Fréttablaðið - 19.03.2013, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 19.03.2013, Blaðsíða 2
19. mars 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 2 SPURNING DAGSINS Hálfdán, fær maður bónusstig fyrir að syngja Roundabout með Yes? „Já, það eru tólf aukastig, douze points.“ Hálfdán Steinþórsson er framkvæmdastjóri Hringtorgs. Hringtorg stendur á fimmtudag fyrir karókíkeppni meðal háskólanema. Sigur- vegarinn fær flug og miða fyrir þrjá á seinni undankeppni Eurovision í maí. DÝRALÍF „Skuggi er örugglega klárasti hestur sem ég hef komið nálægt, hann lærir allt mjög hratt,“ segir Jónína Valgerður Örvar, 15 ára hestakona sem hefur kennt hestinum sínum að telja og reikna. Skuggasveinn, oftast kallaður Skuggi, er tíu vetra hestur sem Jónína hefur verið með í ár. Á nokkrum dögum tókst Jónínu að kenna Skugga að telja, og komst svo að því að hann átti auðvelt með að leggja saman líka. Skuggi sýndi blaðamanni hlýðinn hvernig hann taldi upp að tíu með því að berja hófunum í snjóskafl, og að því loknu lagði hann saman einn og einn, og svo tvo og einn. Jónína kenndi Skugga spænska sporið svokallaða í vetur, en þegar hestar stíga spænska sporið lyfta þeir framfótunum og slá hófnum í jörðina. „Vinkona mín var að grínast í mér þegar ég var að sýna henni spænska sporið og spurði hvort ég ætlaði að kenna honum að telja. Ég hélt að þetta væri það vitlausasta sem hægt væri að gera, en svo fór ég að prófa mig áfram,“ segir Jón- ína. Hún byrjaði á að kenna honum að telja upp í tvo en sá svo að hann var lærdómsfús og hélt áfram að kenna honum tölurnar. Jónína notar hestanammi sem Skuggi er sólginn í til að fá hann til að telja og leggja saman. Þegar hann telur rétt fær hann nammi að launum. „Hann var ótrúlega fljótur að læra þetta, mér fannst næstum eins og hann kynni þetta fyrir þó að honum hafi aldrei verið kennt þetta.“ Jónína segir líklegt að Skuggi sé óvenju vel gefinn af hesti að vera og læri allt sem honum sé kennt hratt og vel. Það sama eigi við um systur hans, þó að hún hafi ekki enn verið kynnt fyrir heimi stærðfræðinnar á sama hátt og Skuggi. Talnaþjálfun Skugga hefur ekki tekið sérlega langan tíma, hann byrjaði að læra síðastliðinn föstu- dag, og sýndi listir sínar þegar Fréttablaðið leit í heimsókn í hest- húsahverfið í Hafnarfirði á sunnu- dag. Jónína segir þetta í fyrsta skipti sem hún hafi reynt að kenna hesti tölurnar, og þó er hún búin að vera í hestamennsku frá því hún man eftir sér. Hún hefur enn ekki fengið mikil viðbrögð frá öðrum hestamönnum enda hefur hún ekki verið að aug- lýsa sérstaklega hæfileika hins talna glögga Skugga utan nánasta vinahópsins. brjann@frettabladid.is Kenndi hestinum að leggja saman og telja Fimmtán ára hestakona segir hestinn Skugga hafa lært að leggja saman og telja á nokkrum dögum. „Klárasti hestur sem ég hef komið nálægt,“ segir hún. Ákvað að prófa hvort Skuggi væri talnaglöggur eftir að hafa kennt honum spænska sporið. TALNAGLÖGGUR Jónínu tókst að kenna Skugga að telja og reikna á nokkrum dögum, enda er hann sagður sérlega gáfaður hestur. FRÉTTABLAÐIÐ/BRJÁNN ORKUMÁL Nokkrar skemmdir upp- götvuðust á Nesjavallalögn Orku- veitu Reykjavíkur (OR) í gær og benda ummerki eindregið til þess að ekið hafi verið á hana. Þetta er, að því er fram kemur í tilkynningu OR, í annað skiptið á stuttum tíma sem viðlíka atvik á sér stað, en í janúar var einnig ekið á pípuna. OR hafði í millitíðinni gripið til þess ráðs, í samstarfi við Vega- gerðina, að loka veginum með áberandi hætti en til lítils að því er virðist. Alvarlegt tjón getur hlotist af því að aka á lögnina þar sem hún gæti mögulega brostið með til- heyrandi hættu á heitavatnsskorti. Í þessu síðasta tilviki hafði hlífðar kápa gegn tæringu rofnað og því greið leið fyrir raka að lögninni sjálfri. OR