Fréttablaðið - 19.03.2013, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 19.03.2013, Blaðsíða 6
19. mars 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Hvað vill Lyfjaeftirlit ÍSÍ gera? 2. Hvaða banki er ekki byrjaður að reikna út ofteknar greiðslur vegna bílalána? 3. Hver vann fyrsta Formúlumót ársins? SVÖRIN 1. Fylgjast með steranotkun á líkamsræktar- stöðvum. 2. Landsbankinn. 3. Kimi Räikkö- nen. Eigum eitt mesta úrval landsins af innleggjum í skó hvort sem um er að ræða spariskó, götuskó, íþróttaskó eða útivistarskó. Við hljótum að eiga eitthvað sem hentar þínum fótum. Einnig eigum við lausa hælpúða, tábergspúða og ilkýla. Til páska bjóðum við 10% afslátt af allri söluvöru í versluninni Einnig bjóðum við 500 kr afslátt af viðgerðum á pinnahælum Kíktu á heimasíðuna okkar www.skovinnustofa.is og www.facebook.com/SkovinnustofaSigurbjorns Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík s. 553 3980 Comfort Viva High Performance Siesta Fáðu þér íslenskt gott kex með chilli- eða hvítlauksbragði. Bættu við bragðgóðum íslenskum osti, smá af sultu og njóttu þess. SJÁVARÚTVEGUR Loðnuvertíðinni er að ljúka er mat Alberts Sveinssonar, skipstjóra á Faxa RE, en skipin eru almennt ekki að fá neinn teljandi afla á miðun- um í Breiðafirði. „Það gengur ekki neitt. Við köstuðum einu sinni fyrir hádegið en fengum engan afla. Það er töluvert af skipum hér í Breiðafirðinum en ég hef ekki haft spurnir af því að eitthvert þeirra hafi fengið afla í dag [í gær],“ segir Albert í viðtali á vef fyrirtækis- ins. Albert segir að nú verði einungis vart við loðnu sem liggur við botninn en vonar að hún komi upp og gefi sig þegar það líður á daginn. Sjómenn hafa ekki frétt af því að meira af loðnu sé að koma suður með Vestfjörðum, en vesturganga hefur haldið uppi veið- inni síðustu daga, er mat sjómanna. Um 5.000 tonn eru nú óveidd af loðnukvóta skipa HB Granda á vertíðinni þannig að ef botninn er ekki alveg dottinn úr veiðunum samsvarar það einni veiðiferð fyrir hvert hinna fjögurra skipa félagsins. Þrjú skipanna voru við loðnuleit í Breiða- firði í gær. Samkvæmt aflastöðulista Fiskistofu í gær var búið að veiða um 90% af kvótanum í gær. Því er ekki útséð um að menn nái að veiða hann allan. Kvótinn í ár er um 464 þúsund tonn. - shá Loðnuvertíðin er á síðustu metrunum og nokkuð eftir óveitt af kvótanum: Skipin ekki að fá neitt af loðnu FAXI Mikið þarf að hafa fyrir því að ná loðnunni þessa dagana. MYND/HBGRANDI AKUREYRI „Nú er sex vikna bið eftir að fá nýjan tíma,“ segir Karólína Stefánsdóttir, félagsráðgjafi hjá Fjölskylduráðgjöfinni á Akureyri. „Inn í þetta blandast svo alvarlegur skortur á heimilislæknum svo þetta er orðinn vítahringur. Fólk upplifir eilífa bið eftir stuðningi.“ Stöðugildum hjá ráðgjöfinni hefur verið fækkað úr tveimur í eitt og hálft. Fyrir efnahagshrunið var eftir spurnin orðin svo mikil að til stóð að fjölga þeim í þrjú. Karólína segir mannekluna orðna svo mikla að ekki sé lengur hægt að veita nýbökuðum foreldrum þá lágmarksþjónustu sem ráðgjöf- inni beri að veita. Forsvarsmenn stöðvarinnar sendu velferðarráð- herra, formanni velferðar nefndar Alþingis og þingmönnum Norð- austur kjördæmis bréf í febrúar síðastliðnum þar sem skýrt var frá erfiðri stöðu stofnunarinnar. Þá var einnig vakin athygli á hagkvæmni hennar, bæði