Fréttablaðið - 19.03.2013, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 19.03.2013, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 19. mars 2013 | MENNING | 21 Þessir söngvarar eru búnir að vera í námi hjá mér frá einu ári og upp í fimm ár,“ segir Anna Júlíana Sveinsdóttir, söngkennari við söng- deild Tónlistarskóla Kópavogs sem ásamt Krystynu Cortes setur upp óperuna Venus og Adónis eftir John Blow í Salnum í Kópavogi í kvöld og annað kvöld. Þetta er fastur liður í dagskrá skólans og hefur verið síðan 1993 þegar verkið Hans og Gréta eftir Engilbert Humperdinck var sett á svið. „Við höfum sett upp allt frá styttri nútímaóperum upp í Carmen og Töfraflautuna og allt í óstyttum útgáfum,“ segir Anna Júlíana. „Ég tel það vera mjög mikil vægt fyrir nemendurna að æfast ekki bara í að syngja heldur líka í að koma fram á sviði.“ Sýningin á Venus og Adónis er viðamikil og auk söngvaranna taka kammersveit skipuð nemendum skólans og nemendur úr Ballett- skóla Sigríðar Ármann undir stjórn Ástu Björnsdóttur ballettmeistara, sem einnig semur tvo dansa, þátt. Kammersveitin nýtur liðsinnis Ásdísar Runólfsdóttur víóluleikara og Krystynu Cortes semballeikara, sem stjórnar hljómsveitinni. Anna Júlíana segir tónskáldið John Blow, sem uppi var á seinni hluta sautjándu aldar, tiltölulega lítið þekktan hérlendis, en að hann hafi haft mikil áhrif á tónskáld eins og Henry Purcell sem síðan hafi haft áhrif á Benjamin Britten. Er þetta ekki óskaplega mikil vinna fyrir tvær sýningar? „Jú, þetta er mikil vinna en líka mjög skemmtileg,“ segir Anna Júlíana. „Strax í ágúst er ég búin að velja verkefnið fyrir þau þannig að þau fá að vaxa með hlutverkinu. Það er reyndar höfuðverkur á hverju hausti að velja óperu fyrir hópinn því það verður auðvitað að taka mið af því hvaða nemendur eru í skól- anum hverju sinni.“ Texti óperunnar byggir á goð- sögunni um ástargyðjuna Venus sem verður ástfangin af mennskum manni, Adónis, og kemur til jarðar til að eltast við hann. Venus er sungin af Bryndísi Guðjónsdóttur, Adónis syngur Kristófer Kvaran og ástarguðinn Amor, sonur Venusar, er sunginn af Tinnu Jóhönnu Magn- usson. Sýningin hefst klukkan 20 bæði kvöldin. fridrikab@frettabladid.is Við höfum sett upp allt frá styttri nútímaóperum upp í Carmen og Töfraflautuna og allt í óstyttum út- gáfum. Mikilvægt að æfast í að koma fram á sviði Söngnemendur Tónlistarskólans í Kópavogi fl ytja Venus og Adónis eft ir John Blow í Salnum ásamt kammersveit skólans og nemendum úr Ballettskóla S.Á. AMOR SKÝTUR Ástarguðinn Amor, sunginn af Tinnu Jóhönnu Magnusson, kennir ástarenglunum að skjóta ástarörvum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.