Fréttablaðið - 19.03.2013, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 19.03.2013, Blaðsíða 23
 | FÓLK | 3HEILSA Íslandsmeistaramótið í hálfum járnmanni er nú haldið í fimmta skipti á vegum 3SH og hefur Herbalife gerst helsti styrktaraðili þessarar stærstu og lengstu þríþrautarkeppni á Íslandi. Það gerir 3SH meðal annars kleift að bæta umgjörð þess til muna og veita pen- ingaverðlaun upp á rúmar 500.000 krónur. Þátttaka í mótinu hefur farið hraðvaxandi síðustu ár. Þrí þrautina þreyttu 50 manns 2011, 100 manns í fyrra og gert er ráð fyrir enn fleiri þátttakendum í ár í ljósi vaxandi vinsælda þrekþrauta af þessu tagi bæði hér heima og erlendis. „Í fyrra voru aðaltíðindin stóraukin þátttaka kvenna,“ segir Hilmar Ingimundarson, stjórnar- maður í 3SH. „Hátt í 30 konur tóku þátt og stóðu sig vel. Ég tel að þetta sé skýr vitnisburður um vaxandi áhuga fyrir þessari grein. Í fyrra voru líka nokkrir erlendir þríþrautarkappar meðal þátttakenda. Við erum að vona að þeir hafi borið keppninni vel söguna og við megum eiga von á fleiri í sumar.“ Formaður 3SH er Svana Huld Linnet. Hún segir að félagið einbeiti sér að sundi, hjólreiðum og hlaupi. Þessi deild Sundfélags Hafnarfjarðar var stofnuð fyrir þremur árum og er stefna félagsins að há- marka árangur, lífsgæði og vellíðan félagsmanna. 3SH er eitt öflugasta þríþrautarfélag landsins og hafa félagsmenn þess, sem eru um 65 talsins, unnið til fjölda verðlauna. Á árinu 2012 unnu 3SHingar alla Íslandsmeistaratitla í greininni auk þess að eiga þríþrautarkonu og –mann ársins. „Við leggjum áherslu á að félags- mönnum okkar líði vel, fái góða þjálfun og hafi gaman af íþróttinni. Mikil breidd er í hópunum og því eru allir sem hafa áhuga á þríþraut eða bara að æfa í góðum félagsskap velkomnir til okkar“, segir Svana Huld. HERBALIFE STYÐUR HÁLFAN JÁRNMANN Í HAFNARFIRÐI 3SH KYNNIR Opnað hefur verið fyrir skráningu á Íslandsmeistaramótið í þríþrautinni Herbalife hálfum járnmanni, sem haldið verður í Hafnarfirði 14. júlí í sumar. FLEIRI KONUR TAKA ÞÁTT „Í fyrra voru aðal- tíðindin stóraukin þátttaka kvenna,“ segir Hilmar Ingimundarson, stjórnarmaður í 3SH. GÓÐUR FÉLAGS- SKAPUR „Við leggjum áherslu á vellíðan, þjálfun og góðan félags- skap,“ segir Svana Huld Linnet, formaður 3SH. „Hálfur járnmaður reynir mikið á íþróttamanninn þótt hann sé í fínu formi,“ segir Borre Gjersvik, Norðurlandafulltrúi Herbalife. „Þess vegna hæfir þríþrautin vel því sem Herba- life stendur fyrir. Við munum stuðla að góðum árangri með því að gefa öllum keppendum kost á úrvali af Herbalife- vörum úr vörulínunni Herbalife 24 sport, meðal annars Prolong og Hydrate.