Fréttablaðið - 19.03.2013, Síða 34

Fréttablaðið - 19.03.2013, Síða 34
19. mars 2013 ÞRIÐJUDAGUR| SPORT | 26 Miðvikudaginn 20. mars kl. 12.00 14.00 Fundarstjóri er Adolf Ingi Erlingsson Laugardalsvöllur í sal KSÍ 3. hæð Aðgangur ókeypis. Skráning á phs@getspa.is BARÁTTAN GEGN HAGRÆÐINGU ÚRSLITA Í ÍÞRÓTTUM – MÁLÞING ÍSÍ og Íslenskar getraunir efna til málþings um baráttu gegn hagræðingu úrslita í íþróttum. DAGSKRÁ 12:00 Setning – Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri Getspár/Getrauna 12:10 Heildstætt yfirlit – Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ og FIBA Europe 12:45 Hagræðing úrslita, hættumerki á Íslandi – Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ 13:00 Kaffi 13:10 Hagræðing úrslita í íþróttum sem viðfangsefni lögreglu og réttar- kerfisins – Jón H. B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri og saksóknari höfuðborgarlögreglu 13:25 Umfang og eðli vandamálsins – Pétur Hrafn Sigurðsson, deildarstjóri getraunadeildar 13:45 Umræður og niðurstöður – Adolf Ingi Erlingsson íþróttafréttamaður á RÚV og stjórnarmaður í AIPS 14:00 Ráðstefnulok FÓTBOLTI Alfreð Finnbogason er fyrir löngu búinn að skrifa sig á spjöld sögunnar í íslenskum fótbolta með frammistöðu sinni í vetur en með því að skora sitt tuttugasta mark í 3-1 sigri Heerenveen á NEC Nijmegen um helgina komst hann í klúbbinn með þeim Pétri Péturssyni og Atla Eðvaldssyni. Það eru liðnir tæpir þrír áratugir síðan að Atli bættist í hópinn með því að skora fimm mörk í lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar í júníbyrjun 1983. Alfreð kom til Hollands sjóðandi heitur eftir að hafa skorað 12 mörk í 17 leikjum með Helsingborg í sænsku deildinni. Alfreð skoraði ekki í fyrsta leiknum en var síðan með tvö mörk í jafntefli á móti stórliði Ajax og þá var ekki aftur snúið. Hann skoraði í fimm leikjum í röð í október og í sex leikjum í röð frá desember til janúar. Alfreð var síðan að skora sitt fjórða mark í síðustu fjórum leikjum á laugardaginn. Pétur Pétursson var stofn- meðl imur tuttugu marka klúbbsins þegar hann skoraði 23 mörk í 33 leikjum fyrir hollenska liðið Feyenoord tímabilið 1979-80. Pétur skoraði tuttugasta markið sitt í febrúar 1980 en hann skoraði 16 mörk í 17 leikjum fyrir áramót. Atli bættist í tuttugu marka klúbbinn rúmum þremur árum síðar. Hann skoraði 16 mörk í Nýr meðlimur í 20 marka klúbbnum Sögulegt tímabil varð enn sögulegra. Alfreð Finnbogason komst í fámennan klúbb um helgina þegar hann skoraði sitt tuttugasta deildar mark á tímabilinu fyrir hollenska liðið Heerenveen. Ísland hefur ekki átt tuttugu marka mann í Evrópufótboltanum í þrjátíu ár. Alfreð Finnbogason Heerenveen 2012-13 2. markahæstur í hollensku úrvals- deildinni 24 ára 3. tímabil í atvinnumennsku 24 leikir 4 tvennur– 0 þrennur Skoraði í 16 leikjum Fyrir áramót 16 leikir, 14 mörk Eftir áramót 8 leikir, 6 mörk Atli Eðvaldsson Fortuna Düsseldorf 1982-83 3. markahæstur í þýsku úrvals- deildinni 26 ára 4. tímabil í atvinnumennsku 34 leikir 2 tvennur– 1 fimma Skoraði í 15 leikjum Fyrir áramót 17 leikir, 8 mörk Eftir áramót 17 leikir, 13 mörk Pétur Pétursson Feyenoord 1979-80 2. markahæstur í hollensku úrvals- deildinni 21 árs 2. tímabil í atvinnumennsku 33 leikir 4 tvennur– 0 þrennur Skoraði í 18 leikjum Fyrir áramót 17 leikir, 16 mörk Eftir áramót 