í velferðar- og þjóð- hagslegu tilliti. Ekkert svar hefur borist frá ráðamönnum. - sv Hvorki ráðuneytið né þingmenn svara ákalli Fjölskylduráðgjafarinnar: Geta ekki veitt nægan stuðning FJÖLSKYLDUR VANTAR AÐSTOÐ Svo mikil aðsókn er í tíma hjá Fjölskylduráð- gjöfinni á Akureyri að gefist hefur verið upp á biðlistum og er forgangsröðun alfarið notuð. KÝPUR, AP Áform Kýpurstjórnar um að leggja skatta á innistæður í bönkum, að kröfu Evrópusam- bandsins, hefur vakið ótta víða meðal íbúa í aðildarríkjum sam- bandsins. Bæði evran og verðbréf á mörk- uðum á evrusvæðinu lækkuðu töluvert í verði í gær, jafnvel þótt stærð hagkerfisins á Kýpur sé ekki nema 0,2 prósent af saman- lagðri stærð hagkerfa allra evru- ríkjanna 17. „Skaðinn er skeður,“ segir breski fjármálaskýrandinn Louise Cooper, sem bloggar á vefsíð- unni coopercity.co.uk. „Evrópu- búar vita núna að hægt er að nota sparnað þeirra til að bjarga bönk- unum.“ Evrópusambandið samþykkti um helgina að útvega Kýpur- stjórn 15,8 milljarða evra, eða ríf- lega 2.500 milljarða króna, til að bjarga bönkum á Kýpur frá falli. ESB setti það skilyrði að Kýpur- stjórn útvegaði viðbótarfjármagn í ríkissjóðinn á móti, og féllst á að stjórnin fengi það fé með því að innheimta skatt af innistæðum í kýpversku bönkunum. Þetta er í fyrsta sinn sem ESB tekur það í mál að seilast í vasa viðskiptavina banka til að fjár- magna neyðaraðstoð af þessu tagi. Frumvarp um málið átti að bera undir Kýpurþing á sunnudag, en því hefur verið frestað í tvígang. Síðdegis í gær var stefnt á að þingið greiddi atkvæði í dag. Kýpurstjórn hefur notað frestinn til að reyna að breyta skil málum aðstoðarinnar, þannig að hægt verði að hlífa smærri innistæðum betur en upphaflega stóð til. Upphaflega hugmyndin var að leggja 6,75 prósenta skatt á þær innistæður sem eru lægri en 100 þúsund evrur en á hærri inni- stæður yrði skattprósentan 9,9. Í gær var hugmyndin sú að leggja þriggja prósenta skatt á innistæður sem eru lægri en 100 þúsund evrur en síðan yrði skattprósentan hækkuð upp í 15 prósent á innistæður sem eru hærri en 500 þúsund evrur. Talsmenn Seðlabanka Evrópu- sambandsins segjast ekki ætla að gera athugasemdir við það. Aðal- atriðið sé að Kýpurstjórn takist að útvega 5,8 milljarða evra á móti neyðarframlagi ESB. gudsteinn@frettabladid.is Evrópubúar óttast fordæmið frá Kýpur Kýpurþing frestaði aftur afgreiðslu frumvarps um skatt á bankainnistæður. Kýpur- stjórn hyggst gera breytingar á skattinum, þannig að lægstu innistæðum verði frekar hlíft. Seðlabanki ESB segist ekki ætla að gera neinar athugasemdir við það. MÓTMÆLI Á KÝPUR Almenningur hefur harðlega mótmælt áformum um skatt á bankainnistæður. FRÉTTABLAÐIÐ/AP 5,8 milljarða evra vill Evrópu- sambandið fá frá innistæðu- eigendum á Kýpur. BRETLAND, AP Leiðtogar þriggja stærstu stjórnmálaflokka Bret- lands komust í gær að samkomu- lagi um nýjar reglur, sem eiga að koma í veg fyrir verstu siðferðis- brot breskra fjölmiðla. Samkomulagið er málamiðlun sem þykir flókin. Ekki verða sett ný lög heldur gefin út konungleg tilskipun. Fjölmiðlar hafa verið andvígir nýrri fjölmiðlalöggjöf en vonast er til að fjölmiðlarnir sætti sig við þetta fyrirkomulag. - gb Bresku flokkarnir sammála: Nýjar fjölmiðla- reglur taka gildi VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.