segir þess vegna mikil- vægt að láta vita ef óhapp sem þetta verður, svo að hægt sé að bregðast fljótt við og koma í veg fyrir frekara tjón. - þj Skemmdir unnar á Nesjavallalögn OR í annað sinn á stuttum tíma: Ekið á lögn þrátt fyrir bann KLESST Á Einhver hefur ekið utan í Nesjavallalögn OR með þeim afleiðingum að hlífðarkápa rifnaði. MYND/OR NORÐURSLÓÐIR Carl Bildt, utan- ríkisráðherra Svíþjóðar, og Össur Skarphéðinsson, starfsbróðir hans, eru sammála um að rétt sé að fleiri ríkjum verði veitt áheyrnaraðild að Norðurskautsráði. Það myndi tryggja ráðið í sessi sem hinn eina umræðuvettvang um málefni sem tengjast norðurslóðum. Þetta kom fram í máli ráðherranna á setningar- athöfn alþjóðlegrar ráðstefnu um áskoranir og tækifæri á norður- slóðum sem nýstofnað Rannsókna- setur um norðurslóðir stendur fyrir. Átta ríki eiga aðild að ráðinu en auk þess eru sex önnur ríki áheyrn- araðilar. Fleiri ríki hafa sótt um að fá áheyrnaraðild, til að mynda Kína. Össur og Bildt sögðust báðir í ávörpum sínum vonast til þess að ráðið kæmi til með að eflast að burð- um á komandi árum. Hluti af því væri að bæta við áheyrnaraðilum. „Með því að fá fleiri til að gang- ast undir okkar viðmið og reglur getum við fest Norðurskautsráðið í sessi sem hinn eina samráðsvett- vang,“ sagði Bildt og bætti því við að ef öðrum ríkjum yrði vísað frá gæti það orðið til þess að þau leit- uðu annað. Fleiri áheyrnaraðilar fælu hins vegar ekki í sér minni völd aðildarríkjanna. Össur tók undir þetta og bætti því við að nýjum áheyrnaraðilum yrði ekki hleypt inn nema þeir gengjust undir reglur Norðurskautsráðsins og legðu sitt af mörkum til rann- sóknastarfs. Næsti ráðherraráðs- fundur Norðurskautsráðsins verður haldinn í Kírúna í Svíþjóð í maí næst komandi. - þj Utanríkisráðherrar Íslands og Svíþjóðar sammála um framtíð norðurslóðamála: Norðurskautsráð verði eini vettvangurinn Á GÓÐRI STUND Vel fór á með Carl Bildt og Össuri Skarphéðinssyni í gær. Ráðstefna um norðurslóðir fer fram í dag og á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Stúlkan sem lést í slysi á bænum Fjósatungu í Þingeyjarsveit síð- astliðinn föstudag hét Lilja Dóra Ástþórsdóttir. Hún var eins og hálfs árs gömul en hún lést þegar hún varð fyrir lítilli vinnuvél. Lést af slysförum Í MÖMMULEIK Tvær ungar stúlkur í Jalalabad leika sér með búrkur. FRÉTTABLAÐIÐ/AP AFGANISTAN Um helgina héldu Afganar hátíð í tilefni vorkomunnar og nýs árs, sem að þessu sinni er númer 1.392 frá upphafi persneska tímatalsins. Nowruz-hátíðin er ein sú stærsta, bæði í Afganistan og einnig í mörgum nágrannaríkjanna. Enn geisar þó stríð í landinu og friðarviðræður stjórnvalda við talibana hafa ekki gengið vel. Í gær gripu svo leiðtogar stjórnarand- stöðunnar til þess að hefja sjálfir viðræður við talibana, þar sem þeim þykir stjórninni ekkert hafa orðið ágengt. - gb Ein stærsta hátíð ársins í stríðshrjáðu landi: Vori fagnað í Afganistan LÖGREGLUMÁL Maðurinn sem réðist á tólf ára dreng í Hafnar- firði í fyrrakvöld var enn ófundinn þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. Árásin átti sér stað þegar drengurinn var á gangi ásamt þremur vinum sínum. Maðurinn réðist að drengjunum, náði einum og sló og sparkaði í hann. Eftir það flúði maðurinn á braut. Drengurinn fór ásamt foreldrum sínum á slysadeild. - þj Veittist að tólf ára dreng: Árásarmaður er enn ófundinn Myndskeið sem sýnir hestinn Skugga telja upp að tíu og leysa tvö samlagningardæmi má fi nna á Vísi.is og á Fésbókarsíðu Fréttablaðsins. Sjá nánar á facebook.com/frettabladid visir.is KANADA Fangar struku á þyrlu Tveir fangar struku á stolinni þyrlu úr fangelsi skammt frá Montreal í Kanada. Þeir náðust nokkru síðar eftir mikinn eltingaleik og skotbardaga.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.