Fréttablaðið - 19.03.2013, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 19.03.2013, Blaðsíða 32
19. mars 2013 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 24 „Við byrjuðum með 18 tilboð þegar við opnuðum síðuna og stefnum á að koma með ný tilboð á hverjum föstudegi,“ segir Valþór Örn Sverrisson, sem ásamt bræðrum sínum, Pétri Rúnari og Sverri Birgi Sverrissonum, stofnaði tilboðssíðuna asni.is í byrjun mánaðarins. Asni.is er komin með rúmlega 1.800 notendur. Það kostar ekkert að skrá sig á síðuna og ekkert að nota tilboðin. „Við hugsuðum þetta fyrst þannig að við myndum rukka viðskiptavinina fyrir þjón- ustuna en svo sáum við að við kæmumst upp með að gera það ekki svo við völdum að gera það þannig frekar. Það þarf því aldrei að gefa upp neitt kredit- kortanúmer eða neitt svoleiðis,“ segir Valþór, en innskráðir notendur geta notað tilboð síðunnar eins oft og þeir vilja á meðan þau eru í gildi. „Fólk gæti til dæmis fengið sér línubát þrisvar sinnum á dag núna ef það væri mjög svangt,“ segir hann. Notkun á síðunni er einföld og þarf aðeins að prenta út tilboðin og sýna þau til að fá þau í gegn. Þá þurfa snjallsímaeigendur aðeins að sýna mynd af tilboðinu í símanum sínum þegar þeir vilja nota það. Bræðurnir fengu hugmyndina af síðunni í fjöl- skylduboði fyrir rúmu ári síðan en það var ekki fyrr en snemma á þessu ári sem þeir ákváðu að láta slag standa og koma henni upp. Spurður hvaðan nafnið komi segir Valþór það hafa gripið þá við skoðun á lista yfir laus lén á netinu. „Svo er aldrei að vita nema við höldum áfram og opnum í framtíð- inni síður á við köttur.is eða geit.is,“ segir hann og hlær. - trs Hugmyndin kom í fj ölskylduboði Þrír bræður fundu nafn afsláttarsíðunnar Asni.is við skoðun á lista yfi r laus lén. EINFÖLD Bræðurnir Pétur Rúnar og Valþór Örn stofnuðu afsláttarsíðuna Asni.is ásamt bróður sínum, Sverri Birgi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR TÓNLIST ★★★ ★★ Atoms For Peace Amok XL Atoms For Peace er nýjasta verk- efni Thoms Yorke söngvara Radio- head. Þetta er hljómsveit sem í eru auk hans þeir Nigel Godrich, upp- tökustjóri Radiohead, trommuleik- arinn Joey Waronker, slagverks- leikarinn Mauro Refosco og Flea, bassaleikari Red Hot Chili Peppers. Waronker hefur m.a. unnið með Beck og Refosco með Chili Peppers og David Byrne. Hljómsveitin var stofnuð árið 2009 til þess að fylgja eftir sólóplötu Thoms Yorke, The Eraser. Styrkleikar Amok eru flottir taktar og ferskur hljómur. Það eru bæði raftaktar, trommuleikur og slagverk og svo flottar bassa línur. Ofan á grunnana eru svo synta- slaufur og söngur Thoms Yorke. Platan fer langt á þessu en van- kantarnir eru helst til einhæfar lagasmíðar. Það hefði mátt þróa þær svolítið áfram. Á heildina litið er Amok skemmti- legt hliðarspor hjá Thom Yorke. Það er gaman að hækka vel í græjunum og fá taktana beint í æð en laga- smíðarnar duga ekki alveg til að fylla heila plötu. Trausti Júlíusson NIÐURSTAÐA: Ferskir og flottir taktar frá Thom York og félögum en lagasmíðarnar hefðu mátt vera sterkari. Skemmtilegt hliðarspor AMOK „Styrkleikar Amok eru flottir taktar og ferskur hljómur.