Fréttablaðið - 19.03.2013, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 19.03.2013, Blaðsíða 20
2 ● BÍLAR Þriðjudagur 19. mars 2013 Fréttablaðið FORD FIESTA Finnur Thorlacius reynsluekur F ord Fiesta er sannkallaður heimsbíll en hann er seldur í flestum löndum heims og framleiddur í tíu löndum. Fiesta á sér ansi langt líf. Hann kom fyrst á markað árið 1976 og af honum hafa verið seld yfir 15 milljón eintök og fer sú tala nú hratt hækk- andi með mikilli sölu hans á öllum mörk- uðum. Fiesta er eitt að stóru nöfnunum í bílaheim- inum og í þeim stærðarflokki sem selst best. Þessu væri ekki að heilsa ef bíllinn væri ekki góður, það er hann sannarlega. Ford Fiesta hefur verið mikið mærður á undanförnum árum fyrir góða aksturs- eiginleika eins og stærri bróðir hans, Ford Focus, og það var staðfest í reynsluakstri á honum. Hönnun ytra útlits Ford Fiesta er framúrstefnulegt, djarft, vel heppnað og sannarlega í ætt við Focus. Litlar og misöflugar vélar Fiesta fæst með einum af fimm vélarkostum en reyndur var bíll með 1,0 lítra og þriggja strokka bensínvél sem er 80 hestöfl. Þá vél má einnig fá 65 Þessa fyrirsögn kannast margir við úr blöðum og netmiðlum, en þær birtast í kjölfar umferðareftirlits lögreglunnar þar sem hraði ökumanna er mældur. Ein slík birtist í síðustu viku en þar mældi lög- reglan ökuhraða á Hallsvegi við Gufuneskirkjugarð og reyndust 58% ökumanna yfir löglegum hraða og meðalhraðinn 17 km/klst yfir löglegum hraða, sem er 50 km/klst. En er ekki eitthvað bogið við það að oftar en ekki er meirihluti ökumanna yfir löglegum ökuhraða? Er þá ekki í raun þegjandi samkomulag um það meðal ökumanna að ökuhraðinn sé of lágur? Flestir aka eftir aðstæðum Flestir ökumenn aka sannarlega eftir aðstæðum og vilja ekki valda sjálfum sér né öðrum tjóni og haga aksturslagi sínu eftir því. Meirihluti þeirra áætlar samkvæmt því að löglegur ökuhraði sé of lágur og ekur aðeins hraðar. Samkvæmt laganna bókstaf eru þeir hins vegar brotlegir og verðskulda sekt sam- kvæmt því. Aukið eftirlit fækkar ekki slysum Breskar kannanir sýna að þar sem mikið umferðar- eftirlit er, þ.e. tíðar hraðamælingar með mynda- vélum eða framkvæmdar af lögreglumönnum, verða ekki færri slys. Fréttir berast víða að úr heiminum að undanförnu um hækkun leyfilegs hámarkshraða. Er það rökstutt með niðurstöðum tilrauna um að slysum fjölgi ekki, bættum búnaði bifreiða, eða bættra aðstæðna. Oft hefur heyrst af undrun Íslend- inga að hámarkshraði á nýjum og glæsilegum Kefla- víkurvegi sé ekki hækkaður, þar sem á sambæri- legum vegum erlendis sé leyfður miklu meiri hraði. Þeir hafa sitthvað til síns máls. KNÁR ÞÓ SMÁR SÉ Hefur verið þekktur sem góður akstursbíll og það var staðfest í reynsluakstri. Fallegur að innan sem utan og lipur sem köttur. Óhætt er að mæla með 100 hestafla EcoBoost-vélinni umfram afllausa 80 hestafla vélina og munar litlu í verði. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN. Til greina kemur hjá Volkswagen að fram- leiða stóran þriggja raða sæta SUV-bíl að- eins fyrir Bandaríkja- markað, en þar í landi er mikill markaður fyrir slíka bíla. Væri þetta einn liðurinn í að tvöfalda sölu Volkswagen þarlendis árið 2018, eða í 800.000 bíla. Yrði bíllinn sá líklega framleiddur í verksmiðju Volkswagen í Chattanooga þar vestanhafs og myndi bætast þar við framleiðslu þeirra 135.000 Passat- bíla sem nú eru framleiddir þar á hverju ári. Volkswagen fjölgar bílgerðum í Bandaríkjunum Margir hafa óskað eftir hærri hámarkshraða á Reykjanesbraut. FRÍ!LÉTTSKOÐUN FYRIR JEPPA! Er jeppinn þinn í standi fyrir fjallaferðina? Í mars býður Arctic Trucks jeppaeigendum upp á fría létt- skoðun þar sem helstu öryggisþættir bílsins eru athugaðir, Nánari upplýsingar á www.arctictrucks.is Tímapantanir í síma 540 4900 Í boði til 29. mars ! Simmi og Jói Laugardagsmorgna kl. 9 – 12 Meirihluti yfir hámarks hraða! Hvað segir það okkur, er meirihluti Íslendinga brotamenn?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.