16 leikir, 7 mörk 23 Mörk 20 Mörk 21 Mark fyrstu 33 leikjum tíma bilsins en tók sig til og skoraði eftirminni- lega fimmu í 5-1 sigri Fortuna Düsseldorf á Eintracht Frank- furt. Atli varð annar markahæsti leikmaður deildarinnar tveimur mörkum á eftir Rudi Völler. Það var ekki nóg með það heldur flaug Atli heim strax um kvöldið og skoraði sigurmarkið á móti Möltu í leik í undankeppni EM sem fram fór á Laugardalsvellinum daginn eftir. Engir aðrir íslenskir leikmenn hafa náð að brjóta tuttugu marka múrinn og það skiptir engu þótt deildin hér heima sem höfð með í dæminu. Markamet efstu deildar á Íslandi er 19 mörk en því hafa fjórir leikmenn náð: Pétur Péturs son (1978), Guðmundur Torfa son (1986), Þórður Guðjóns- son (1993) og Tryggvi Guðmunds- son (1997). Tveir atvinnumenn voru nálægt því að bætast í tuttugu marka klúbbinn en það voru þeir Teitur Þórðarson og Arnór Guðjohnsen. Teitur skoraði 19 mörk fyrir Lens tímabilið 1981-82 og varð fjórði markahæsti maður deildarinnar. Michel Platini var meðal annars í næsta sæti fyrir ofan hann. Arnór Guðjohnsen varð markahæsti leik maður í Belgíu 1986-87 þegar hann skoraði 19 mörk í 34 leikjum. Hér til hliðar má sjá samanburð á meðlimur tuttugu marka klúbbsins. ooj@frettabladid.is HANDBOLTI „Tilfinningin er ofboðslega góð,“ sagði Arnar Péturs son, þjálfari ÍBV, eftir 27-24 sigur liðsins gegn ÍBV í Mýrinni. Fyrir leikinn var ljóst að Eyja- menn þurftu á stigi að halda til að tryggja sér sæti í efstu deild eftir fimm ára fjarveru. „Við byrjuðum þennan leik frábærlega varnarlega en þessi leikur spilaðist eins og við vildum að hann myndi spilast.“ Mál Nemanja Malovic hefur verið mikið til umfjöllunar í fjöl- miðlum þar sem hann er ekki með landvistarleyfi hér á landi. „Við einbeittum okkur að því að fara ekki með þessa umræðu inn í hópinn heldur einbeita okkur að okkar leikjum. Við vissum ekkert hvenær hann færi en ákváðum að það yrði bara tekið á því þegar það myndi gerast. Sem betur fer var hann með okkur í dag. Þessi umræða truflaði samt vissulega aðeins,“ sagði Arnar. „Þetta er frábær leikmaður og það má ekki gleyma því að hann er aðeins 21 árs.“ Eyjamenn vonast til að fá hann löglegan til landsins fyrir baráttuna í N1-deildinni næsta tímabil. „Að sjálfsögðu vonum við það. Þetta er gæðadrengur, algjör gullmoli. Þetta pappíramál var klúður en var ekkert sem menn ætluðu sér, menn héldu að þeir væru að fara samkvæmt lögum og reglum. Því miður var það ekki og hann er á heimleið.“ Hvernig er þessi hópur tilbúinn undir það að taka næsta skref og spila í deild þeirra bestu? „Hann er alveg klár í það en þá þurfa menn að vera duglegir og halda áfram að bæta sig. Þessir strákar eiga helling inni og geta orðið enn betri,“ sagði Arnar Pétursson. - egm Er algjör gullmoli Eyjamenn fóru upp í síðasta leik Nemanja Malovic. NEMANJA MALOVIC Skoraði sex mörk í sínum síðasta leik. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HANDBOLTI Florentina Stanciu, markvörður ÍBV sem fékk ný- verið íslenskan ríkisborgararétt, er komin inn í íslenska lands liðið í handbolta og gæti spilað sinn fyrsta landsleik á móti Svíum í Austurbergi um næstu helgi. HSÍ er að bíða eftir leikheimild hjá EHF og rúmenska sambandinu og er hún væntanleg. - óój Florentina í landsliðið SPORT

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.