“ Herbalife24 byggir á nýjustu staðreyndum í vísindum og hver framleiðsluvara er rýnd af óháðum aðila til þess að fyrir- byggja bönnuð efni. Prolong er tvívirk kolvetnis- blanda sem er orkustyrkjandi í bráð og lengd en Hydrate byggir á hitaeiningasnauðum líf rænum söltum sem gerð eru fyrir vökvagjöf við mikla áreynslu. HÁLFUR JÁRNMAÐUR REYNIR MIKIÐ Á ÍÞRÓTTAMANNINN Herbalife24 vörulínan er sérstaklega ætluð virkum íþróttamönnum sem þurfa fjölbreytta næringu til að standast stífar æfingaáætlanir. SÉRSTAK- LEGA FYRIR ÍÞRÓTTA- MENN Herbalife24 er vörulína fyrir virka íþrótta- menn sem þurfa á sérstakri og fjölbreyttri næringu að halda til þess að standast stífar æfingaáætlanir. ■ ÖFLUGUR STYRKTARAÐILI Herbalife er styrktaraðili meira en 150 heimsíþróttamanna, íþróttaliða og íþróttaviðburða, m.a. knatt- spyrnuliðanna LA Galaxy og FC Barcelona, auk verðlaunahafa í 15 öðrum íþróttagreinum. Fyrirtækið hefur meðal annars þróað vörulínu, Herbalife24, fyrir virka íþróttamenn sem þurfa á sérstakri og fjölbreyttri næringu að halda til þess að standast stífar æfinga- áætlanir. HERBALIFE STYRKIR ÍÞRÓTTAVIÐBURÐI Hefur þróað vörulínu sem er sérstaklega ætluð íþróttamönnum. ■ STUÐLAR AÐ HEILBRIGÐUM LÍFSSTÍL HERBALIFE (NYSE-HLF) er alþjóðlegt næringar fyrir- tæki sem selur þyngdarstjórnunar-, næringar- og snyrtivörur sem stuðla eiga að heilbrigðum lífsstíl. Herbalife-vörur eru seldar í 85 löndum af söluneti sjálfstæðra dreifingaraðila. Fyrirtækið styrkir Fjöl- skyldustofnun Herbalife og Casa Herbalife áætlun hennar sem miðar að því að tryggja börnum góða næringu. Vefsíða Herbalife, http://ir.Herbalife.com, hefur að geyma miklar upplýsingar um fyrirtækið, m.a. um fjárhagsmál og annað sem gagnast fjárfestum. HERBALIFE Í 85 LÖNDUM Þyngdarstjórnunar-, næringar- og snyrtivörur. Keppnin í ár hefst klukkan níu þann 14. júlí næstkomandi í Ásvallarlaug í Hafnarfirði þar sem syntir verða 1.900 metrar. Þá verða hjólaðir 90 kílómetrar á Krýsuvíkurvegi og loks hlaupið hálft maraþon, 21,1 kílómetri, í fögru umhverfi Hafnarfjarðar. Keppt verður í tveimur aldursflokkum, 18 til 39 ára og 40 ára og eldri. Veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í karla- og kvennaflokki. Boðið er upp á liðakeppni þar sem hámarks- fjöldi í hverju liði er þrír einstaklingar. Liðin geta verið blönduð og ekki verður um aldurs- flokkaskiptingu að ræða. Verðlaun verða veitt fyrir efsta sætið í liðakeppninni. VERÐLAUNAFÉ 2.400 EVRUR Það er til mikils að vinna. HUNDRAÐ KEPP- ENDUR Í FYRRA Keppendur í hálfum járnmanni í Hafnarfirði voru eitt hundrað í fyrra, þar á meðal nokkrir erlendir þríþrautar- kappar. Borre Gjersvik er Norðurlandafulltrúi Herbalife. Verðlaunaféð er í heildina 2.400 evrur og mun það skiptast á eftirfarandi hátt: 1.sæti KK/KVK: 600 EUR (104 þúsund krónur); 2.sæti KK/KVK: 360 EUR (62 þúsund krónur); 3.sæti KK/KVK: 240 EUR (41 þúsund krónur). Tölur í svigum eru miðaðar við gengið 19. febrúar 2013. Skráning í HERBALIFE hálfan járnmann 2013 er hafin á heimasíðu 3SH www.3sh.is. HALDIÐ Í FIMMTA SKIPTI Íslandsmeistara- mótið í hálfum járn- manni er nú haldið í fimmta skipti á vegum 3SH. Þetta er stærsta og lengsta þríþrautakeppni á Íslandi. Herbalife er helsti styrktar- aðili keppninnar. NÁNARI UPPLÝS- INGAR Allar nánari upp- lýsingar um Ís lands - meistara mótið í hálfum járnmanni er að finna á heimasíðu 3SH, www.3sh.is.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.