“ Fjölskylda poppgoðsins Michaels Jackson heitins fer fram á tæpa 5.000 milljarða króna í skaða- bætur frá AEG Live, fyrir tækinu sem sá um að skipuleggja tón- leikaröðina sem Jackson var að æfa fyrir þegar hann lést árið 2009, vegna framtíðartekna hans. Katherine, móðir popparans, og börnin hans þrjú, Prince, Paris og Blanket, byggja lögsókn sína á því að AEG Live hafi átt þátt í að valda dauða Jacksons með því að ráða dr. Conrad Murphy, lækninn sem var dæmdur í fangelsi fyrir að dæla verkjalyfjum í söngvar- ann, og fylgjast ekki nægilega vel með störfum hans. AEG heldur því fram að skaðabótakrafan sé alltof há, meðal annars vegna þess að ferill Jacksons hafi verið á niðurleið þegar hann lést. Krefj ast 5.000 milljarða MICHAEL JACKSON Lést árið 2009. Tónlistarkonan geysivinsæla Beyoncé Knowles setti um helgina brot úr tveimur nýjum lögum á heimasíðuna sína. Hún hefur ekki gefið út nýtt efni síðan platan 4 kom út fyrir tveimur árum. Í textum nýju laganna, sem heita Bow Down og I Been On, syngur Beyoncé meðal annars um „tíkur“ sem öfunda hana og fullyrðir að trúverðugleiki hennar sem listamaður hafi ekki beðið hnekki vegna þeirrar ákvörðunar að taka sér hlé frá bransanum til að sjá um Blue Ivy, 14 mánaða gamla dóttur hennar og Jay-Z. Talar um tíkur í nýju lagi BEYONCÉ KNOWLES Aðdáendur söngkonunnar eru mishrifnir af nýju textunum hennar. MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS Miða- sala: 412 7711 Hverfisgata 54 Rvík www.bioparadis.is Hluti af Europa Cinemas ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ: 950 kr. miðinn DICKE MÄDCHEN (12) 18:00 (ÞÝSKIR KVIKMINDADAGAR) BARBARA (6) 20:00 (ÞÝSKIR KVIKMINDADAGAR) THE HUNT (JAGTEN) (12) 17:50, 20:00, 22:00 KON-TIKI (12) 20:10, 22:10 FIT HOSTEL (L) 17:50, 22:20 STRIGI OG FLAUEL (L) 19:00 BROKEN CITY 8, 10.10 ANNA KARENINA 7.30 IDENTITY THIEF 10 OZ GREAT AND POWERFUL 3D 5, 8 21 AND OVER 10.30 FLÓTTINN FRÁ JÖRÐU 3D 5.45 VESALINGARNIR 5 þriðjudagstilboðþriðjudagstilboð þriðjudagstilboð þriðjudagstilboð þriðjudagstilboð þriðjudagstilboð þriðjudagstilboð 5% SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS BROKEN CITY KL. 6 - 10.20 16 ANNA KARENINA KL. 8 12 IDENTITY THIEF KL. 8 / JAGTEN (THE HUNT) KL. 6 12 21 AND OVER KL. 10.10 14 BROKEN CITY KL. 5.30 - 8 - 10.30 16 BROKEN CITY LÚXUS KL. 5.30 - 8 - 10.30 16 IDENTITY THIEF KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 21 AND OVER KL. 5.50 - 8 - 10.10 14 FLÓTTINN FRÁ JÖRÐU 3D KL. 3.40 - 5.50 L FLÓTTINN FRÁ JÖRÐU 2D KL. 3.40 L DIE HARD 5 KL. 8 - 10.20 16 - H.S.S., MBL ANNA KARENINA KL. 6 - 9 12 IDENTITY THIEF KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 JAGTEN (THE HUNT) KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 LINCOLN KL. 6 14 DJANGO KL. 9 16 ÓSKARSVERÐLAUN M.A. BESTI LEIKARI ÁRSINS -EMPIRE EGILSHÖLLÁLFABAKKA KRINGLUNNI KEFLAVÍK AKUREYRI R.EBERT LA TIMES MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTABLAÐIÐ K.N. EMPIRE

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.