Fréttablaðið - 19.03.2013, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 19.03.2013, Blaðsíða 22
4 ● BÍLAR Þriðjudagur 19. mars 2013 Fréttablaðið Finnur Thorlacius bílablaðamaður og Sigurjón Ragnar ljósmyndari gera nú mikla leit að dýrgripum í flokki forn- bíla Íslendinga. Ætlunin er að gera þeim verðug skil í sannkallaðri glæsibók sem kemur út hjá Veröld í haust. Vitað er að í skúrum og skemmum víða um land leynast ýmsir gullmolar frá fyrri tíð, jafnt amerískir kaggar sem evrópskar drossíur. Eigendur glæstra fornbíla eru eindregið hvattir til að láta vita af sjálfrennireiðum sínum í netfangið fornbilar@verold.is en þær verða myndaðar sérstaklega fyrir bókina við bestu aðstæður. Þær upplýsingar sem þurfa að koma fram í póstinum eru tegund og undir- tegund, árgerð, eigendaskrá, eftir því sem kostur er, ásamt núverandi ástandi. Þá þarf að fylgja með nafn núverandi eiganda og farsímanúmer. Aðeins verða teknir með í bókina fornbílar sem eru í góðu ásigkomulagi. Samkvæmt lögum eru þær bifreiðar fornbílar sem orðnar eru 25 ára gamlar. Stefnt er að því að myndatökur hefjist um miðjan apríl, svo tíminn til að senda inn upplýsingar er takmarkaður. Finnur Thorlacius hefur skrifað um bíla og önnur ökutæki um langt árabil, fyrst í Morgunblaðið en síðar hjá Vísi og Frétta- blaðinu og reynsluekið fleiri bílum en hann kærir sig um að muna. Sigurjón Ragnar hefur um tveggja áratuga skeið verið afkastamikill ljósmyndari, bæði á Ís- landi og erlendis, og myndað fyrirsætur, jafnt sem knattspyrnustjörnur – og bíla. Leit að glæstum fornbílum Er dýrgripur inni í skúr eða skemmu hjá þér? Áskorun frá FÍB til eldsneytissala – lækkið bensínið strax! FÍB mótmælir háu eldsneytisverði. Þessi áskorun til olíufélaganna barst í lok síðustu viku frá FÍB þar sem bent er á réttlætanlega lækkun eldsneytisverðs. Undanfarið hefur gengi íslensku krónunnar skánað lítillega og heimsmarkaðsverð á bensíni lækkað um 15%. En meinið er það að hvorki þessi lækkun né sterkara krónugengi er að skila sér til íslenskra neytenda. Meðal- álagning og flutningur á bensíni nú í mars er um 42 krónur á lítra. Til samanburðar hefur álagning olíufélaganna og flutningskostn- aður á árunum 2010, -11 og -12 verið uppreiknuð til vísitölu dagsins í dag. Útreikning arnir sýna að á núvirði var álagningin um 34 krónur á lítra árið 2012, 33 krónur á lítra 2011 og 32 krónur á lítra 2010. Eldsneytiskostnaður heimil- anna hefur vaxið langt umfram þróun verðlags á undanförnum árum. Vísitölur launa og kaup- máttar hafa ekki haldið í við verðlag frá hruni. Saman burður á verðþróun milli mánaða frá febrúar 2008 til febrúar 2013 eru sláandi. Útsöluverð á bensíni fór úr 137,60 krónum á lítra í 263,50 krónur, sem er hækkun um 125,90 krónur eða 91,5%. Það er ljóst að olíufélögin geta lækkað bensínið um 10 krónur á lítra bara til að halda í við meðal- álagningu síðasta árs. Og hafa skal í huga að það leggst virðis- aukaskattur á álagninguna sem hækkar 8 krónur í 10. Olíufélögin eru þessa dagana að bjóða tíma- bundin tilboð í auglýsingum og SMS-skeytum til fólks. En það skal rækilega áréttað að tíma- bundið tilboð hjá einu félagi um 7 krónu lækkun í dag til vildar- viðskiptavina er hreint ekkert til- boð, heldur einungis nakin aug- lýsingabrella. SKILABOÐIN TIL OLÍUFÉLAGANNA ERU EINFÖLD Sýnið samfélagslegan samhug með almenningi og lækkið bensínið strax! www.adalskodun.is og www.adal.is Aðalskoðun, faggildur skoðunaraðili í 19 ár Reykjavík Grjóthálsi 10 Sími 590 6940 Reykjavík Skeifunni 5 Sími 590 6930 Hafnarfjörður Hjallahrauni 4 (við Helluhraun) Sími 590 6900 Kópavogur Skemmuvegi 6 (bleik gata) Sími 590 6935 Reykjanesbær Holtsgötu 52 (við Njarðarbraut) Sími 590 6970 HJÁ AÐALSKOÐUN ER BÍLLINN Í GÓÐUM HÖNDUM VERIÐ VELKOMIN Á GRJÓTHÁLSINN Þaulreyndir fagmenn taka vel á móti þér þegar þú lætur skoða bílinn þinn hjá Aðalskoðun. Nýjasta skoðunarstöðin okkar er að Grjóthálsi 10. Hlökkum til að sjá þig, það er alltaf heitt á könnunni. Opið kl. 8-17 virka daga – sími 590 6900

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.