi í eigu útlendinga. Leyfi Finna og Svía til að styrkja eigin land búnað á norðurslóðum sem nemur 35% umfram önnur aðildarlönd. Þeir, ásamt Bretum og Írum, sömdu einnig um sk. harðbýlisstyrki frá ESB til þess að standa betur af sér samkeppni við frjósamari svæði Evrópu. Finnland er nú skilgreint sem 100% harðbýlt svæði. Einnig eru sérákvæði um Álandseyjar. Þá hafa Danir, Bretar og Írar fengið undan þágur frá sn. Amsterdam- samningi. Þessar undan þágur eru miklu fleiri en hér er hægt að telja. Rétt er að taka það fram að lagaleg staða undanþágu eða sérlausnar sem fer inn í aðildarsamning hefur sama lagagildi og stofnsáttmálar ESB. Hið sama gildir um bókanir, ef þær fara þar inn. Loks má geta þess að við höfum fengið ýmsar sérlausnir í EES-samningnum. Samkvæmt upplýsingum frá samninganefnd okkar komu full- trúar ESB með ákveðin innlegg í upphafi umræðna um land- búnaðar- og sjávarútvegsmálin. Þar er sagt í samandregnu máli: Að landbúnaður sé mikilvægur vegna dreifbýlisþróunar og sjálf- bærni. Að sérstaða íslensks land- búnaðar sé mikil vegna erfiðra loftslagsskilyrða og strjálbýlis. Því er talið nauðsynlegt að leita sér- stakra lausna fyrir Ísland á vissum sviðum. Staða sjávar útvegsins er einnig rík og ljóst að Ísland muni hafa mikil áhrif á sjávarútvegs- stefnu ESB, sem nú er öll í endur- skoðun. Þetta eru jákvæð atriði sem mikil vægt er að skoða. Ef forysta sjálfstæðismanna og annarra ESB- andstæðinga hefur ekki vitað um þetta stendur hún ekki undir nafni en hafi hún vitað þetta, þegar kjós- endum var sagt að ekki væri um neitt að semja, þá hafa þeir snið- gengið sannleikann svo rækilega að enginn trúir þeim lengur. Þeir hafa þá sjálfir dæmt sig úr leik, af því að hlutverk þeirra er að leita sann- leikans og segja hann. ➜ Krafan um umræðuslitin og það sem henni fylgir lyktar mjög af gömlum einræðishugmyndum … Skylda stjórnmálamanna STJÓRNMÁL Þórir Stephensen fv. dómkirkju- prestur og staðar- haldari í Viðey Það þarf að huga að svo mörgu þegar foreldrar ákveða að skilja, ekki síst þegar þeim hefur hlotnast sú hamingja að eignast litlar mann- verur, sem strá af örlæti sínu hlýjum geislum allt um kring. Fyrir rúmum tveimur áratugum síðan horfði ég á sjónvarps- viðtal við ungan stoltan föður, sem hafði nýverið ættleitt barn ásamt eigin- konu sinni frá fjarlægri heimsálfu. Ég man sérstaklega eina setningu úr viðtalinu, en hún var eitthvað á þessa leið: „Það eru ólýsanleg forréttindi og hamingja að FÁ að ala upp barn“. Það er auðvitað alveg rétt og ekk- ert sjálfgefið að öllum hlotnist sú gæfa í lífinu. Á þessum tíma var þetta samt svolítið sérstakt að faðirinn kæmi fram fyrir alþjóð og segði frá þessari tilfinningu sinni af slíkri einlægni og sann- færingu. Á þessum tíma var algengast við skilnað foreldra að umgengni barns við það foreldri sem barnið hafði ekki lögheimili hjá væri stutt helgardvöl. Oft sáust helg- arpabbarnir og börn þeirra á sundstöðum, McDonalds eða á rölti niður á tjörn með anda- brauð. Nú er öldin sem betur fer önnur. Það er í dag nokkuð algengt að það foreldrið sem ekki er með lögheimili barns hjá sér vilji axla ábyrgð og vera meiri þátttakandi og uppalandi í lífi barns síns, ekki bara um helgar heldur líka í daglegri rútínu og erli dagsins. Löggjafinn gerði ef til vill ekki ráð fyrir þessum hröðu breytingum. Því enn er lögheim- ili barnsins hjá öðru foreldrinu, enn er það þannig að allur opin- ber stuðningur fer til ann- ars foreldrisins, þó svo báðir foreldrar annist barnið jafnt. Auðvitað geta foreldrar samið um annað sín á milli en það ber ekki öllum gæfa til þess. Margir kjósa frekar að fara alfarið eftir lagabókstafnum. Undirrituð fagnar þingsályktun- artillögu sem hefur fengið jákvæða umsögn úr velferðarnefnd alþingis um að þessu verði breytt. Annað- hvort með því að barn geti haft lög- heimili hjá báðum foreldrum eða að smíðað verði nýtt lagahugtak um jafna búsetu. Aðalatriðið er að hagsmunir barna verði ávallt hafðir í fyrirrúmi og jafnrétti ríki meðal þeirra. Löggjafi nn og barnið SAMFÉLAG Oktavía Guðmundsdóttir félagsráðgjafi Félags einstæðra foreldra ➜ Oft sáust helgarpabbarnir og börn þeirra á sundstöðum, McDonalds eða á rölti niður á tjörn með anda brauð. Nú er öldin sem betur fer önnur. ALLT Á BAÐIÐ! YFIR 30 GERÐIR INNRÉTTINGA Í SÝNINGARSAL VERÐ FRÁ KR. 12.900 TIL AFGREIÐSLU AF LAGER! WWW.I-T.IS Baðhlutir í settum frá kr. 3.900 Sturtustangarsett frá kr. 1.900 Innbyggt WC með öllu frá kr. 33.900 Sturtuhorn m. botni frá kr. 21.900 Þriðjudagsbrjálæði kjólar og skokkar Áður 16.990 Nú 7.990 Save the Children á Íslandi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.